Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 21
Gautsdalur á Laxárdal, í september 2001. Jón Haraldsson ogArni Isleifsson á tröppunum. sér konu. Þar gerðum við stuttan stans. Systkin þessi þekktu föður minn vel frá því að hann átti heima í Elivogum, skemmt þar frá. Heldur voru bæirnir á Skarðsá og Auðnum gamaldags. En þeir voru svo sem ekkert lakari til íbúðar en bærinn á Sneis, þar sem ég ólst upp frá því að vera eins árs til tíu ára aldurs. Ég er fæddur undir baðstofusúð, eins og margir, sem litu fyrst ljós þessa heims á öndverðri tuttugustu öld. Löng var næsta dagleið, alla leið út á Sauðárkrók. Held raunar, að við höfum kontið við á Hafsteinsstöðum, en þar bjó þá Jón Jónsson, ásamt konu sinni, Olgu Sigurbjörgu Jónsdóttur. Faðir minn og Jón voru sveitungar og næstum jafnaldrar, mestu mátar. Jón kom árlega, er við bjuggum á Refsstöðum, til að hirða fé sveitunga sinna í Skrapatungurétt. Urðu þá fagnaðarfundir. Á hverjum bæ, sem við fórum fram hjá á leið okkar út eftir, hefðum við verið aufúsugestir ef barið hefðum að dyrum. Loks komum við til Sauðárkróks. Mun þá hafa verið komið myrkur. Bæði vorum við örþreytt að vonum, er okkur bar að garði hjá Þóru föðursystur minni, sem þá var komin á miðjan aldur (f. 1883, d. 1937). Móðir mín sagði Þóru frá brunanum í Móunum, sem einhverjir kenndu okkur um, með því að hafa olíulampa logandi á vegg í eina íveruherbergi okkar, meðan föður okkar var fylgt til skips. Okkur sárnaði þetta. En svo mikið var víst, að eldurinn kom ofan að. Loftið í stofunni logaði, er við komum heim. Þóra taldi að þessi bruni hefði verið mikil yfírsjón, og hún endurtók orðið yfirsjón. Það man ég vel. Ekki fannst okkur skemmtilegt á þetta að hlýða, eins og að líkum lætur. Mér fannst Þóra fremur þung í lund. Stórskorin var hún í andliti. Giftist ekki. Okkur leið vel hjá Þóru. Ég kom í nokkur hús með móður minni, til föðursystra minna, Sigurlaugar og Hannínu. Sigurlaug var gift Pétri Jónssyni frá Eyhildarholti, d. 1936. Sigurlaug átti heima í litlum bæ í svonefndri Kirkjuklauf, rétt fyrir ofan kirkju staðarins. Ég leit inn á stúkufund, sem haldinn var í góðtemplarahúsi Sauðárkróks. Fundi þessum stjórnaði æðstitemplar stúkunnar, Jón Þ. Bjömsson, skólastjóri, frá Heiði í Gönguskörðum. Jón var stór maður vexti og skömglegur. Stjómandi var hann góður. Mikið vann sá maður þessum bæ, enda var hann kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks síðar. Eitthvað hafði ég heyrt um stúkur, þar eð ég keypti Barnablaðið Æskuna eitt ár, 1934, en svo var það ekki lengur, því að ég hafði ekki peninga til að kaupa slíkan óþarfa. Stúkur munu hafa verið taldar óþarfa tildur á Laxárdal. En víkjum aðeins frekar að stúku- fundinum. Þar var margt um manninn, aðallega unglingar. Mikill söngur fylgdi stúkunum. En auðvitað var Heimaerbezt 453
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.