Gátt - 2016, Blaðsíða 10

Gátt - 2016, Blaðsíða 10
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 10 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 Ö F L U N U P P LÝ S I N G A U M M A R K H Ó P O G M E N N T U N A R Þ A R F I R H A N S Fræðsluhönnunarferli FA (greining, hönnun, innleiðing og mat) vegna starfstengds náms hefur verið í endurskoðun og þróun á árinu til að koma til móts við athugasemdir Menntamála- stofnunar (sjá kafla hér aftar um námskrár og námslýsingar). Greiningarhluti ferlisins byggir á aðferðum FA við hæfni- greiningar sem eru komnar í ákveðinn farveg og hafa nám- skrár og námslýsingar verið skrifaðar sem byggja á þeim. Jafnt FA sem samstarfsaðilar sem hafa hlotið þjálfun í að beita aðferðafræðinni, geta framkvæmt greiningarnar. Áfram verður unnið við að þróa vinnubrögð við hæfnigreiningar og þjálfa samstarfsaðila í notkun þeirra. Upplýsinga er einnig aflað um markhópinn með því að kortleggja þau störf sem til greina kemur að hæfnigreina. Stefnt er að fjölgun hæfni- greininga og uppbyggingu á hæfnigrunni FA. Unnið hefur verið markvisst að því að efla þátttöku atvinnulífsins í hæfnigreiningum. FA hefur tekið þátt í að kortleggja störf innan ákveðinna starfsgreina. Það er liður í því að afla upplýsinga í samstarfi við atvinnulífið og er gert í þeim tilgangi að hvetja til hæfnigreininga. Kortlagning á störfum og starfsheitum í ferðaþjónustu var unnin í samstarfi við Starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Markmið með kortlagningu er að fá yfirsýn yfir helstu störf og starfsheiti í ferðaþjónustu. Í því felst að gera stutta lýsingu á hverju starfi, þar sem áhersla er lögð á að greina það sjálfstæði og þá ábyrgð sem felst í starfinu. Verkefnið var undirbúið með því að afmarka umfang þess og móta fyrstu drög að uppbyggingu kortlagningar. Haldnir voru fundir með hagsmunaðilum um uppbyggingu starfa innan einstakra starfssviða. Í verkefninu var ákveðið að undanskilja störf í ferðaþjónustu á vegum opinberra aðila, svo og fólksflutninga með flugi og skipum. Í framhaldi af undirbúningi kortlagningarinnar voru stjórnendur fyrirtækja beðnir um að meta einstök störf út frá verkefnum, sjálfstæði og ábyrgð. Markmiðið með því var að marka skýr skil á milli starfa þar sem í mörgum tilvikum voru notuð mörg ólík starfsheiti fyrir sambærileg störf, og einnig til að gera möguleika til starfsþróunar innan greinarinnar sýni- lega. Alls var haldinn 31 fundur af þessu tagi. Flest fyrirtækin voru á höfuðborgarsvæðinu en sum fyrirtækin voru með starfsstöðvar víða um land. Fyrirtækin voru misjöfn að stærð. Í apríl, maí og júní var unnið að kortlagningu starfa í skrifstofu- og verslunargreinum fyrir starfsgreinaráð skrif- stofu- og verslunargreina. Markmið kortlagningarinnar var að fá yfirsýn yfir helstu störf og starfsheiti í þessum greinum. Gerð var stutt lýsing á störfum þar sem áhersla var lögð á að greina sjálfstæði og ábyrgð sem þeim fylgir. Haldnir voru fjórir fundir með starfsgreinaráðinu og stjórnendur 14 fyrirtækja voru heimsóttir. Verkefninu lauk með því að niður- stöður voru kynntar fyrir starfsgreinaráðinu. FA átti fulltrúa í verkefnahópi á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem hafði það meginverkefni að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem efla hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og gera tillögur að skil- virkum leiðum til úrbóta. Fulltrúinn var skipaður af Stjórn- stöð ferðamála í kjölfar útgáfu Vegvísis í ferðaþjónustu í október 2015. Verkefnahópurinn lauk störfum vorið 2016 og hefur skilað tillögum um aðgerðir til Stjórnstöðvar ferðamála. Skýrsla hópsins ber heitið Fjárfestum í hæfni starfsmanna. Þar eru meðal annars gerðar tillögur um þrepaskiptingu náms, tengingu við hæfniramma um íslenska menntun (ISQF) og aukið vægi raunfærnimats. Einnig er lagt til að stofnað verði Þekkingarsetur ferðaþjónustunnar og að Fræðslumið- stöð atvinnulífsins leiði verkefnið. Á fjáraukalögum ársins var veitt fé til stofnunar Þekkingarsetursins. FA hefur sinnt beiðnum um greiningarverkefni eftir bestu getu og sett nýja starfaprófíla sem verða til við greiningar inn í hæfnigrunn FA. Fylgt hefur verið eftir ritun og notkun nám- skráa með það í huga að meta hvernig niðurstöður hæfni- greininga nýtast við námshönnun og námskrárritun. Þróun greiningaraðferðarinnar í samræmi við þróun fræðsluhönnunarferlisins er í stöðugri vinnslu. Sú þróun helst í hendur við þróun á námskrám t.d. hvernig unnið er með almenna starfshæfni í námskrám. Stefnt er að því að einfalda ferlið án þess að minnka gæði og aðkomu atvinnulífs. Lýsingar á hæfniþáttum hafa verið endurskoðaðar eftir þörfum m.t.t. orðalags og þrepaskiptingar. Vinna hófst við þýðingu nokkurra nýrra hæfniþátta á seinni hluta árs 2015 í tengslum við þau greiningarverkefni sem þá lágu fyrir. Þeirri vinnu er nú lokið. Aðrir þættir voru einnig yfirfarnir og lýsingar á efri þrepum nokkurra þátta voru þýddar úr ensku. Prentun er lokið á þriðju útgáfu af spjöldum sem innihalda nú 71 hæfni- þátt á 6 þrepum. Nokkrum stjórnunarþáttum er aðeins lýst á fjórum þrepum, þar sem þeir eiga ekki við, eðli málsins sam- kvæmt, á neðstu þrepum viðmiðarammans. Fjórir þættir til viðbótar eru í hæfnigrunninum en voru ekki settir á spjöld. Þar er um að ræða grunnleikni sem þróa þarf nánar. FA tekur þátt í norrænu samstarfsverkefni um sameigin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.