Gátt - 2016, Blaðsíða 56

Gátt - 2016, Blaðsíða 56
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 56 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR OG FJÓLA MARÍA LÁRUSDÓTTIR R Á Ð G J Ö F Í AT V I N N U L Í F I N U – W O R K L I F E G U I D A N C E Fjóla María Lárusdóttir Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur undanfarin tvö ár stýrt verkefninu Ráðgjöf í atvinnulífinu (Worklife guidance) en það er styrkt af Erasmus+ KA2 áætlun Evrópusambands- ins. Verkefnið var unnið í samstarfi fimm landa, Austurríkis, Finnlands, Hollands, Svíþjóðar og Íslands. Verkefnið hófst 1. september 2014 og lauk 31. ágúst síðastliðinn. T I L G A N G U R O G M A R K M I Ð V E R K - E F N I S I N S Verkefnið Ráðgjöf í atvinnulífinu (Worklife Guidance) bygg- ist á þeirri sýn að símenntun og færniþróun fari að miklu leyti fram á vinnustöðum. Samkvæmt Jens Fischer Kotten- stede fer mikil ef ekki mest símenntun fram á vinnustað ein- faldlega með því að þjálfa og bæta færni í daglegu starfi (European Lifelong Learning Magazine, 2014). Þetta styðja einnig niðurstöður PIAAC-könnunarinnar (Programme for International Assessment of Adult Competencies) sem Efna- hags- og framfarastofnunin OECD stendur fyrir. Vinnustaðir eru því mikilvægt lærdómsumhverfi. Þessu þarf að gefa vægi og vinnustaður og starfsmaður/einstaklingur þurfa að bera sameiginlega ábyrgð á framþróun og uppbyggingu á færni. Verkefnið snýst um að tengja saman aðferðir sem not- aðar eru í náms- og starfsráðgjöf á vinnustað, raunfærnimati og mannauðsstjórnun. Meginhugsunin er að draga fram það nám og þjálfun sem fram fer á vinnustaðnum og aðstoða við- komandi fyrirtæki og starfsmenn við að byggja upp lærdóms- fyrirtæki og trúna á að skipulögð færniþróun í þágu beggja aðila sé sameiginlegt hagsmunamál. Stefnt var að því að þróa tæki til að: • styrkja stjórnendur í aðferðafræði ráðgjafar, • hvetja starfsmenn til starfsþróunar, meðal annars til að mæta kröfum/þörfum atvinnulífsins, • auka starfsþróunarhæfni einstaklinga/starfsmanna (CMS), • efla trú á sameiginlegan ávinning af hæfnigreiningu og viðeigandi ráðgjöf og þjálfun, • hvetja til betri nýtingar fjármuna til starfsþróunarmála. A F U R Ð I R V E R K E F N I S I N S Meginafurðir verkefnisins eru þrjár: 1. Samanburðarskýrsla samstarfslandanna, Þróun ráðgjafar á vinnustöðum – samanburður á aðferðum og tækjum. Teknar voru saman upplýsingar í hverju landi um stöðu náms- og starfsráðgjafar og skipulag og aðferðir sem notaðar eru; raunfærnimat og mannauðsstjórnun. Niðurstöður leiddu í ljós að náms- og starfsráðgjöf er framkvæmd af mismunandi hagsmunaaðilum í öllum löndunum og er svipuð í formlega skólakerfinu allra landanna. Möguleikar á ráðgjöf fyrir fólk á vinnumarkaði eru fjölbreyttir og framkvæmdin ólík eftir löndunum. Í Hollandi er til dæmis algengt að ráðgjöf fyrir fullorðna sé framkvæmd af einstaklingum og einkafyrirtækjum, sjá nánar: http://media.wix.com/ugd/667e11_18f4c341 48924d25a73c98ddb7134d15.pdf 2. Verkfærakista: Meginafurðin er í formi vefsíðu (verk- færa kistu) sem hugsuð er sem tæki með hugmyndum að verkfærum og aðferðum fyrir ráðgjafa til að: • ná til fyrirtækja og stjórnenda (svo sem millistjórn- enda og mannauðsstjóra) • sinna ráðgjöf við stjórnendur og efla þá í að hvetja starfsfólk til starfsþróunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.