Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 24
Af hrútum
Ásæknar verða minningamyndimar
þegar ört á ævina líður. Misjafnar eru
þær í muna manns, þó þær Ijúfu og
heiðríku ráði oftast för.
Sumar geyma gömul samvizkubit,
sem sækja að á hljóðum stundum og
frá einu þeirra nokkuð greint hér.
Það var síðla í október og allt nær autt langleiðina upp
á efstu tinda. Það kom sér líka vel því stórframkvæmdir
stóðu yfír í fjárhúsunum heima, þar var verið að setja
grindur undir féð og þótti heldur betur til framfara horft.
Þeir faðir minn og Gísli frændi minn, unnu baki brotnu
við þetta og þegar ég kom heim frá kennslu á daginn,
lagði ég þeim lið eftir mætti.
Það var þannig að allt féð var heima við í girðingu svo
sem var löngum á haustin, þó áreiðanlega hafi það verið
mjög vafasamur gjömingur bæði fyrir skepnur og tún
sem úthagann innan girðingar. En þarna átti þetta eftir
að verða til góðs svo sannarlega. Eftir síðustu göngur var
allt okkar féð komið að, þ.e. allar ær og lömb, en okkur
vantaði þó fullorðnu hrútana okkar þrjá og höfðum þó
frétt af þeim frá rjúpnaskyttum, að þeir væru uppi undir
eggjum efst á Sléttadalnum. Vegna framkvæmdanna
heima hafði enginn tími unnizt til að sækja hrússana og
það var áhyggjuefni, því eftir spánni gat brátt verið allra
veðra von, þó ekki hefði okkur órað fyrir því að svo
skyndilega skyldu veður skipast í lofti, sem raun bar svo
vitni.
Kona mín var þessa daga með börnin okkar hjá móður
sinni á Fáskrúðsfirði og til stóð svo að sækja hana strax
og framkvæmdum væri lokið í fjárhúsinu. Á sunnudegi
sá fyrir endann á verkinu og síðdegis lagði ég af stað á
Rússajeppanum góða, til Fáskrúðsíjarðar að sækja þau,
en þá var spáin orðin anzi slæm og raunar orðið snjólegt
einnig strax um morguninn, svo það var nokkur kvíði í
mér varðandi ferðina.
Það fór enda svo að það tók að malla niður seinnipartinn
og þegar við hjónin lögðum af stað frá Fáskrúðsfírði var
kominn talsverður snjór og efst uppi í Staðarskarði var
farið að drífa í skafla og síðustu brekkuna rétt höfðum
við upp, enda hafði ég í flýtinum og snjóleysinu gleymt
að taka með mér keðjur heiman að.
Sem betur fer var nær logn eftir að komið var af
skarðinu en snjókoman jókst stöðugt og þegar komið var
inn fyrir Götuhjallann byrjaði lausamjöllin nokkuó að
íjúka og mynda smáskafla, en heim komumst við heilu
og höldnu og enn er mér minnisstæður veðurgnýrinn um
kvöldið, enda vorum við ekki löngu búin að festa blund
þegar skall á með stormi svo í öllu hvein.
Rokið var til og það fé hýst sem
að húsum var komið og í kallfæri
var einnig, en ekki tök á meiru.
Minnisstætt er mér hve féð var
skelkað við þessa nýju framkvæmd
í tjárhúsinu og þótti engum mikið en
veðurhamurinn rak á eftir því inn, svo meginhluti fjárins
var í hús kominn og langflest það sem úti var hafði skilað
sér heim um morguninn.
Þá var komin hin versta ófærð og ég varð að skilja
bílinn eftir og ganga í skólann og varð þó auðvitað of
seinn fyrir í mikilli kafaldsófærð þessa þrjá kílómetra.
Og enn geisaði stormurinn og einnig seinnipartinn, þegar
maður hafði hann í fangið heim, en þá var að vísu búið
að ryðja inneftir, mestalla leiðina a.m.k.
Það var svo fyrst tveim dögum seinna sem við faðir
minn fórum að leita hrútanna og gengum alla leið upp
allan Sléttadalinn og vorum aó lokum orðnir úrkula vonar
um að finna þá þegar við sáum þá alla þrjá, fannbarða vel,
standandi í höm uppi á barði einu allofarlega í hlíðinni í
skjóli af stórum steini.
Og nú hófst heimferðin eftir að við höfðum reynt eftir
föngum að skera burt mestu snjókleprana og hrútamir
raunar svo dasaðir, að við sáum fljótlega fram á það að
erfitt myndi takast að koma þeim þessa á að gizka 5-6
kílómetra til bæjar. Við faðir minn skiptumst á um það
að troða slóð og seint sóttist ferðin, en undan nokkrum
vindi var þó farið, ófærðin víðast engu lík og erfíðastir
reyndust lækjarskomingar margir á leið okkar og sumir
þeirra bakkafullir af lausamjöll og skefli í bland og erfitt
oft að átta sig á um hvort væri að ræða, lausamjöllin sýnu
erfiðust þó, svo þétt sem hún annars var.
Það húmaði fljótt og við vorum orðnir býsna þreyttir,
enda búnir að kafa snjóinn í a.m.k. 6 klukkutíma. Við
náðum þó loks niður úr Sléttadalnum og þar voru
skorningamir hvað verstir og þéttastir, en hrútamir
greinilega enn þreyttari en nokkum tímann við og
höfðum við þó orðið að hálflyfta þeim upp á bakka sumra
skorninganna á leiðinni, öllum þrem, og þeir voru svo
sannarlega vænir vel. Þegar komið var efst í svokallaðar
Svæður inn af Grjótgörðunum sem við svo köllum, var
ófærðin þar sýnu mest og nú færöumst við svo sannarlega
hægt yfir foldina. Eðlilega höfðum við þó reynt að fara
þar sem eitthvað hafði blásið af, þarna á Svæðunum var
því einfaldlega ekki til að dreifa, allt í botnlausri ófærð.
Hrútarnir rétt mjökuðust áfram og nærri komið myrkur,
við orðnir örþreyttir, en ég, sem þó var vel innan við
þrítugt bar mig sýnu verr en faðir minn, sem þá var
kominn yfir sextugt, enda sannkallað þrekmenni.
Helgi Seljan:
456 Heima er bezt