Gátt - 2016, Blaðsíða 47

Gátt - 2016, Blaðsíða 47
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 47 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 F O R S A G A N Fræðslusetrið Starfsmennt stýrði verkefni um raunfærnimat fyrir tanntækna í samstarfi við fjölda aðila á árunum 2014 til 2016. Gekk verkefnið svo vel að sækja þurfti um aukafjár- magn og stuðning frá Fræðslusjóði atvinnulífsins til að geta klárað verkefnið. Forsaga málsins er sú að haustið 2012 fékk Fræðslumið- stöð atvinnulífsins (FA) styrk frá Evrópusambandinu (ESB) í gegnum Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA) styrkjakerfið. Verkefni FA bar heitið Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þessi styrkur kom í kjölfarið á umsókn Íslands að ESB en þar sem hætt var við aðildarumsókn 2013 dró ESB styrkinn til baka á árinu 2014. Eitt af síðustu verkefnunum, sem fékk IPA styrk, var raunfærnimat tanntækna. Bjóða átti aðstoðar- fólki tannlækna, sem uppfylltu ákveðin skilyrði, raunfærni- mat verklegra greina á móti námskrá tanntæknabrautar og hvetja það til að ljúka námi í tanntækni. FA leiddi saman Fjölbrautaskólann í Ármúla (FÁ) og Fræðslusetrið Starfsmennt sem í samstarfi útbjuggu gátlista fyrir verkefnið. Að lokinni grunnvinnu var kannað verð verk- efnisins þar sem öllum símenntunarmiðstöðvum gafst tæki- færi til að bjóða í framkvæmd þess. Starfsmennt var spennt fyrir þessu verkefni og hafði áhuga á að afla sé meiri þekk- ingar og reynslu af raunfærnimatsvinnu með stórri kvenna- stétt. Starfsmennt starfar aðallega innan opinbera geirans en hér rerum við á önnur mið sem reyndust ansi fengsæl og stærri en við gerðum ráð fyrir. Skemmst er frá því að segja að Starfsmennt fékk verk- efnið og myndaður var stýrihópur sem samanstóð af fram- kvæmdastjóra og verkefnastjóra Starfsmenntar, tveimur aðilum frá Félagi tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna (FTAT) og kennslustjóra tanntæknabrautar FÁ. Samningur um verkefnið var undirritaður 20. mars 2014 og mið- aði við 15 þátttakendur +/− fjórir. Að hámarki var reiknað með 19 þátt- takendum. Gert var ráð fyrir að öflun þátttakenda yrði lokið í september og þá gæti vinnan hafist við raunfærnimatsferlið og því yrði lokið í júní 2015. Boðið var upp á raunfærnimat í 53 einingum eða 88 feiningum aðallega í verklegum greinum tanntæknabrautar. Gert var ráð fyrir að hver þátttakandi tæki að meðaltali 25 einingar eða um 42 feiningar. Ö F L U N U M S Æ K J E N D A Eins og fram kom fyrst í greininni voru inntökuskilyrðin þau að miðað var við 25 ára aldur, fimm ára starfsreynslu og umsækjandi þurfti að hafa tekið að minnsta kosti 24 SÓLBORG ALDA PÉTURSDÓTTIR G Ó M A Ð U R É T T I N D I N – R A U N F Æ R N I M AT TA N N TÆ K N A „Viltu verða tanntæknir og fá starfsreynslu og fyrra nám metið til framhaldsskólaeininga? Ertu 25 ára eða eldri? Hefurðu starfað í fimm ár eða lengur í faginu? Hefurðu lokið a.m.k. 24 klukkustundum í starfstengdu námi? Ef þú svarar öllum þessum spurningum játandi er upplagt fyrir þig að skrá þig í raunfærni- mat tanntækna hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt.“ Svona hljómaði auglýsing sem birtist í blöðum, tímaritum og víðar á vordögum 2014. Sólborg Alda Pétursdóttir Sólborg Alda Pétursdóttir verkefnastjóri Starfsmenntar, Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri tann- tæknabrautar og Ásthildur Dóra Kjartansdóttir kennari hressar og kátar í tilefni útskriftar og loka- verkefnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.