Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 21
Reykjavík, áður en kirkjubyggingunni var lokið. Þá tók Stefán
Eggertsson múrari í Reykjavík við verkinu. Yfírsmiður við
kirkjubygginguna var Magnús Olafsson, trésmíðameistari
í Reykjavík.
Magnús Magnússon múrari, var fæddur 25. júlí 1840 á
Berjanesi í Vestur-Landeyjum. Foreldrar hans voru Magnús
Oiafsson, bóndi á Efstu-Grund og Oddný Jakobsdóttir úr
Eyvindarhólasókn. Magnús lærði steinsmíði hjá Birni
Guðmundssyni og vann við að hlaða veggi Alþingishússins.
Þar lærði hann að höggva til hleðslugrjót og hlaða úr því og
múra í milli. Hann hlóð veggi Innri-Njarðvíkurkirkju og
var langt komin með að hlaða veggi Hvalsneskirkju þegar
hann drukknaði. Fyrri kona hans var Þuríður Jónsdóttir frá
Stóru-Mörk undir Eyjatjöllum. Seinni kona hans var Þuríður
Sæmundsdóttir frá Fjósakoti, Langholtssókn.
Jafnt að utan sem innan er kirkjan ákaflega falleg og vel við
haldið. Við allar endurbætur hefur mikið verið lagt upp úr því
að hún héldi sínu upprunalega útliti. Þegar Hvalsneskirkja
var byggð var hún ekki einangruð og það var ekki fyrr en
árið 1945 sem það var gert. Tíu árum síðar var rafmagn sett
í kirkjuna, hún raflýst og hituð upp með rafmagni.
Altarið er frá 1867 og altaristaflan er mikið listaverk.
Hún sýnir upprisuna og er máluð af Sigurði Guðmundssyni.
Minni kirkjuklukkan er frá 1820, einnig silfurkaleikur og
korpóralklútur. Tinskál sem kirkjan á er með ártalinu 1824 og
skímarfontur sem merkileg saga fylgir. Erlendur Guðmundsson
bóndi á Stafnsnesi smíðað hann og gaf þáverandi kirkju á
Hvalsnesi. Erlendur var rúmliggjandi þegar hann vann verkið
og segir sagan að hann hafi verið lamaður frá mitti, en eftir að
hann hafi lokið smíðinni og fært kirkjunni gripinn hafí hann
komist á fætur. Stærri klukkuna gáfu sóknarböm 1874.
Ketill Ketilsson var sonur Ketils Jónssonar í Kotvogi.
Ketill Jónsson var fæddur á Svalbarði að Alftanesi 1793 og
sleit þar barnsskónum. Hann kvæntist Vigdísi Jónsdóttur,
dóttur Jóns Daníelssonar í Stóru -Vogum á Vatnsleysuströnd.
Arið 1831 fluttist Ketill suður í Hafnir, hann var þá orðinn
ekkjumaður. Tveir ungir synir hans voru með honum. Hann
giftist síðan Önnu Jónsdóttur. Anna og Ketill bjuggu góðu
búi í Kotvogi og voru þar til dauðadags. Ketill Ketilsson
var fæddur að Svalbarði á Alftanesi 1823 og var af fyrra
hjónabandi föður síns. Ungur maður lét hann smíða sexæring
og gerði sjálfur út. Ketill kvæntist Vilborgu Eiríksdóttur frá
Litlalandi í Ölfusi. Þau fluttu að Hvalsnesi, eignarjörð Ketils
árið 1859. Ketill Ketilsson þótti hafa á sér höfðingjasnið;
hár og beinvaxinn, glaðlegur í viðmóti og mikill söngmaður.
Hann var framtaksamur og eignaðist margar jarðir víða á
Suðurnesjum.
Hann fluttist aftur að Kotvogi að beiðni föður síns og tók
þar við búi. Ketill Ketilsson byggði upp bæinn í Kotvogi
og auk þess, eins og að framan greinir, byggði hann tvær
kirkjur á Hvalsnesi.
Helstu heimildir eru frá Þjóðskjalasafni, lýsing
Utskálaprestakalls 1839 eftir Sigurð B. Sívertsen, samantekt
úr sögu kirkjunnar semlðunn G. Gísladóttir tóksama, Undir
Garðskagavita eftir Gunnar M. Magnúss og Hafnir eftir
Jón Þ. Þór.
Á léttu nótunum
Nýliðinn í hemum var settur á vakt upp úr miðnætti. Hann
gerði sitt besta nokkuð lengi, en svo fór að um tjögur leytið
sofnaði hann. Hann vaknaði við það að liðsforinginn stóð
fyrir framan hann.
Honum var ljós refsingin sem lá við því að vera gripinn
sofandi við skyldustörfin, svo hann brá fyrir sig því snjallræði
að láta höfuðið hanga niður enn um sinn, leit síðan upp og
sagði lotningarfullur:
„A-a-a-men!“
Seint um kvöld á geðveikrahælinu hrópaði einn vistmaðurinn
allt í einu:
„Eg er Napóleon!“
Annar sagði:
„Hvernig veistu það?
„Guð sagði mér það,“ svaraði sá fyrri.
Þá heyrðist hrópað úr næsta herbergi:
„Nei, ég sagði það ekki!“
Góðu fréttirnar: Allir þrælarnir á þessari galeiðu munu fá
aukaskammt af rommi með hádegismatnum.
Vondu fréttirnar: Eftir matinn vill skipstjórinn fara á
sjóskíði.
Tveir menn voru á ferð í járnbrautalest í fyrsta sinn og
höfðu keypt sér banana til að hafa í nesti. Á sama augnabliki
og annar þein-a beit í sinn fór lestin inn í dimm jarðgöng.
Honuni brá við og sagði:
„Beist þú í bananann þinn?“
„Nei,“ svaraði hinn.
„Þá í guðanna bænum gerðu það ekki! Eg beit í minn og
varð samstundis blindur!“
Heima er bezt 69