Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 84

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 84
svo einkennilega órótt. Hún skilur þetta ekki. Hvað er að henni? Það ætti ekki að saka að líta inn í nýju vistarveruna hans og vita hvort hann kynni að vera þar. Þorgerður gengur að herbergisdyrum sonar síns, drepur létt á dyr og opnar þær til hálfs um leið. Hún nemur snögglega staðar við hálfopnar dyrnar og henni bregður eilítið. Sverrir liggur ofan á rekkjuvoðunum í hvílu sinni, náfölur í andliti líkt og fárveikur maður. Eitthvað meira en lítið hlýtur að hafa komið fyrir hann eftir þessu útliti að dæma. Hugmyndaflug hennar hefur því miður, ekki verið markleysa ein. Þorgerður gengur hröðum skrefum að hvílu sonar síns og staðnæmist þar. - Ertu veikur góði minn? spyr hún hægt og þýðlega. - Nei, mamma mín. Hún hrekkur við ósjálfrátt. Þessa myrku rödd hefur hún ekki heyrt áður frá þessum vörum og næmleiki móðurhjartans skynjar óðara að eitthvað mikið og hörmulegt hefur komið fyrir drenginn hennar. En hvað? Og hvernig? Hún þráir að vita það, geti hún orðið honum að einhverju liði. - Má ég tylla mér hérna hjá þér Sverrir minn, spyr hún hljóðlega. - Já, mamma, víst máttu það, svarar hann með sömu myrku röddinni og áður. Hann færir sig aftar í hvíluna og Þorgerður sest fyrir framan son sinn. Hvað hefur komið fyrir þig svona skyndilega, elsku drengurinn minn, spyr hún ástúðarfullum rómi og strýkur hendinni létt yfír hár hans, sem er blautt af köldum svita, - getur þú ekki sagt mér það, ég heiti þér fullum trúnaði nú og ævinlega. Hann svarar ekki strax en í hugskoti hans skýtur upp mynd af litlum dreng, sem forðum flúði með allar sorgir sínar til mömmu og hlaut alltaf huggun í ástríkum faðmi hennar. Þá voru sorgir hans annars eðlis en þær eru nú. Þorgerður býður, döpur eftir svari sonar síns en hún vill ekki þrýsta á hann. Brátt rýfur Sverrir þögnina en ekki til þess að svara spurningum móður sinnar, heldur til að leggja spurningar fyrir hana. - Af hverju skrifuðuð þið pabbi mér aldrei neitt um ábúendaskiptin í Nesi og brottför þeirra feðginanna vestur á land, á meðan ég dvaldi ytra. Ég hefði þó haldið að slíkt teldist til frétta í ekki stærra sveitarfélagi en þessu. - Ég get ekki svarað fyrir pabba þinn. Eins og þú veist sjálfur Sverrir minn, skrifaði ég þér aðeins nokkur kveðjuorð neðanmáls í bréfum pabba þíns og fékk aftur svipaða pistla frá þér í svarbréfum þínum til hans. Aðalfréttirnar fóru hins vegar á milli ykkar feðganna, ég las aldrei bréfm sem pabbi þinn skrifaði þér út til Svíþjóðar, en bréfin frá þér, þau las ég öll og það oftar en einu sinni. Hvenær fékkstu þessar fréttir um brottflutning feðginanna frá Nesi, spyr Þorgerður að lokum. - Núna, rétt áðan, hérna suður við hrossaréttina. Kristján, vinnumaður ykkar pabba færði mér þær. Þorgerður situr hljóð um stund. Hálfgleymt atvik riQast nú upp fyrir henni. Hún minnist þess að hafa einu sinni séð póstbréf til Sigrúnar í Nesi með rithönd sonar síns skömmu eftir að hann fór til Svíþjóðar og einnig að Karl hafi beðið Björgu á Fossá, sem var í heimsókn á Hamraendum, að taka bréfið fyrir sig ásamt öðrum pósti út aó Nesi. Þau hafa þá skrifast á eftir að Sverrir fór utan, hugsar hún. Að frétt Kristjáns um brottför þeirra Bjöms og Sigrúnar frá Nesi hafí valdið Sverri þvílíku áfalli sem hann hefur augljóslega orðið fyrir. Og það á þessum fyrsta morgni eftir að hann kom heim. Þetta er sennilegasta skýringin. Hann hefur varla hitt neinn annan en Kristján sér óviðkomandi á þeim stutta tíma frá því hún sá hann fara suður túnið og þar til hún fann hann hér, svona hörmulega á sig kominn. Hvað hún þráir heitt að mega taka hann í faðminn og umvefja hann allri sinni ástúð á þessari myrku stund í lífi hans. A hún þá kannski ekki trúnaðartraust hans lengur? - Sverrir minn, segir Þorgerður sorgbitnum rómi, - ertu orðinn of stór til að trúa mömmu þinni fyrir harmi þínum og lofa mér að bera hann með þér? Þessi mildu spurnarorð móðurinnar snertu bamseðlið í djúpt særðu hjarta Sverris og honum er öllum lokið. Hann hallar höfðinu að skauti móður sinnar og trúir henni fyrir helgasta leyndarmáli lífs síns. Þorgerður hlustar döpur á frásögn sonarins kæra og fínnur að vonbrigði hans em svo nístandi sár og harmur hans svo regin djúpur, að fátækleg orð hennar megna þar lítið til huggunar. En nú á hún leyndarmálið með drengnum sínum og ber sorgina með honum eins og í hennar mannlega valdi stendur. Sverrir fínnur hlýjan móðurfaðminn umlykja sig og veit að mamma skilur hann best í þessu heljarfári örlaganna. Og hún bregst ekki trúnaðartrausti hans. *** Sumarið er sest í hásæti náttlausrar veraldar við ysta sæ. Gróður jarðar angar ferskur og fullþroska. Sverrir gengur að heyskap með vinnufólkinu á Hamraendum. Hann er hamhleypa til starfa og verkkunnáttan eftir því. En hið þrotlausa erfíði megnar ekkert að deyfa harm vonbrigðanna í sál hans. Vinnufólkið horfír með óttablandinni undrun á starfshætti hans og starfsþrek. Aðra stundina slær hann á teignum á við tvo menn, hina stundina hallar hann sér fram á orfíð og starir út í fjarskann. En þrátt fyrir þessar óvenjulegu vinnuaðferðir er hann alltaf jafn prúðmannlegur og ljúfur í umgengni við samstarfsfólk sitt, hans byrðar koma ekki niður á öðrum. Og fólkið ber virðingu fyrir þessum hógværa, góðviljaða menntamanni, jafnvel Kristján frá Fossá. Sverrir stígur aldrei á bak Létta sínum, gæðingurinn sá er einn af sterkustu hlekkjunum í keðju minninganna um horfna ástmey og hann fer aldrei neitt út af heimilinu nema brýn nauðsyn krefji. Sverri er orðið það ljóst að hann getur ekki dvalið hér heima í æskusveitinni á meðan hann tekst á við sárasta brodd harma sinna, þar sem allt minnir svo skýrt á vonirnar dánu. Hann verður að hverfa að heiman um stundar sakir og láta reyna á það hvort fjarlægðin frá æskustöðvunum megnar ekki að leggja smá græðismyrsl gleymskunnar á opna und. 516 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.