Heima er bezt - 01.02.2006, Page 15
Páfastaðir árið 2000.
mátti jörðin ekki ganga úr ættinni. En svo stóð mér opið að
fara til Þýskalands. Mest langaði mig til að læra að spila
á gítar og fíðlu, langaði svo til að verða gítaristi. Reyndar
ætlaði ég hvort tveggja. Og ég átti vísan samastað hjá Ingu
sem bauðst til að greiða götu mína og kenna mér. En svo
var mamma sjúklingur heima og afí. Mér var raunar stillt
upp við vegg og ég gat ekki annað en farið norður. Pabbi
varð hreint brjálaður að ég skyldi ekki fara út. Svona eru
örlögin en það var erfítt þegar ég var að pakka niður fyrir
sunnan, vorið 1953.
Aftur í sveitina
Árið 1950, þegar ég keypti jörðina, var búið orðið svo lítið
að heyskapurinn gerði miklu meira en duga handa skepnunum.
Eg var mikið búinn að hugsa um hvemig ég ætti að borga
jörðina, en þá var það Hólsbúið á Siglufírði sem vantaði alltaf
heyskap. Þeir heyjuðu á Víkurmýram og víðar. Svo fréttir
Guðmundur bústjóri einhvem tímann að ég geti selt þeim
hey. Það varð svo úr að ég sló íýrir hann og hann kom síðan
með bindivélina til að binda heyið. Þannig seldi ég honum
mikið af heyi í ein þrjú ár og gat borgað alla jörðina með því.
Þetta var auðvitað bara matsverð á jörðinni og mamma fékk
ekki krónu en hinir erfíngjarnir fengu sinn hluta.
Árið 1952 fór Steingrímur frá Páfastöðum og þá hafði ég
enga hesta eða neitt til að slá með. Þá keypti ég Ferguson
dráttarvél, fór í hann Steingrím Steinþórsson, sem þá var
forsætisráðherra. Ég þekkti Steina son hans vel því hann var í
músíkinni. Hann var píanóleikari. Steingrímur var mér alltaf
óskaplega góður. Ég sagði honum að mig vantaði peninga
fyrir dráttarvél. Fáðu þér frekar kall, sagði Steingrímur en
ég hélt ekki. Jæja, þú ræður sagði hann. Svo fékk ég vélina
og sláttvél með henni. Hjalti Pálsson hjálpaði mér síðan
við þetta, náði peningum úr banka og borgaði vélina og
sláttuvélina og sendi mér svo afganginn. Allt stóð upp á
krónu. Hún kostaði 22.000 krónur og var algjörlega fengin
á láni. Vélin kom á skipi og ég sótt hana út á Krók, var þá
búin að taka bílpróf, 18 ára gömul. Svo keyrði ég vélina
frameftir og fyrir ofan gluggann þar sem afí lá í rúminu og
segi honum hvað vélin hafí kostað. “Að hugsa sér” segir
hann, “hún kostaði nákvæmlega það sama og allt þetta hús
þegar það var byggt.”
Það var mikið stökk fram á við að fá dráttarvélina. Ég
varð sjálf að sjá um hana að öllu leyti. Það keyrði hana
enginn nema ég. Ég fékk mér skúffu og sló á enginu. Það
er mikið véltækt á enginu. Afi lét aldrei setja upp í bólstra á
túninu heldur var öllu ekið heim jafnóðum, dregið með ýtu
og hestum jafnóðum og tekið var saman. Hann sagði að hitt
væri tvíverknaður. Það kom heldur aldrei neitt fyrir í þessari
gömlu, niðurgröfnu hlöðu vegna þess að hann lét mig salta
heyið svo vel. Þá nær hitinn sér ekki upp. Hins vegar var
heyið sett upp á enginu. Þar varð maður að rista torfur og
setja á bólstrana. Svo vora torfumar settar aftur ofan í sama
farið og þá sást ekkert eftir næsta ár. Það hvessti svo oft í
ágúst að við urðum að tyrfa niður bólstrana.
Ég kynntist ekki Baldri manni mínum fyrr en um 1953,
hér í Skagafirði, og við giftum okkur 1954. Hann vildi svo
sem ekkert endilega búa en þetta æxlaðist nú svona.
Búið var sáralítið þegar við Baldur tókum við. Fyrstu árin
okkar voru mjög erfíð og við áttum í miklum peningavandræðum.
Afí dó umáramótin 1953-1954, mamma dó 1955,pabbidó
1956 og ekkert af þessu fólki átti neitt. Pabbi átti ekki krónu,
ekkert nema dívangarm sem hann svaf á og gamalt, hálfónýtt
útvarp. Ég varð að slá lán til að borga útförina hans. Það héldu
svo margir að þetta hefði verið ríkidæmi sem við tókum við.
En það var nú eitthvað annað. Auðvitað tókum við jörðina
og innbúið sem var í húsinu en búið var mjög lítið og allt í
kaldakoli peningalega. Við byrjuðum á að taka rafmagnið
1953. Afí hafði ekki getað það 1949 vegna peningaleysis en
ég borgaði heimtaugargjaldið með peningunum sem urðu
afgangs við kaupin á dráttarvélinni, 35.000 krónur. Svona
var það nú.
Baldur fjölgaði fénu eins fljótt og hann gat en það var ekki
fyrr en með byggingu fjóssins árið 1962 að búið fór verulega
að vaxa. Er við hættum búskap árið 1990 og seldum Sigurði
og Kristínu jörðina, þá byggðum við þetta hús, sem nú er
heimili okkar. Þá vorum við komin með gott bú, 40 kúa fjós
en kindur bara til gamans og hross nokkur til að bíta grasið.
Fimm hektara tókum við undan við sölu jarðarinnar. Húsið
okkar hefur einn hektara en svo fengu hin böm okkar sinn
hektarann hvert. Ég var fegin að hætta búskap, búin að mjólka
svo lengi og orðin slæm í hnjánum og skrokknum. Baldur
var líka kominn á síðasta snúning í skrokknum. Hefði Siggi
ekki komið hefðum við selt einhverjum öðrum. Hann var
sölumaður hjá Heklu en var orðinn leiður á því.
Hér búum við síðan í rólegheitum gömlu hjónin. Heilsa
mín er sæmileg og nú syng ég mér til skemmtunar í kór eldri
borgara. Þó að óneitanlega hafí stundum hvarflað að mér
hvernig lífsbrautin hefði orðið, hefði ég farið til Þýskalands
hér um árið, þá þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Ef maður
tekur eitthvað að sér verður að leysa það verkefni og hætta
að hugsa um það sem hefði getað orðið.
Heima er bezt 63