Gátt - 2016, Side 56

Gátt - 2016, Side 56
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 56 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR OG FJÓLA MARÍA LÁRUSDÓTTIR R Á Ð G J Ö F Í AT V I N N U L Í F I N U – W O R K L I F E G U I D A N C E Fjóla María Lárusdóttir Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur undanfarin tvö ár stýrt verkefninu Ráðgjöf í atvinnulífinu (Worklife guidance) en það er styrkt af Erasmus+ KA2 áætlun Evrópusambands- ins. Verkefnið var unnið í samstarfi fimm landa, Austurríkis, Finnlands, Hollands, Svíþjóðar og Íslands. Verkefnið hófst 1. september 2014 og lauk 31. ágúst síðastliðinn. T I L G A N G U R O G M A R K M I Ð V E R K - E F N I S I N S Verkefnið Ráðgjöf í atvinnulífinu (Worklife Guidance) bygg- ist á þeirri sýn að símenntun og færniþróun fari að miklu leyti fram á vinnustöðum. Samkvæmt Jens Fischer Kotten- stede fer mikil ef ekki mest símenntun fram á vinnustað ein- faldlega með því að þjálfa og bæta færni í daglegu starfi (European Lifelong Learning Magazine, 2014). Þetta styðja einnig niðurstöður PIAAC-könnunarinnar (Programme for International Assessment of Adult Competencies) sem Efna- hags- og framfarastofnunin OECD stendur fyrir. Vinnustaðir eru því mikilvægt lærdómsumhverfi. Þessu þarf að gefa vægi og vinnustaður og starfsmaður/einstaklingur þurfa að bera sameiginlega ábyrgð á framþróun og uppbyggingu á færni. Verkefnið snýst um að tengja saman aðferðir sem not- aðar eru í náms- og starfsráðgjöf á vinnustað, raunfærnimati og mannauðsstjórnun. Meginhugsunin er að draga fram það nám og þjálfun sem fram fer á vinnustaðnum og aðstoða við- komandi fyrirtæki og starfsmenn við að byggja upp lærdóms- fyrirtæki og trúna á að skipulögð færniþróun í þágu beggja aðila sé sameiginlegt hagsmunamál. Stefnt var að því að þróa tæki til að: • styrkja stjórnendur í aðferðafræði ráðgjafar, • hvetja starfsmenn til starfsþróunar, meðal annars til að mæta kröfum/þörfum atvinnulífsins, • auka starfsþróunarhæfni einstaklinga/starfsmanna (CMS), • efla trú á sameiginlegan ávinning af hæfnigreiningu og viðeigandi ráðgjöf og þjálfun, • hvetja til betri nýtingar fjármuna til starfsþróunarmála. A F U R Ð I R V E R K E F N I S I N S Meginafurðir verkefnisins eru þrjár: 1. Samanburðarskýrsla samstarfslandanna, Þróun ráðgjafar á vinnustöðum – samanburður á aðferðum og tækjum. Teknar voru saman upplýsingar í hverju landi um stöðu náms- og starfsráðgjafar og skipulag og aðferðir sem notaðar eru; raunfærnimat og mannauðsstjórnun. Niðurstöður leiddu í ljós að náms- og starfsráðgjöf er framkvæmd af mismunandi hagsmunaaðilum í öllum löndunum og er svipuð í formlega skólakerfinu allra landanna. Möguleikar á ráðgjöf fyrir fólk á vinnumarkaði eru fjölbreyttir og framkvæmdin ólík eftir löndunum. Í Hollandi er til dæmis algengt að ráðgjöf fyrir fullorðna sé framkvæmd af einstaklingum og einkafyrirtækjum, sjá nánar: http://media.wix.com/ugd/667e11_18f4c341 48924d25a73c98ddb7134d15.pdf 2. Verkfærakista: Meginafurðin er í formi vefsíðu (verk- færa kistu) sem hugsuð er sem tæki með hugmyndum að verkfærum og aðferðum fyrir ráðgjafa til að: • ná til fyrirtækja og stjórnenda (svo sem millistjórn- enda og mannauðsstjóra) • sinna ráðgjöf við stjórnendur og efla þá í að hvetja starfsfólk til starfsþróunar

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.