Gátt - 2016, Blaðsíða 59

Gátt - 2016, Blaðsíða 59
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 59 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 bílamálun og réttingar, vinna við rafmagn og viðgerðir á flutningagámum ásamt rekstri mötuneytis og ræstingar. F Y R S TA S TA R F S Þ J Á L F U N A R V E R K - E F N I Ð Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 fjölgaði mjög atvinnu- leitendum af erlendum uppruna sem voru á atvinnuleysis- skrá. Þörfin fyrir „eitthvað meira en íslensku“ var brýn. Í kjöl- farið voru hjá Mími-símenntun þróuð nokkur námskeið sem áttu að efla íslenskukunnáttu þátttakenda, almenna virkni og menntun á sérstökum sviðum. Námskeiðin, sem voru 100 kennslustundir hvort, nefndust Íslenska og tölvur og Íslenska og útivist og voru fjölmargir hópar sem tóku þátt í námskeið- unum á árunum 2009–2011. Árið 2012 fengu Mímir-símenntun og Efling-stéttarfélag styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir verk- efnið Íspól. Hugmyndin var að hluta til byggð á verkefninu Yrkja sem Mímir og Efling hlutu Evrópumerkið fyrir árið 2011. Í Íspól var þungamiðjan íslenskukennsla en námsgreinar þó afar fjölbreyttar eins og sjálfsstyrking, upplýsingatækni, fjár- mál, starfsleit, enska, samfélagsfræði, ásamt hreyfingu og útivist. Gulrótin var síðan starfsþjálfun á vinnustað. Mark- hópurinn var atvinnulausir Pólverjar sem voru félagsmenn Eflingar. Þátttakendur voru ungt fólk á aldrinum 20–40 ára. Nemendur héldu dagbók á meðan á námi og starfsþjálfun stóð og í lok verkefnisins var farið yfir sameiginlega reynslu þátttakenda af vinnunni og náminu. Í framhaldi stóð öllum til boða viðtal við náms- og starfsráðgjafa Mímis. Starfs- þjálfunin eða kynningin varði í eina viku. Mikil vinna var lögð í að finna vinnustaði í samræmi við áhugasvið eða menntun nemendanna enda var úrval vinnustaða fjölbreytt í þessum fyrsta hópi. Má þar til dæmis nefna að búningadeild Borgar- leikhússins, bensínstöð, vöruhús og leikskólar tóku við nem- endum í starfsþjálfun. Verkefnastjóri verkefnisins lýsti því svo að morguninn sem hún var á leiðinni í vinnunna hefði verið einstaklega góð tilfinning að hún vissi að allir nemendurnir væru líka að fara á vinnustað, kannski í fyrsta skipti í nokkur ár. Árangur þessa verkefnis var góður. Allir nemendur luku tímabilinu á vinnustaðnum og fengu góð meðmæli og nokkrir fengu vinnu í kjölfarið. Reynslan sýndi að þetta var hægt, að það var þörf fyrir verkefni af þessu tagi og að þau buðu upp á mikla möguleika til þróunar og nýsköpunar. Efnahagskreppan í heiminum á þessum árum jók á þörfina fyrir að þróa nám fyrir innflytjendur sem hefði það að markmiði að samþætta tungumálaþjálfun og tengsl við vinnumarkaðinn. Starfsmenn Mímis hafa aflað sér þekkingar um slík verkefni bæði á Norðurlöndunum og í fyrrgreindu Leonardo verkefni í Belgíu. Á F R A M S K A L H A L D I Ð Í framhaldi af góðum árangri af Íspól-verkefninu var ákveðið að bjóða Vinnumálastofnun námsleiðirnar Landnemaskóla 1 og 2 auk starfsþjálfunar í tvær vikur. Á þessum tíma var atvinnuleysi meðal innflytjenda enn viðvarandi og töluverður hópur hafði verið atvinnulaus í langan tíma. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir. Þrír stórir hópar hófu námið og voru jafnt karlar og konur í hópi þátttakenda. Námsgreinar í Land- nemaskólanum eru íslenska, samfélagsfræðsla, sjálfsstyrking og þjálfun í notkun tölva. Leitað var til Reykjavíkurborgar Íslenskuþorpsaðferðin – ferlið: Nemendur, íslenskunámið og vinnustaðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.