Heima er bezt - 01.07.2001, Side 26
Sigurgeir Magnússon: y S V
Veðmal
að var á kreppuárunum, nokkru eftir
1930, þegar verkamannakaupið var
innan við krónu á tímann og dilkurinn
gerði um 7 krónur í innleggi. Þá var stað-
bundið atvinnuleysi í öllum kaupstöðum og
kauptúnum á landinu, þegar kom fram á
haust. Þótti gott ef vinna var fyrir hendi yfir
sumarið. Eftirspurn eftir unglingsstrákum
var þá meiri en nú er til vinnu yfir heyskap-
artímann, og þótti sjálfsagt að greiða þeim
eitthvað smávegis kaup, oft ekki mikið, en
viðleitni varþað samt.
A þessum árum verslaði kaupmaður einn
á Hverfisgötunni í Reykjavík. Hann rak all
umfangsmikla verslun og hafði mikið undir.
Viðskipti hans við bændur stóðu traustum
fótum, sérstaklega austan fjalls, í Ámes- og
Rangárvallasýslunni, enda var hann ættaður
úr þeirri síðar nefndu.
Þá gengu áætlunarbílar einu sinni í viku til
Reykjavíkur og fluttu þeir vörur fyrir bænd-
ur, austur. Þá var mikið verslað í einu. Það
sem tekið var út að vorinu dugði ffam á
haust, en þó var aðal kauptíðin fyrir veturinn.
Það var sumar eitt, nokkru fyrir slátt, að
bóndi einn úr Rangárvallasýslu, kom til
áður nefiids kaupmanns til að versla. Bóndi
þessi hafði orðið seinn fyrir með að fara
suður í þetta sinn, af einhverjum ástæðum.
Verslar bóndi nú allmikið og lætur á bílinn.
En rétt um það leyti sem hann er að fara,
segir hann við kaupmanninn, en þeir voru
vel kunnugir:
„Heyrðu annars, mig vantar strák í sumar,
getur þú ekki útvegað mér hann?“
„Það líst mér illa á,“ segir kaupmaður,
„það er orðið svo áliðið. Ég er búinn að út-
vega marga stráka þarna austur í vor, en er
hræddur um að nú sé öngvan að fá.“
„Þú reynir þetta nú fyrir mig,“ segir
bóndi. „Ég þarf að skreppa hingað suður
aftur eftir svona viku til hálfan mánuð, og
þá tala ég við þig.“
„Þú getur reynt það,“ segir kaupmaður,
„en hræddur er ég um að þetta gangi illa.
En ég reyni sem ég get. Ég er reyndar með
sendil, þrettán ára strák, það er hugsanlegt
að ég geti náð í annan, ef hann vildi fara til
þín í sumar.“
„Já, blessaður athugaðu það,“ segir
bóndi.
„Það skal ég gera,“ svaraði kaupmaður,
„og ég læt þig vita um þetta strax og þú
kemur aftur.“
Að rúmlega viku liðinni kemur bóndi
suður, hittir kaupmann og spyr um strákinn.
Jú, það var allt i lagi með strákinn, hann
var til með að fara til hans í sumar, en eitt-
hvert kaup þyrfti hann að fá. Bóndi kvað
ekki standa á því, hann skyldi greiða hon-
um eitthvert kaup. Aðalatriðið væri að sig
vantaði strák.
Kaupmaður hældi stráknum, kvað hann
vera duglegan og að sér virtist, samvisku-
samur. Það sagði bóndi sér líka vel, og vildi
hann áijáður fá strákinn.
„En,“ segir kaupmaður, „það er best að
segja eins og er, það er einn galli á þessum
strák.“
„Nú, hvað er það?“ spyr bóndi.
„Hann vill alltaf vera að veðja við mig,
og það versta er að hann vinnur alltaf.
Ur því að það var ekki annað en þetta,
kvaðst bóndi ekki vera smeykur við að taka
stráksa.
„Við skulum binda þetta fastmælum og
hann fer þá með mér austur í dag.“
Nú fara þeir austur með áætlunarbílnum,
bóndi og strákurinn. Var þó nokkuð löng
leið heim til bónda, þaðan sem áætlunar-
bíllinn stoppaði. Bóndi átti hesta sína
geymda þama, og var nú lagt á og riðið af
stað heim.
Reiðhestur bónda var röskur og viljugur,
og var hann því alltaf nokkuð á undan
stráksa, sem reið hálfgerðum kerruklár.
Þegar þeir höfðu farið nokkra leið, stígur
bóndi af baki einhverra erinda, og strákur
gerir slíkt hið sama.
Eftir nokkra stund segir hann:
,fl>ú situr svo einkennilega á hestinum, er
nokkuð að þér?“
„Hvaða vitleysa," segir bóndi, „það er
ekkert að mér.“
„Jú, það er eitthvað að,“ segir strákur.
Síðan halda þeir áffarn. Næst þegar þeir
stansa, imprar stráksi á því sama:
„Víst situr þú einkennilega á hestinum.
Þú hallast, eins og þú eigir bágt með að
sitja."
„Hvaða vitleysa er þetta í þér,“ segir
bóndi. „Ég sit bara eins og aðrir menn. Það
sitja allir svona.“
Áfram er haldið og bóndi er alltaf góðan
spöl á undan. í þriðja skipti á þeir og þegar
strákur er kominn af baki, segir hann við
bónda:
„Nú veit ég hvað er að þér. Þú ert með
gyllinæð.“
„Hvaða kjaftæði er þetta, ég er ekki með
neina gyllinæð," segir bóndi.
„Víst ertu með gyllinæð," segir strákur.
„Ég skal veðja við þig fímmtíu krónum um
að þú ert með gyllinæð.“
„Já, ég skal veðja við þig. Ég er sko alls
ekki með gyllinæð," segir bóndi.
„Hvemig ætlarðu að sanna mér það,“
segir strákur.
„Ég skal sýna þér það þegar heim kemur,
þá geturðu sannfærst sjálfúr, en fimmtíu-
kallinn skal ég fá,“ segir bóndi.
Seint um sumarið átti bóndi leið til
Reykjavíkur og kom þá í búðina til kaup-
mannsins á Hverfisgötunni. Þegar um hægist
í búðinni, víkur kaupmaður sér að bónda og
spyr hvemig honum líki við strákinn.
„Vel,“ segir bóndi, ,Jiann er duglegur, ég
hef mikið gagn af honum.“
„En,“ segir kaupmaður, „hefúr hann ekki
viljað veðja við þig?“
„Nei, nei, það er ekki neitt, ja, utan dag-
inn sem við fórum austur,“ segir bóndi.
Varð nú kaupmaður all forvitinn og spyr
bónda um hvað þeir hafi veðjað.
Bóndi skýrir satt og rétt ffá öllu um veð-
málið og að hann hafi unnið.
„Hvemig fórstu að því að sanna mál þitt
fyrir honum,“ spyr kaupmaður.
„Nú, ég sýndi honum það þegar heún
kom,“ svarar bóndi.
„0, hver andskotinn," hrópar kaupmaður.
„Það seinasta sem hann gerði áður en hann
fór með þér austur, var að veðja við mig
hundrað krónum um að hann skyldi sjá í
beran rassinn á bónda, fyrsta kvöldið sem
266 Heima er bezt