Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 31
að kaupa vél í bátinn sinn. Þó voru tii nokkrir sem höfðu
keypt vél í bátinn og það var aldeilis sjón að sjá þá sitja
í skut eins og steingervinga, starandi fram fyrir sig með
báðar hendur á stýrissveifmni.
Eg eyddi talsverðum tíma í að horfa á karlana skipa upp
aflanum og gera að honum. A vorin var það rauðmagi
og grásleppa, á sumrin ýsa og þyrsklingur. Við aðgerð á
grásleppunni voru innyflin og gotan látin gossa í Qöruna.
Þá var þetta verðlaus vara. Seinna snerist það við; gotan
varð að verðmætri útflutningsvöru, en grásleppan svo
verðlítil að henni var stundum hent aftur í sjóinn.
Ég útbjó mér færi eftir að hafa lagt á minnið hvernig
stóru strákarnir gerðu, náði mér í rauðmagalifur fyrir
beitu og veiddi sandkola, smáufsa og marhnúta. Frekjan
í marhnútunum var mikil, þeir gleyptu öngulinn, auðvitað
í óleyfl, en sandkolann gat ég stundum selt á hálfan eyri
stykkið. Fyrir peningana keypti ég lakkrís og brjóstsykur.
Það liðu dagar og ár en við áttum samleið; hafið og ég.
Fyrsta veiðiferðin
Þegar grásleppukarlamir voru að gera að aflanum,
vakti það áhuga minn að gramsa í slorinu, ég henti
stykkjum af lifur upp í loftið fyrir krummana og kríurnar.
Það var gaman að sjá fuglana grípa fæðuna á lofti og
rífast svo um hana, enginn biti féll til jarðar. Þá var nú líf
í tuskunum, kannski á það betur við að segja: Þá var nú
íjör í fjöðrunum. Mér hefur alltaf þótt vænt um kríuna,
þótt hún sé hávaðasöm. Seinna, þegar ég fór sjálfur að
gera að físki, settist oft kría á öxlina á mér, reyndar með
dálitlum brögðum, ég setti nefnilega smástykki af lifur á
öxlina, sem kríurnar hirtu og voru aldeilis óhræddar.
En hvað sem kríunni líður þá var ég ákveðinn í að
gerast grásleppukarl þegar ég yrði stór. Þar kom að ég
varð sjö ára og bjó þá til færið góða. Eftir nokkurt suð
og rellur fékk ég peninga til að kaupa öngul og að auki
leyfi til að fara niður á bryggju, með því skilyrði að ég
passaði mig á að detta ekki í sjóinn. Ég var tljótur að
lofa því, af bryggjunni dytti ég ekki í sjóinn - og þó. Ég
datt ekki í sjóinn, ég flaug. Gamali maður sparkaði mér
langt út á sjó. Reyndar var það ekki meining hans að ég
endaði í sjónum, þetta var óviljaverk. Astæðan var sú
að hann kom niður á bryggju og sá að strákar voru að
ólmast í kærustunni hans. Fiann öskraði á þá svo þeir
tlýttu sér upp úr kænunni, þar sem leikurinn fór firam,
og hlupu upp bryggjuna. Mér sýndist karlinn svo æstur
að ég tók líka á sprett upp bryggjuna, yst á kantinum.
Af einhverjum misskilningi hélt karlinn að ég væri
einn af óþekktarormunum og sparkaði í rassinn á mér
um leið og ég hljóp framhjá honum. Ég flaug langt út á
sjó með sprikli miklu og orgi og þar að auki gleypti ég
nokkra gúlsopa af hafínu. Ég skyrpti jafnharðan, bragðið
var jafnvont og forðum, þegar ég saup úr dósarlokinu.
Það tókst farsællega að draga mig upp úr sjónum en
bryggjuleyfið mitt var umsvifalaust afturkallað. Það
kom ekki að sök, ég fór bara í óleyfí. Þegar veður leyfði,
notaði ég hverja stund til að veiða. Brátt fór ég að bera
veiðina heim sem nýtilega átu. Við þetta spöruðust
nokkrir peningar vegna matarinnkaupa, svo ijölskyldan
veitti mér bryggjuleyfíð aftur, mér til mikillar ánægju. Ég
var einstaklega fískinn og dró miklu meira en heimilið
hafði þörf fyrir. Ég tók því það ráð að ganga í búðir og
bjóða sandkola til sölu. Það voru þó bara stærstu kolarnir
sem ég bauð, hinum smærri gaf ég líf. Ég hugsaði sem
svo, að þeir ættu eftir að stækka og þá gæti ég veitt þá
aftur.
Þetta mættu nútímasjómenn athuga, sem henda öllum
físki, smáum og stórum, lifandi eða dauðum, í hafið aftur,
þegar hann passar ekki í vinnsluna.
Sömuleiðis mætti sjávarútvegsráðherra gefa þessu máli
hugsun og breyta lögunum til betri vegar.
Ég fékk nokkra fasta kúnna í suðurbænum. Ég bauð
þeim ekki kola dag eftir dag, fann fljótlega út hvenær mér
var óhætt að koma með aflann minn.
Ég vaknaði misjafnlega snemma á morgnana en það
var alltaf mitt fyrsta verk að gá til veðurs. Ef veðrið var
óheppilegt til veiða, lagði ég mig aftur þangað til ég var
rekinn á fætur. Mér þótti gott að lúra á morgnana.
Ef veður var hagstætt til veiða, flýtti ég mér niður
á einhverja bátabryggjuna og var oft til kvölds.
Veiðiáhuginn var óþrjótandi. Oft gleymdust matartímar
en ég fann aldrei fyrir svengd fyrr en ég loks álpaðist
heim. Þá var líka tekið hraustlega til matar síns. Ég var
dauðuppgefínn eftir þessa löngu daga á bryggjunni og
sofnaði eins og steinn eftir matinn. Fyrir áttatíu árum var
hvorki sjónvarp né útvarp til að trufla eðlilegt og heilbrigt
líf hraustra drengja.
Eins og fyrr segir var ég búinn að tryggja mér kúnna
víðs vegar um suðurbæinn, sem hvorki var stór né
mannmargur á þessum árum. Ég átti alltaf eitthvað af
aurum, bæði til að kaupa öngla og líka til að kaupa mér
sælgæti stöku sinnum, til að lífga upp á tilveruna. Ég var
farinn að fá tvo aura fyrir kolann ef hann var í stærra lagi.
I þá daga var einn eyrir nákvæmlega einn eyrir og krónan
var króna. Ein króna var mikill auður fyrir ungan strák og
ef til vill fyrir fátæku verkamennina líka.
A þessum tíma voru margar smábátabryggjur, ein
af þeim var fyrir neðan Ishúsið. Hún var orðin léleg og
hættuleg smástrákum, önnur var fyrir neðan verslun
Einars Þorgilssonar, sú var í einstaklega góðu lagi,
náði reyndar út að stórstreymisljöru og var mikið
notuð af smábátakörlum. Næsta bryggja var niður af
Linnetstígnum, hún var frekar stutt. Sú íjórða var bara
smástubbur, því þar var mikið dýpi. Sú bryggja var
ekki notuð nema af okkur krökkunum og var kölluð
Edinborgarbryggja.
Eitt sinn var kolinn nokkuð tregur, við vorum tveir
Heima er bezt 463