Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 60

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 60
Sagt frá SKEMMTIKRÖFTUM OG SKEMMTILEGUM mönnum Alfreð Andrésson Flestir kannast við fyrirbrigðið skemmtikraftur. Nú á dögum er það notaó um þá, sem skemmta fólki fyrir gjald víðs vegar um landið. Allt frá því, að ég komst að því, að ég væri vitsmunavera, tók ég að hafa áhuga á þeim, sem gátu gert fólki glatt í geði, voru fundvísir á hið spaugilega, hvort sem það var í tali eða tónum. Þetta hlutu að vera miklir listamenn. Að vísu sömdu þeir ekki alltaf það, sem þeir fluttu, en listilegur tlutningur lyfti efninu oft hátt, Og gerði það raunar þess virói, að á það væri hlýtt. Fyrsti skemmtikraftur, sem ég heyrði getið um sem unglingur, var maður að nafni Alfreð Andrésson. Hann ferðaðist um landið og skemmti fólki með gamanvísnasöng. Alls staðar hlaut Alfreð mikla aðsókn. Atti ekki aðeins efni það, sem hann flutti, þátt í því, en einnig persónan sjálf. Maðurinn var meðalhár vexti, holdgrannur, hálslangur og talsvert hrukkóttur, þó að aldurinn væri ekki hár. Vart var hægt að verjast hlátri við að sjá Alfreð og heyra. Rödd hans var hvell og há og einkar sönghæf. Svipbrigðin snögg og einbeitt. Ég sá fyrst og heyrði Alfreð í Breiðfírðingabúð við Skólavörðustíg á kosningafundi hjá stjómmálaflokki fyrir kosningarnar 1946. Þar söng hann nokkrar gamanvísur, sem vöktu athygli mína og vafalítið margra annarra, sem þarna voru samankomnir. Vísurnar um sveitapiltinn óspillta, söng hann af tilfinningu. Hann var eins og sumamótt, svo brosmildur og bjartur yngissveinn. Hann var fæddur uppi í dal, þekkti fuglasöng og hjal, fagurlimaður og alveg tinnuhreinn. Svo komst hann í kynni við borgarmey eina, sem var litfríð og Ijós, átti litla púðurdós og gekk svo ljúft og létt sem bíll í fjórða gír. Hún var farin að reykja sígarettur, en slíkt var þá mjög í tísku. Að því kom, að hann tók að iðka þetta sama, því að ekki vildi hann vera öðruvísi en hin unga dama. Af kynnum þeirra á sveitabænum segir glögglega í Ijóðinu, sem Alfreð söng af innlifun og tilfinningu: Eg var sautján ára grey, hún var sextán ára mey, ég var sveitadrengur, hún var borgardrós. Var svo kitlandi kát, hverjum manni eftirlát; ég fann hún kveikti í hjarta mínu /jós. Hún var röskleg meira en nóg, bœði rakaði og sló, hún var rembingskvenmaður við hvað sem var, og án þessi vissi ég af, frá mér vitið ég gaf; það fóru að vakna hjá mér erfðasyndirnar. Stundum lœddumst vió hljótt, þegar lióið var á nótt út í lambhúshlöðu fyrir utan tún. Þar í hringiðu straum ástar gleði og glaum, við gœttum einskis, hvorki ég né hún. Auðnnn Bragi ~ (- Sveinsson Él 492 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.