Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 10

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 10
Feðgar ú hestbaki. Sigurður Jónsson í Litlu-Seylu, síðar Brautarholti, með son sinn fjögurra ára gamlan. Myndin líklega tekin árið 1900. vegna stórlyndis síns og óvægni, og hann var rakkaður niður í blöðum og nánast bannaó að spila plötur hans í útvarpinu. Það var reynt eins og hægt var að eyðileggja listamannsferil hans. Og því miður er þetta staðreynd þótt viðkomandi vildu ekki viðurkenna það opinberlega á þeim tíma. Sigurður stundaði söngnám nokkur ár í Danmörku. A söngprófi þar varð hann annar tveggja hæstu af 18 tenórum sem þreyttu prófið og fékk fría kennslu út á það. A námsárunum kom hann heim til Islands af og til og söng á ýmsum stöðum. Hann var við söngnám í Tékkóslóvakíu hjá hinum fræga kennara Gora, en 1929 lauk hann söngnámi. Arið 1926 kom hann til Rostock í Þýskalandi og gerði sinn fyrsta leikhússamning þar í landi. Hélt sinn fyrsta konsert þar 6. ágúst. Þar kynntist hann Theu Wollenberger og varð ástfanginn af henni. Hún giftist síðar öðrum manni 1936 en þau héldu kunningsskap og Thea skrifaði síðar niður nokkrar minningar frá þessum árum fyrir Sigrid dóttur Sigurðar. Næstu ár virðist Sigurður hafa verið á faraldsfæti og talsvert í Þýskalandi. Hinn 28. apríl 1927 söng hann sinn fyrsta konsert í þýska útvarpið. Arið 1929 er vitað að hann fór stutta ferð til Englands og Oslóar og e.t.v. einnig til Italíu. Hann skrifaði beiðni í febrúar 1929 til Alþingis Islendinga um 3000 króna ferðastyrk „til Ítalíu í því skyni að fullnuma mig í söng list.“ Ekki bar sú beiðni árangur en e.t.v. hefur hann farið allt að einu. Hann kom til Islands sumarið 1930 og var á Alþingishátíðinni, en um haustið afréð hann að fara til Ameríku og steig á land í Halifax hinn 25. desember. Þar dvaldist hann nokkur ár, aðallega í Kanada, kom til Islands líklega 1936 og dvaldist hér rúmlega ár en fór til Þýskalands í ársbyrjun 1938 til starfa við óperuhús þar. Stríðsárin urðu honum dýrkeypt. Arið 1939-1940 var hann ráðinn sem fyrsti tenór við ríkisóperuna í Oldenburg. Um þær mundir sem Noregur var hertekinn, í apríl 1940, fór fram hátíðarsýning á Hollendingnum fljúgandi og sem tenórsöngvari óperuhússins átti Sigurður að fara með hlutverk Eriks. Stuttu fyrir sýninguna veiktist hann og varð að ráða annan söngvara frá Berlín í hlutverkið. Félagar hans við leikhúsið, sem flestir voru nasistar, óskuðu Stallsystur árið 1948, frá vinstri talið: Svava Vilbergsdóttir úr Reykjavík, Asta Bjarnadóttir, Guðrún Isleifsdóttir frá Hellu, Edda Skagfield. Samsett mynd af Stallsystrum og Hawaiikvartettinum 1949 eða 1950. Frá vinstri: Svava Vilbergsdóttir, Erla Olafsdóttir, Guðrún Isleifsdóttir og Edda Skagfield. Neðan við er kvartettinn: Hallur Símonarson með kontrabassann og Eyþór Þorláksson standandi til hœgri. Ólafur Maríusson sitjandi til vinstri og Hilmar Skagfield. Til hliðar er Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari. Skagfield til hamingju með að vera Skandinavi vegna þess að nú væri Noregur orðinn þýskur. Hann svaraði félaga sínum á móti: „Veistu að norrænu guðimir munu hefna þess grimmilega að Þjóðverjar, sem eru 80 milljónir, skuli hafa ráðist á óvopnaða þjóð, sem telur aðeins 2.5 milljónir.“ Sama kvöld kom Gestapomaður og bað Sigurð að koma með sér til bækistöðva Gestapo. Þar var hann settur í járn í 24 tíma, síðan tekinn í yfirheyrslu og spurður í þaula um þetta með norrænu guðina. Að lokum var hann látinn skrifa undir, að það væm engir „special“ norrænir guðir sem myndu hefna 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.