Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 58
Vorið 1941 sótt ég um skólavist á Bændaskólanum
á Hvanneyri í Borgarfirði. Skólastjóri þar var þá
Runólfur Sveinsson.
Eg fékk jákvætt svar. Skólann átti að setja 15. október
það haust og var ég þar tvo vetur og eitt surnar. Ljúka átti
prófi sem búfræðingur um mánaðamótin apríl-maí 1943.
Skólakostnaður skyldi greiddur fyrri veturinn en 1400
klukkustundir þurfti til að vinna fyrir kostnaði síðari vet-
urinn.
Mörgum þótti það of mikið vinnuframlag. Þó man ég
ekki eftir að nein óánægja hlytist af því.
Vor og haust var svokallaður verknámstími, mig minnir
6 vikur að vori og 4 að hausti. Gert var ráð fyrir stuttu
sumarfríi, ég held hálfan mánuð.
Samgöngur voru þá með þeim hætti að ekki borgaði sig
fyrir nemendur að fara heim í sumarfríið nema fyrir þá
sem áttu heima sunnan Holtavörðuheiðar eða vestan
Vestur-Skaftafellssýslu.
Ef menn unnu meira en 1400 klukkustundir yfir sumar-
ið fengu þeir greidda umframvinnuna við lokauppgjör. Ef
nemendur hins vega skiluðu ekki umsömdu vinnufram-
lagi, urðu þeir að greiða það sem upp á vantaði þegar upp
var gert.
Á þessum árum voru ekki komnar mjaltavélar á
Hvanneyri svo það þurfti að handmjólka kýrnar, en þær
voru um 70. Nemendur voru fengnir til þess en margir
voru tregir að taka það að sér. Sumir lítt vanir mjöltum,
enda voru þá víða aðeins tvær kýr á heimili, en gert var
ráð fyrir að 6 piltar mjólkuðu kýrnar, eða allt að 10 kýr
hver, því alltaf voru 10-12 kýr sem ekki þurfti að mjólka
vegna þess að þær voru komnar nálægt burði.
Mjaltir hófust klukkan 6 að morgni og átti að vera lokið
7:30. Mjólkurbíllinn kom klukkan 8 að sækja mjólkina.
Eins og ég vék að hér á undan, voru samgöngur afleitar
milli landshluta, það varð að treysta eingöngu á strand-
ferðaskipin, en þau fóru einu sinni í mánuði í svokallaðar
hringferðir og komu þá á allar venjulegar hafnir. Fluttu
þau farþega, vörur og póst.
Aðra ferð í mánuði fóru þau, svokallaða hraðferð, og
komu þá á stærri hafnir og fluttu aðeins farþega og póst.
Þannig stóð á ferðum haustið 1941 að strandferðaskip-
ið kom á Breiðdalsvík á suðurleið í strandferð 28. sept-
ember og næsta ferð var ekki fyrr en 26. október. Mér
fannst því ómögulegt að fara með fyrri ferðinni og hanga
svo verklaus á Hvanneyri í hálfan mánuð. Enda var þetta
á þeim tíma sem haustannir voru miklar, bæði smala-
mennskur og sláturtíð. Ég ákvað því að fara ekki fyrr en
26. október. En þá hittist svo á að ég var eini farþeginn
sem ætlaði með Esjunni þessa ferð suður frá Breiðdalsvík
og lítið af vörum. Mér var því tilkynnt að ef ég ætlaði
með þessari ferð yrði ég að koma til Fáskrúðsfjarðar 25.
október.
Frá heimili mínu, Gilsá í Breiðdal, er ekki nema fjög-
urra stunda ferð til Fáskrúðsfjarðar, því heiðin þar á milli
er einmitt beint fyrir ofan Gilsá, heitir Reindalsheiði og
er 860 metra há.
Tíðarfar hafði verið gott um haustið, enginn nýr snjór
hafði komið á heiðina, svo við gátum farið á hestum, en
þessi leið var fjölfarin, einkum á sumrum.
Ég fékk nágranna minn, sjötugan mann, til að fylgja
mér á Fáskrúðsfjörð og fara með hestinn minn tilbaka.
Honum leist vel á að ég væri að fara á bændaskóla,
enda var hann búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Eið-
um, sem stofnaður var 1883. Hann hafði einnig verið í
skólanum í Olafsdal, mig minnir á námskeiði eða nám-
skeiðum. Hann var mikill áhugamaður um búskap, alveg
fram í háa elli.
Ferðin til Fáskrúðsfjarðar gekk að óskum, því sólskin
var og blíðskapar veður, eða eins og haustveður getur
best verið.
298 Heima er bezt