Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 8
upp. Þetta var skelfílegt því ég var stundum svo uppgefin að ég hafði ekki lyst á að borða. Eftir að húsið var byggt voru haldin þar tvö böll í stofunum meðan þær voru ófrágengnar. Mamma sá þar um kaffiveitingar og þetta voru hörkuböll. Bjössi Gísla spilaði á harmonikku og norskur fiðluleikari með honum. Þetta hefur líklega verið vorið 1938. Mamma og afi héldu ballið og þetta hefur áreiðanlega verið íjáröflun hjá þeim. Stofumar voru 32 fermetrar hvor og ég man eftir mörgu fólki á þessum böllum. Sigurður Sigurðsson frá Brautarho/ti, 19 ára gamall. A/bert Kristjánsson á Páfastöðum. pt KöcC. Enski njósnarinn Veturinn 1937-1938 kom enskur maður í Páfastaði og var nokkra mánuði. Hver hefur fengið hann þangað veit ég ekki, eða hvemig hann kom. Hann var kallaður Frei og var að kenna ensku Hilmari bróður og Alrúnu Jónsdóttur frænku minni, dóttur Karlottu, systur mömmu. Karlotta giftist Jóni Helgasyni frá Akranesi og átti með honum fjögur börn, m.a. þessa Alrúnu sem hét í höfuðið á Albert afa og Guðrúnu ömmu. Þau bjuggu í Reykjavík. Alrún fór síðan til Bandaríkjanna, giftist og bjó þar allan sinn aldur. Eins og áður er sagt eru tvær samliggjandi stofur þvert fyrir í suðurenda hússins og þessi maður hafði aðra stofuna algjörlega fyrir sig. Þangað kom eiginleg enginn inn. Eg mátti ekki fara þama inn. Svo var það einu sinni að hingað komu nokkrir krakkar í heimsókn. Þá gerði stórhríðarveður í heila viku og krakkarnir vom öll veðurteppt á Páfastöðum á meðan. Þama voru Rúna Snorra, frænka mín, Bogga frá Geirmundarstöðum, Pála Sveins, á Króknum og Magnús Blöndal sem var í Litlugröf. Snjórinn varð svo mikill að það var með ólíkindum. Þegar þetta var þá fómm við eitthvað inn í stofuna og þar var mikið af einhverjum gráum tækjum. Ég er nokkuð sannfærð um að þessi maður hefur verið einhvers konar njósnari. Hann fékk sér gönguferð á hverjum degi eitthvað upp i girðingu en það vissi enginn hvert hann fór. Hann var ungur maður og kurteis, talaði enga íslensku og afí skipti sér aldrei af honum en mamma gat bjargað sér í ensku. Hún færði honum alltaf matinn inn í stofu þar sem hann borðaði einn. Ég man eiginlega aldrei eftir honum í eldhúsinu. Jólin næstu, 1938, sendi hann Hilmari kökukassa en síðan höfum við aldrei af honum frétt. £/■ y pf - Þáttur Sigurðar Skagfield, saman tekinn úr ýmsum áttum Jóhann Sigurður Sigurðsson ópemsöngvari var fæddur 29. 6. 1895 í Brautarholti (sem þá hét Litla-Seyla) í Skagafirði. Foreldrar hans vom Sigurður Jónsson og Jóhanna Steinsdóttir í Brautarholti. Árið 1922 giftist hann Lovísu Albertsdóttur frá Páfastöðum, þá byrjaður söngnám og var ekki á Islandi eftir það nema sem gestur. Þegar sonur þeirra Hilmar, fæddist, var Sigurður kominn til Kaupmannahafnar aftur. Hann tók sér listamannsnafnið Skagfíld eða Skagfeld en seinna ritaði hann alltaf Skagfíeld. Sigurður var á Hvítárbakkaskóla en fór fyrst að talið er, til söngnáms til Akureyrar veturinn 1915-1916. Vitað er að hann sótti 28 kennslustundir hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri, veturinn 1915-1916. Hann varð síðan einn af stofnendum Bændakórsins 1916, sem upphaflega byrjaði sem kvartett vorið 1916 og söng þá í Víðimýrarkirkju. Haustið 1919 fór Sigurður til Kaupmannahafnar til söngnáms. Þaðan skrifaði hann Friðriki Hansen vini sínum 1. desember 1919, frá Abel Catherinsgade 12 og sveitastrákurinn úr Skagaflrði byrjar svona: Umslag og upphaf bréfs frá ársbyrjun 1947, sem Sigurður ritar vini sínum og gömlum félaga, Friðriki Hansens skáldi á Sauðárkróki. „Kœri vin. Þökkfyrir allt gott. Nú er ég ögn farinn að kynnast Hafnarlífmu og get ég sagt þér að ég hef megnustu andstyggð á því öllu saman og svo hundleiðist mér íþokkabót. Eg syng á hverjum degi og er það eina sem heldur í mér lífstórunni. Núfœ ég nýjan kennara. Hann tekur nú ekki nema 25 kr. á klukkutímann! Eg býst við að taka hjá honum 2 tíma í viku - 50 kall - en svo hef ég von um aðfáfría kennslu eftir nýár, minnsta kosti að nokkru leyti. Kennarinn minn heitir Jerndroff. Hann er óperusöngvari við Konunglega leikhúsið, er baryton. Eg er skíthrœddur við hann. Um röddina hefur hann sagt: „Það er óhœttJýriryður að spandera 20þúsundum upp á hana. Það borgar sig. “ “ Sigurður kom aftur heim til íslands sumarið 1920. Hann var við söngnám á Akureyri hjá séra Geir Sæmundssyni 1921 og það ár hélt hann opinberan söngkonsert á Akureyri en hafði 56 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.