Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 27

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 27
A þessari Ijósmynd, sem tekin var í mars 1901, situr Gustav Weisskopf undir dóttur sinni vió hœgri vœngflugvélar sinnar, nr. 21. [Scientifw American S.júní 1901] ÚR SÖCU FLUCSINS Síðari hluti Frumkvöðlar á tuttugustu öld I fyrri hluta þessa pistils var greint frá þróun loftbelgja og gasfylltra loftskipa frá átjándu öld, frá svifflugum og svifdrekum og að lokumfrá tilraunum undir lok nítjándu aJdar meó gufuknúna dreka sem vart lyftust frá jörð. Með nýjum og léttari sprengihreyflum hófst á nýrri öld saga flugvéla sem hófust á Joft fyrir eigin afJi og Jétu að stjórn fJugmanns í lofti og í lendingu. Ymislegt í þeirri sögu kom ritara hennar á óvart, og vonandi þykir fleirum það forvitnilegt lesefni. Wrightbræður Bandarískir biskupssynir, bræðumir Wilbur (1867—1912) og Orville (1871 ~ 1948) Wright, hafa komist á spjöld sögunnar fyrir að hanna og smíða fyrsta loftfarið, eðlisþyngra en andrúmsloftið, sem flaug fyrir eigin vélarafli og lét að stjóm manns sem í því sat. Þeir ráku reiðhjólasmiðju í Dayton í Ohio þegar þeir, aldamótaárið 1900, ákváðu að hefjast handa við flugvélasmíð. Þeim var ljóst að þjálfun flugmanna skipti ekki minna máli en gerð flugtækjanna, og leituðu að athafnasvæði í samræmi við það. Octave Chanute mælti með stað þar sem nóg væri af sandi til að draga úr hættunni á brotlendingu, og allsterkir, stöðugir vindar. Auk þess vildu bræðurnir vera úr alfaraleið til að komast hjá ágangi fréttamanna. Rétti staðurinn fannst svo þar sem heitir Kitty Hawk í Norður-Karólínufylki, og þangað héldu bræðurnir í september 1900. Fyrsta svifflugan, með trégrind Örnólfur . ^ Thorlacius /m " Wi/bur (t.v.) og Orville Wright. [Associated Press] sem dúkur var strengdur á, var tilbúin í október og var fyrst prófúð sem flugdreki á línu. Síðar var línunni sleppt en ekki er ljóst hvort flugan flaug með öllu Heimaerbezt 75

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.