Sameiningin - 01.06.1911, Blaðsíða 35
127
„Til þess em eg hjartanlega fús aS þjóna þér.“
Ben Húr sneri sér Við til aS gjöra þaö, sem tim var
beöiö, og stóð nú beint frammi fyrir Messala. Þeir horfð-
nst í augu, Gyðingrinn bjóðandi hinum byrgin, Rómverjinn
með svip þeim, er sýndi, að hann var til þess búinn að gjöra
gaman að öllu.
„Erlenda mær! þú ert eins fögr og þú ert harðbrjósta"
— mælti Messala og veifði hendi að henni. „Nái Appolló
ekki í þig, þá færðu aftr að sjá mig. Af því eg veit ekki,
frá hverju landi þú ert, get eg ekki tilnefnt neinn sérstakan
guð, er þii skalt falin; og í nafni allra guðanna fel eg þig
þá — sjálfum mér.“
Hann sá, að ökuþjóni sínum hafði tekizt að stöðv'a hest-
ana og láta þá verSa til taks, og sneri hann aftr til vagns-
ins. Mærin leit á eftir honum, er hann fór burt, og hvað
sem kann að hafa búiS í augnaráði hennar, þá er þaS víst,
að misþóknan v'ar þar engin. ViS vatninu tók hún tafar-
laust, og faöir hennar drakk; síSan lyfti ’hún bikarnum upp
og bar hann sér að rnunni, laut svo niðr og fékk Ben Húr
hann; og fórst henni allt þetta svo liprlega og yndislega sem
mest mátti vera.
„Lát bikarinn hjá þér kyrran — gjörðu það fyrir okkr;
hann er fullr af blessunaróskum — þér einum til handa.“
ÓSar var ýtt við úlfaldanum, og hann stóS upp; en er
hann var að halda á stað, kallaöi öldungrinn:
„Stattu hér kyrr.“
Ben Húr gekk til hans meS lotning.
„Þú hefir veitt útlendingnum dyggilega þjónustu í dag.
Til er aðeins einn guS. í hinu helga nafni hans þakka eg
þér. Eg em Baltasar frá Egyptalandi. 1 Pálma-garS:num
mikla, hinurn megin við Dafne-þorp, í forsœlu pálmanna
hefst Ilderim sjeik hinn veglyndi viö í tjöldum sínum, og
gestir hans erum viö. Vitja okkar þar. Hjartanlega vel-
kominn skaltu okkr vera, og muntu reyna, aS viS erum þér
þakklát.“
Ben Húr stóS um hríð kvrr eftir að þau voru farin, og
furöaSi hann sig mjög á hinni skæru rödd og hinu prúö-
mannlega viömóti öldungsins. En er hann mœndi á eftir
þeim ty.eim burt farandi, kom hann auga á Messala, sem hélt
burt einsog hann hafði komiS, kátr, kærulaus og háöslega
hlæjandi.