Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 20
þótti langur vegur að sækja kirkju og sóttu
um til konungs að kirkjan mætti byggjast
upp að nýju. Konungur leyfði það og var
kirkjan að mestu leyti byggð upp á kostnað
ábúenda. Þá voru í sókninni um 200 manns.
I lýsingu sem séra Sigurður Sívertsen gerði
um Hvalsnes segir:
„Á Hvalsnesi er mikið tún, hólótt og
greiðfært að mestu. Þar er útræði, allgott
sund, sem Hvalsnessund kallast, nema í
hafáttum. Lítið er um haglendi utan túns,
því að heiðin fyrir innan er uppblásin, og er
þar að mestu leyti grjót- og sandmelar; þó
hafnast þar vel sauðfé og er það á vetrum
einkar góð Qara fyrir útigangsskepnur.”
Hvalsnes var á þessum tíma eign konungs,
en óvíst um jarðardýrleika. Næsti bær sunnan
við Hvalsnes er Stafnnes.
Ketill Ketilsson byggir kirkjur á
Hvalsnesi
Hvalsneskirkja. Ljós
Hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti sálminn
þegar hún lá banaleguna.
Hallgrímur Pétursson var síðan prestur í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Þar orti hann Passíusálmana eftir að hann
var orðinn holdsveikur.
Hvalsneskirkja fýkur
Aðfaranótt 9. janúar 1799 gerði mikið óveður og flæddi sjór
víða á Suðurlandi og varð mikið landbrot. Bátsendakaupstaður
eyddist af sjógangi, og urðu miklar hörmungar yfír Suðurlandi.
Þá fauk kirkjan á Hvalsnesi. Eiríkur Guðmundsson frá Sandfelli
í Öræfum var þá prestur þar og jafnframt var hann síðasti
presturinn sem sat þar. Séra Eiríkur Guðmundsson var fæddur
á Sandfelli árið 1762, sonur Guðmundar Bergssonar prests og
Solveigar Brynjólfsdóttur prests á Kálfafellsstað. Hann vígðist
að Hvalsnesi árið 1796. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni
í Reykjavík. Þá var Dómkirkjan nývígð og var þetta fyrsta
prestsvígslan í kirkjunni.
Eftir að kirkjan á Hvalsnesi fauk varð séra Eiríkur brauðlaus
um hríö. En árið 1811, eftir að séra Bjami Pétursson fór frá
Utskálum, fékk Eiríkur brauðið. Séra Eiríkur andaðist ári
síðar og var grafínn í Hvalsneskirkjugarði
Árið 1820varnýkirkjabyggðáHvalsnesi. Suðumesjamönnum
Áður en steinkirkjan var byggð á Hvalsnesi
var þar timburkirkja, sem Ketill Ketilsson
stórbóndi í Kotvogi lét byggja árið 1864.
Margar tilgátur eru um það af hverju Ketill
réðist í að byggja steinkirkjuna sem enn
stendur, og rífa timburkirkjuna, sem aðeins
m.: FreyjaJónsdóttir. var 22 ára gömul. Timburkirkjan sem Ketill
byggði þótti veglegt guðshús, hún stóð inni
í kirkjugarðinum en steinkirkjan stendur fyrir utan garðinn.
Segir sagan að þakið á timburkirkjunni hafí lekið og Ketill,
sem var maður stórtækur, ákveðið byggja nýja kirkju frekar
en gera við þakið. En fleira hefur sjálfsagt komið til eins og að
Katli hafi þótt kirkjan of lítil. Einhverju sinni á hvítasunnudag
varhann við fermingarguðsþjónustu í kirkjunni á Hvalsnesi.
Mikill mannfjöldi sótti kirkjuna þennan dag og komust ekki
allir inn og stóð hópur rnanna úti. Ketill hafði það á orði að
ekki gæti hann til þess vitað að fólk sem vildi hlýða messu,
hefði ekki þak yfír höfuðið.
Bygging steinkirkjunnar hófst árið 1886. Efnið í hana var
fengið úr klöppum fyrir neðan túngarðinn á Hvalsnesi en
grjótið var fleygað úr þeim. Það var síðan dregið á hestum
að kirkjubyggingunni og tilhöggvið þar með meitli og hamri
í nokkuð jafnstóra steina og eru veggir kirkjunnar hlaðnir úr
því. Súlur í kór og ýmislegt annað tréverk, er gert úr rekaviði,
sem fékkst úr fjörum í nágrenninu. Ekki er ósennilegt að
eitthvað af þeim viði hafí verið úr seglskipinu Jamestown,
sem strandaði fyrir framan Hafnir á hvítasunnudag árið 1881.
Annað efni í kirkjubygginguna var að mestu leyti fengið í
Duusverslun í Keflavík. Magnús Magnússon múrari, ffá
Gauksstöðum í Garði var fenginn til þess að taka steinverkið
að sér. Magnús drukknaði 20. mars 1887 í Varaósi á leið frá
68 Heima er bezt