Gátt - 2016, Blaðsíða 49

Gátt - 2016, Blaðsíða 49
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 49 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 á tanntæknabrautinni. Í upphafi haustannar 2014 fengu kon- urnar að vita hvaða áfanga vantaði hjá þeim í það heila svo að þær gætu útskrifast sem tanntæknar en allar stefndu þær að því. Sumar byrjuðu strax í fjarnámi í bóklegu greinunum sem þær þurftu að bæta við sig ásamt því að vera í raun- færnimatinu í þeim verklegu. Ráðgert var af hálfu skólans að útbúa síðan hnitmiðuð námskeið í þeim verklegu greinum sem þátttakendur tóku ekki í raunfærnimatinu. S K O R T U R Á F J Á R M A G N I Þegar leið að vori 2015 voru fjármunir sem höfðu fengist til verkefnisins á þrotum. Nú voru góð ráð dýr þar sem töluvert vantaði upp á að búið væri að meta alla áfanga sem þátt- takendur höfðu valið. Ákveðið var að sækja um viðbótarfjár- magn til Fræðslusjóðs atvinnulífsins þegar opnað yrði fyrir umsóknir í september. Fræðslusjóður varð við þeirri beiðni og um áramót 2015/2016 var búið að tryggja áframhald og lok verkefnisins. Var ákveðið að stefna að því að raunfærni- matinu yrði lokið í júní 2016. Eins ætlaði FÁ að vera búinn að halda námskeiðin í verklegu greinunum fyrir vorið því nokkrir þátttakendur voru á þröskuldi þess að útskrifast sem full- gildir tanntæknar í maí. S A M V I N N A N Með samstilltu átaki allra tókst þetta. Sérstaklega ber að þakka ósérhlífni matsaðila og þátttakenda sjálfra sem voru tilbúnir að leggja þetta allt saman á sig, mæta í raunfærni- mat og á námskeiðin þegar kallað var eftir því hvort sem var um helgar eða á virkum dögum. Vinnuveitendur þátttakenda sýndu mikinn sveigjanleika og voru tilbúnir að gefa frí úr vinnu vegna matsins. Lagt var af stað í upphafi með að þátt- takendur tækju raunfærnimatið utan vinnutíma en það gekk ekki upp vegna þeirra fjölda áfanga sem metnir voru. Matsaðilar voru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig til að ná að klára að meta alla. Þeir þurftu meðal annars að fara vítt og breitt um landið til að meta á tannlæknastofunum þar sem þátttakendur unnu. Meðal annars vörðu þeir frítíma sínum til að koma við á tannlæknastofum úti á landi ef þeir áttu leið hjá. Starfsmennt studdi eins vel við matsaðila og þátttakendur eins og hægt var og bauð þátttakendum til að mynda upp á sjálfstyrkingarnámskeið og stuðningsviðtöl. F Y R I R M Y N D A R V E R K E F N I Að mati Starfsmenntar er þetta raunfærnimatsverkefni til fyrirmyndar þar sem Starfsmennt, matsaðilar og skólinn lögðu allt í sölurnar til að koma til móts við þá einstaklinga sem tóku þátt í matinu. Þess má geta að 9 konur úr hópnum útskrifuðust sem tanntæknar síðastliðið vor. Hinar ætla sér að ljúka náminu með tíð og tíma. A Ð L O K U M Það er viss áskorun fólgin í því að taka þátt í raunfærnimats- verkefnum. Sótt er um fyrir ákveðinn fjölda þátttakenda og áætlaðar teknar einingar/feiningar. Raunin verður oft önnur en gert var ráð fyrir og stundum á þann veg að allt fer fram úr áætlun. Þá getur orðið erfiður róður að ljúka verkefnum. Það sem gerði það að verkum að það tókst að ljúka þessu verkefni með glæsibrag voru einkum sterkt fagfélag (FTAT) sem studdi vel við verkefnið, áhugasamir þátttakendur, fórn- fúsir kennarar (matsaðilar), jákvæður framhaldsskóli, öflugt utanumhald og skjót viðbrögð fjármögnunaraðila (Fræðslu- sjóður atvinnulífsins). Ef allt þetta er til staðar er gaman að takast á við áskoranir vitandi það að allir leggjast á eitt til að allt gangi upp. U M H Ö F U N D I N N Sólborg Alda Pétursdóttir er verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt. Hún lauk B.Ed .-prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1985 og námi í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 1992. Hulda Anna Arnljótsdóttir framkvæmdastjóri Starfsmenntar afhendir viðurkenningarskjöl og rósir til þátttakenda í tilefni útskriftar úr raunfærnimatinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.