Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Side 15

Heima er bezt - 01.07.2001, Side 15
annaðist þar Póst og Síma til hausts 1962. Það var einskonar afleysing en mér bauðst að taka starfið að mér til frambúðar. Þrátt fyrir það og þótt allir væru mér vinsamlegir, langaði mig ekki til að festa mig í því starfi. Eg kvaddi því heimahérað í bili og hélt vestur á firði. Á Flateyri var þá risið nýtt og myndarlegt skólahús með smíða- stofu. Skólastjórinn, Hjörtur Hjálm- arsson, sem ég þekkti að góðu einu, hvatti mig til að sækja um kennara- starf og taka að mér smíðakennsluna. Ég lét tilleiðast með hálfum huga, réttindalaus maður, en úr þessu varð 15 ára starf vestra. Ég réttlætti þá breytni mína fyrir sjálfum mér með náminu í Handíðaskólanum og á Hvanneyri, reynslunni frá Reykhól- um og því að Hjörtur skólastjóri hafði leitað eftir þessu. Margt fannst mér merkilegt við líf og störf Vestfirðinga eins og það kom mér fyrir sjónir, enda hafa þeir átt marga menningarfrömuði fyrr og síðar. Þarna varð maður þátttakandi í margs konar félagsmálum en reyndar einnig áður og eftir dvölina þar. Ymislegt hefur reynst Vestfirðing- um þungt í skauti á síðari árum með byggðahruni og dapurlegum framtíð- arhorfum sumsstaðar. Núorðið sækir þangað fjöldi útlendinga, frá ýmsum þjóðlöndum, og tæki líklega með þökkum við þessum landshluta ef við nenntum ekki lengur að búa þar. Skáldskapur og áhugamál Margt af minu fólki og þeim sem ég umgekkst í æsku, hafði áhuga á Ijóð- um og bundnu máli. Slíkt er líklega smitandi og ég tók bakteríuna snemma. Hef alltaf haft gaman af góðum kveðskap og er gamaldags í því efni. Frá upphafi vega hefur ljóðagerð verið okkar þjóðaríþrótt og er á einum stað fornum og góðum, kölluð „íþrótt vammi firrð.“ Því miður hefur víst þeirri íþrótt hrakað nokkuð í seinni tíð og hún jafnvel þurft að þola aðkast nýtískufólks. Eitt af mínum áhugamálum er þó það að við köstum ekki frá okkur þessum forna menningararfi en sýn- um honum fullan sóma. Stundum hef ég reynt að gera eitt- hvað í málinu sjálfur í stað þess að heimta af öðrum. Brotasilfur JJm grundina liggja hin beygluðu brot afborðsilfri liðinna tíða, hulin af gróðri og grafin í mold, þó glittir í skrautmuni víða. Fágaða kjörgripi mótaða mynt. Margskonar störfum á bænum er sinnt en verðmœti liggja í leirnum og bíða. Eg ætlaði stundum að taka mig til og tína þá forngripi mína saman og skíra af skófum og leir, skrautflúrið heiminum sýna. Smámynt og brotsmælki brœða á ný, breyta með hugviti gersemar í, láta það silfur í Ijósbrotum skína. En tíminn er knappur ogframtakið fer ífjárstúss og gullbókalestur, brauðstrit og skemmtanir, fundi ogflakk, friðinn við uppgröftinn brestur. Ég keypti mér hljómjlutningsgræjur í gœr, gígantísk desibel framleiða þœr. Sól er að lœkka og sígur í vestur. Þjóðráð Hann Þjóðráður situr á grœnni grein og grandskoðar samtíðarmeinin: Hvað skapar hin sífelldu mannlífsmein? Að mati vors lærdóms er skýringin ein: Það er bannsetta grœna greinin! Þessi grein hún er úrelt, sliguð ogslöpp. Hún slapir og veldur mér ama. Hún lifir í skugga og kjör hennar kröpp; af kræklóttri grein hljótast vafasöm höpp. - Hún torveldar farsœld ogframa. Nú saga ég hana með dirfsku og dug! - Æ drottinn minn, er ég að hrapa? Undir er holurð og hengiflug! A hausnum ég lendi! - mér datt það í hug að fallhættu frumgreinar skapa. Óvissa um framtíðarbúsetu Vorið 1977 kvaddi Eysteinn Önund- arijörð og hélt til baka á bernsku- stöðvar. „Foreldrar mínir, sem nytjað höfðu hálfar Skáleyjar í 50 ár og með aðstoð okkar venslamanna síðari árin, létu því nú lokið ásamt fjöl- skyldunni á hinni hálflendunni. Valið stóð um það að setjast þarna að eða láta fólk á ijarlægum slóðum kaupa þessa „ættjörð“ okkar sem leikfang. Það var ekki erfitt val. Við bræður náðum eignarhaldi á hálfri jörðinni en erum landsetar Jarðasjóðs á hin- um hlutanum að mestu leyti. Ymislegt hefur verið gert síðan 1977 í þeim tilgangi að stuðla að framtíðarbúsetu og margir hafa verið okkur hliðhollir í því efni. Á þessum árum var í tísku eins konar afturhvarf frá borgarmenningu til „sveitasælunnar“ þótt nú sé öldin önnur. Til okkar réðist þá sem bú- stýra, lífsreynd og mikilhæf kona, upprunnin í Reykjavík, en kunnug sveitalífi og hafði áhuga á því. Okk- ur kom saman um að eiga samleið framvegis, en því miður fór það þó á annan veg að nokkrum árum liðnum. Við eignuðumst þrjú börn sem nú eru uppkoinið fólk og hafa verið hjá okkur báðum í uppvextinum. Nú er hér jafnan fámennt að vetr- arlagi en ýmsir koma með farfuglun- um á vorin og fara með þeim á haustin. Báðir eigum við bræðurnir uppkomin börn en hvort þau eða aðr- ir vilja búa hér í framtíðinni veit víst enginn. „Guð veit það ekki, englarnir vita það ekki, varla að ég viti það sjálfur," eins og presturinn sagði.“ Það hefur verið ógleymanlegt að vaka eina nótt hér í Skáleyjum í góð- um félagsskap og sjá sólina koma upp að morgni. Fátt truflar, mikið ólíkt því sem flestir nútímamenn búa við, þar sem allir eru að flýta sér. Hérna gerast allir hlutir þrátt fyrir það. Það er ekki hægt að hlaupa út í búð á fimm mínútum og í rauninni ekkert sem vantar nema gerviþarfir. Enginn verður samur eftir veru á þessum stað. Heima er bezt 255

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.