Gátt - 2016, Blaðsíða 33

Gátt - 2016, Blaðsíða 33
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 33 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 Mynd 1 – Staða raunfærnimats hjá þjóðum Evrópu Margt bendir til þess að aðilar vinnumarkaðarins séu tilbúnir til að skoða alvarlega hvort raunfærnimat sem byggir á við- miðum atvinnulífsins nýtist á vinnumarkaði og ef svo er, að vinna að því að koma slíku kerfi á. Hugsanlegum ávinningi af slíku kerfi er lýst í töflunni hér fyrir neðan. Í skýrslunni Fjárfestum í hæfni starfsmanna, sem unnin var af vinnuhópi á vegum Stjórnstöðvar ferðamála í janúar síðastliðnum, kemur eftirfarandi fram: Raunfærnimatið felur í sér mat á hæfni starfsmanna á móti störfum og námskrá og nýtist við að einstaklings- miða nám og votta hæfni einstaklinga og byggja upp þekkingu innan fyrirtækja. Markmiðið er að bæði starfs- menn og fyrirtæki nýti sér ávinninginn sem felst í því að gera bæði hæfnikröfur og færni sýnileg. Í kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og Flóabandalags, VR og Starfsgreinasambandsins (SGS) hins vegar er að finna eftirfarandi bókun: Samningsaðilar munu vinna að því að meta nám/raun- hæfni til launa á tveimur þrepum á grundvelli hæfni- greiningar starfa. Áætlun verði gerð um greiningu starfa með aðkomu beggja aðila í samráði við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, þar sem hæfniþættir starfs eru settir upp í námskrá. Þann 12. október 2016 var gefinn út Hæfnirammi um íslenska menntun. Það er sýn FA að hann muni í einfaldleika sínum reynast öflugt tæki til að efla samtal atvinnulífs og fræðsluaðila um þekkingarþörf og að tilkoma hans marki tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar mennt- unar sem fer fram bæði með námi og starfi en hæfniramminn nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms. Samhliða útgáfu rammans var undir- rituð yfirlýsing af helstu hagsmunaaðilum um sameiginlegan skilning á hæfnirammanum. Þar segir meðal annars: Ramminn hefur tvíþættan tilgang; annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hins vegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa. Hann nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms. Miðað er við að hægt sé að tengja nám, óháð því hvar það er kennt, við hæfniþrep rammans. Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins hvað varðar þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Ramminn eykur þannig gagnsæi og varpar ljósi á þá hæfni sem einstakl- ingur býr yfir að loknu námi á tilteknu þrepi. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrá, við starfsþróun og í umsókn um nám. Næstu misseri munu leiða í ljós hvernig til tekst og hvort raunfærnimat sem byggir á hæfniviðmiðum atvinnulífsins verði að veruleika. Þó að mörgum spurningum sé ósvarað, til dæmis hvað varðar aðferðafræði, fjármögnum, notkun á nið- urstöðum, gæðakröfur og þekkingaruppbyggingu að loknu mati, þá má segja í stuttu máli að fyrsta skrefið í þessari veg- ferð sé það að hagsmunaaðilar skoði málið af fullri alvöru. Sú vinna er hafin og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þátt í henni. H Æ F N I G R E I N I N G A R S TA R F A – F O R S E N D A F Y R I R R A U N F Æ R N I M AT I Forsenda þess að mögulegt sé að þróa raunfærnimat, þar sem hæfniviðmið atvinnulífs eru notuð í stað hæfniviðmiða námsskrár, er að til staðar séu hæfnigreiningar fyrir við- komandi starf eða starfalínur. Niðurstöður hæfnigreiningar kallast starfaprófíll og inniheldur skilgreiningu á viðkomandi starfi og hæfnikröfur starfsins. Lýsing á hæfnikröfum eru við- mið sem nota má til að hanna nám og/eða meta raunfærni auk þess sem þrepaskipting hæfnikrafnanna getur nýst sem markmið í starfsþróun. Þegar atvinnulífið kemur að greiningarvinnu halda eflaust margir að þar sé um að ræða endalausa upptalningu á verkefnum sem starfsmaðurinn þarf að geta sinnt. Vissu- lega er gerð grein fyrir þessum verkþáttum en í flestum til- vikum eru kröfur um yfirfæranleg viðmið (e. soft skills), svo sem frumkvæði, getu í samskiptum og að axla ábyrgð, mjög áberandi. Það má því segja að útkoman minni stundum á atvinnuauglýsingar nema að niðurstöður greiningarvinn- unnar eru mun ítarlegri. Nánar má lesa um aðferðafræði og afurðir hæfnigreininga sem FA framkvæmir á heimasíðu FA, www.frae.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.