Heima er bezt - 01.02.2006, Síða 12
Hefst þá aftur frásögn Eddu:
Ég var látin fara suður í Ingimarsskólann eins og Hilmar
bróðir þegar ég var 15 ára en tók bara 2. og 3. bekk, því ég
hafði verið í Varmahlíðarskólanum veturinn 1944-1945, fyrri
veturinn sem sá skóli var starfræktur. Ingimarsskólinn hét
raunar Austurbæjarskóii en Ingimar Ingimarsson prestur var
skólastjóri og skólinn alltaf kallaður Ingimarsskólinn.
Þama vom mjög góðir kennarar og virðingin svo mikil að
við þéruðum þá alla og allir vom fínt klæddir og stóðu upp
sem einn maður þegar kennarinn kom inn í bekkinn. Þar var
mikill agi og maður þorði ekki annað en læra. Sautján ára
kláraði ég skólann og fór alltaf norður á vorin, var heima
á sumrin við heyskapinn og fór svo suður eftir göngumar
hvert haust hin næstu.
Eins og áður hefur fram komið bjuggu foreldar mínir ekki
saman og pabbi kom aldrei nema sem gestur. Mamma treysti
sér ekki til að fara utan með honum vegna heilsuleysis síns
og þetta var auðvitað ekkert venjulegt hjónaband. Sumir
töldu að mamma hefði neitað að gefa pabba eftir skilnað
en það er ekki rétt. Hann fór aldrei fram á það íyrr en eftir
að hann kynntist Ingu Hagen og eignaðist Sigrid hálfsystur
mína. Inga var ópemsöngkona og yndisleg manneskja. Þau
lentu bæði í Grinifangelsinu í Noregi og þar átti hún Siggu í
fangelsinu 1944. Þá hófust skriftir gegnum Rauða krossinn
og þá fyrst bað hann mömmu um skilnað, vegna þess að í
Þýskalandi vom það lög að Sigga fengi ekki að bera nafn
hans nema þau væm gift.
Sonur Sigrid systur heitir Gunnar. Það var hann sem fékk
í hermálaráðuneytinu í Berlín plagg frá fangabúðunum í
Osterode, sem var listi yfír þá sem átti að fara að skjóta. Á þeim
lista var nafn pabba. Gunnar er á fertugsaldri, tónlistarmaður
og söngvari og hefur svolítið reynt að afla upplýsinga um
pabba í Þýskalandi.
Án þess ég þori að fullyrða það, held ég að pabbi hafi byrjað
að nota ættamafnið Skagfíeld þegar hann fór til Kanada.
Þegar Andrés Jónsson föðurbróðir hans fluttist til Kanada
tók hann upp nafnið Skagfeld og pabbi skrifaði sig fyrst
Skagfeld en breytti því síðar í Skagfield. Mig minnir að
Dóra dóttir Andrésar, sem kom hingað fyrir mörgum árum,
hafi sagt mér þetta.
Söngur og tónlist
Ástæða þess að ég gat farið suður til náms var sú að afí og
amma í Brautarholti gáfu pabbajörðina Brautarholt um 1937
eða 1938 þegarhann komheim. Svo varþað árið 1944 að hann
fór fram á skilnað við mömmu. Þá sagði Sigurður sýslumaður
við mömmu að hún skyldi ekki gefa eftir skilnaðinn nema
hún fengi jörðina, því pabbi hafði auðvitað aldrei borgað
krónu til uppeldis okkar Hilmars. Þetta gerði hann og það
bjargaði því að mamma gat sent mig í skóla. Hún seldi svo
Haraldi Stefánssyni bónda í Brautarholti jörðina sama ár,
að mig minnir á 25.000 krónur.
Ég hafði óskaplegan áhuga á tónlist og mamma spilaði vel
á orgel, hafði lært það og hún kenndi mér allar nótur, lokaði
mig meira að segja inni í stofu til að æfa mig. Mest söng ég
Sigurður Skagfield í óperuhlutverki Faust.
Steingrímur Óskarsson á Páfastöðum með einn hesta
sinna.
úti í móum þegar ég var að ná í hrossin. Mamma söng ekki
sjálf og henni var ekkert vel við að ég væri að syngja og
afa ennþá síður. Ég sagði þeim að ég ætlaði að læra söng en
þau vildu ekki heyra á það minnst. Samt var hún að kenna
mér að spila. Kannski var þetta eitthvað út af pabba. Hún
gat ekki hugsað sér að ég fetaði í hans spor. Þeim kom illa
saman, afa og pabba, því afa fannst það engin vinna vera að
syngja og hann væri bara letingi, sem nennti ekki að vinna
heiðarlega vinnu.
Eftir að skólanum lauk fyrir sunnan fór ég áfram suður
næstu haust og fékk oftast vinnu í KRON, stóru versluninni
sem var á móti gamla Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg.
Það var þá stærsta búðin í bænum. Þar var gott fólk. Ég var
svo heppin að ég kynntist engu öðru en góðu fólki.
Hilmar bróðir og Kristín fóru að búa í Reykjavík 1946 og ég
fór til þeirra, átti alltaf samastað hjá þeim í Þingholtsstræti 28. Ég
vann þrjá vetur í KRON en svo einn vetur hjá Rafmagnsveitum
ríkisins við efnagreiningu. Það var ægilega gaman. Það var
reikningskennarinn minn sem útvegaði mér þessa vinnu og
þetta var einhver skemmtilegasta vinna sem ég hef nokkru
sinni unnið. Svo tapaði ég henni eins og gengur en gat þá
aftur fengið vinnu í KRON.
60 Heima er bezt