Gátt - 2016, Blaðsíða 19

Gátt - 2016, Blaðsíða 19
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 19 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 og áætlanir um að breyta skipan þess. Báðar skýrsl- urnar eru sammála um mikilvægi samstarfs við samtök atvinnurekenda og launþega í þessum efnum og talað er um samstarfsnefndir og ráð (sjá MM:17.2–17.2.2 og NA:4.2.1). Í báðum skýrslum er lögð áhersla á nám á vinnustað sem mikilvægan hluta starfsmenntunar, þrepa nám og að unnið verði að uppbyggingu stuttra starfsnámsbrauta (MM:17.4 og NA:4.1.1). Í skýrslunni Nefnd um mótun menntastefnu (1994) er talað um breyttar ytri aðstæður í efnahags- og atvinnulífi og upp- byggingu atvinnulífs sem stenst alþjóðlega samkeppni. Mikil- vægi menntakerfisins er áréttað í þessari uppbyggingu, ekki síst starfsnáms á framhaldsskólastigi. Meðal annars segir: Jafnframt eflir vandað starfsnám almennt menntunar- stig þjóðarinnar og treystir efnahags- og menningar- lega stöðu hennar í samfélagi þjóða, þar sem samkeppni um gæði vöru, þjónustu og vinnuafls fer sífellt vaxandi. Starfsnámið þarf á hverjum tíma að mæta kröfum sem gerðar eru til starfsfólks á vinnumarkaði. Því er æski- legt að stefnumótun um starfsnám haldist í hendur við mótun atvinnustefnu, svo að sem best samræmi ríki milli atvinnuþróunar í landinu og áhersluatriða í starfsnámi. Árið 2012 kom út á vegum forsætisráðuneytisins skýrsla undir heitinu Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi. Í skýrsl- unni er farið yfir stöðuna á vinnumarkaði sem enn og aftur bendir til mikilvægis starfsmenntunar: Á undanförnum áratugum hefur dregið úr eftirspurn eftir ósérhæfðu starfsfólki í OECD ríkjum. Tvær meginskýr- ingar eru á þessari þróun. Í fyrsta lagi gera tæknifram- farir fyrirtækjum kleift að skipta út ófaglærðu starfsfólki fyrir tæki og tölvubúnað. Í öðru lagi eru ófaglærð störf að færast í auknum mæli til fátækari ríkja þar sem vinnuafl er ódýrt. Aðildarríkin þurfa því að treysta meira á nýjar hugmyndir á sviði vörugæða og þjónustu til að viðhalda samkeppnishæfni og hagsæld í framtíðinni. Í nýjustu færnispá Cedefop er almennt gert ráð fyrir aukinni þörf fyrir starfsfólk með háskólamenntun á evrópskum vinnu- markaði til 2020. Spurn eftir starfsfólki með menntun á framhaldsskólastigi mun halda áfram að aukast eins og verið hefur á síðustu áratugum. Mörg störf munu krefjast sérhæfðrar framhaldsmenntunar, sérstaklega þeirrar verkmenntunar sem byggir á iðnaðar- og tækni- þekkingu. Þörf fyrir starfsfólk með grunnmenntun, þ.e. menntun sem hér er veitt í grunnskóla mun hins vegar halda áfram að minnka. (Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, kafli 1,7). Í skýrslunni er lögð áhersla á aukið vægi verk- og tæknináms á öllum skólastigum og er sett fram tímasett áætlun um eflingu þess á framhaldsskóla- og háskólastigi. Jafnframt að aukin áhersla verði á verk- og tæknigreinar í grunnskólum. Einnig er lögð áhersla á að atvinnulífið kynni framtíðarsýn um tenginguna milli menntastefnu og framtíðaruppbygg- ingar atvinnulífsins. Mikilvægt sé að stöðugt samtal fari fram á milli atvinnulífs og skóla og atvinnulífið eigi að leggja fram kröfur sem hægt sé að framkvæma og hæfnimarkmið sem skólarnir geti mætt. Loks ber að geta Hvítbókar um umbætur í menntun (2014) sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra hafði forystu um að yrði unnin í sinni tíð sem mennta- og menningarmálaráðherra. Í henni er lögð áhersla á að koma á markvissu og skilvirku starfsnámi sem höfðar jafnt til yngri sem eldri nemenda. Verkefnishópur hvítbókar um starfsmenntun setur fram níu tillögur að aðgerðum sem tengjast ábyrgð gagnvart nemendum í starfsnámi, breiðu grunnnámi, inn- og útgönguleiðum, ferilbókum, víxlverkun, íslenskum hæfniramma, hæfnikröfum, aðgangsstýringum og menntaklösum. Jafnframt er þar að finna tillögur um hvernig megi byggja upp fagháskólastig til framtíðar. Markmið eru sett um fjölgun nemenda sem velja starfsnám á framhalds- skólastigi og ljúka því. Einnig eru sett markmið um að efla vinnustaðanám og skapa aðstöðu fyrir alla nemendur til að ljúka námi. Að lokinni þessari yfirferð má telja að Gerður Óskarsdóttir hafi rétt fyrir sér í grein sinni í Morgunblaðinu (1994) þegar hún segir að lagasetning og stefnumörkun um menntamál á undanförnum árum á Íslandi bendi til þess að samstaða sé í landinu um meginstefnuna í menntamálum. Ljóst er að þær skýrslur sem vitnað er til hafa verið unnar af ólíkum stjórn- málaflokkum með ólíkar pólitískar áherslur. Mér finnst ljóst af þessum lestri að þunginn í tillögum og aðgerðaráætlunum eykst eftir því sem nær dregur í tíma. OECD vann skýrslu um starfs- og verkmenntun á Íslandi árið 2013 og í henni er lýst nokkrum af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir varðandi starfsmenntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.