Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 29

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 29
of St. Louis, sem Lindbergh stýrði yfír Atlantshaf. I þeim sal stóð Flyer þar til flugvélin var tekin til vandlegrar rannsóknar og yfírferðar 1984 og var svo í júní 1985 flutt á veglegan bás í nýrri deild Smithson- safnsins, Flug- og geimferðasafninu í Washington {National Air and Space Museum). Voru þeir fyrstir? Eins og við er að búast hafa ýmsir - eða aðrir fyrir þeirra hönd - gert tilkall til þess að hafa smíðað fyrstu stýranlegu og mannbæru flugvél sögunnar. 1 stórum dráttum má draga þessa kröfhafa í tvo dilka: Annars vegar eru þeir sem telja sig eða aðra hafa smíðað nothæf flugtól fyrir árslok 1903 og verið þar með á undan Wrightbræðrum, en aðrir vefengja flug bræðranna áþeim tíma, telja ýmist að það hafí aldrei verið staðfest eða að einhverjir meinbugir hafí verið á fram- kvæmdinni. 1 fýrri hópnum er augljóslega Samuel Langley. Hann gerði að vísu enga kröfu til þess að verða talinn með frumkvöðlum flugs; þvert á móti gafst hann vonsvik- inn upp á tilraunum til flugvélasmíða og taldi þeim tíma og því fé illa varið, sem farið hefði í þessi umsvif. En síðar, eftir að ljóst varð að hægt var að fljúga endurgerðri flugvél hans, urðu ýmsir til að telja að hann hefði á sínum tíma smíðað nothæfa flugvél, þótt enginn hefði kunnað með hana að fara. Aðrir töldu að þakka mætti flughæfnina endurbótum Curtiss, einkum betri hreyfli í nýju gerðinni. Hvað sem því líður, hafði Langley þegar upp er staðið engin áhrif á framvindu flug- listarinnar. Nýsjálendingurinn Richard Pearse (1877-1953) hefur stundum verið talinn - og með nokkrum rétti - fyrsti maður sem flaug vélknúinni flugvél. Hann smíðaði einþekju með tveggja strokka sprengihreyfli af sérkennilegri gerð og nútímalegum þriggja hjóla lendingarbúnaði. Þessari flugvél flaug Pearse í fyrsta sinn 31. mars 1902, þar sem heitir Waitohi á Nýja-Sjálandi. Vitnum ber ekki saman um vegalengd- ina, sem trúlega var um 300 metrar, en ljóst er að Pearse hafði litla stjóm á flugvélinni, og ferðinni lauk í þéttum, tveggja mannhæða háum runna. í síðari Fyrirrennari fisflugvéla nútímans, Demoiselle, einþekja Santos Fyrsta sviffluga Wrightbræðra svífur hér í bandi eins ogflugdreki árið 1900. Gustav Weisskopf. tilraunum, sumarið 1903, virðist hann hafa komist allt að kílómetra, en náði víst aldrei vemlegri stjóm á för flugvélar sinnar og réð litlu um lendingarstað, þótt heimildir séu vissulega um að hann hafí getað beygt. Utan Nýja-Sjálands hyllast margir til að flokka ferðalög Pearses í loftinu frekar undir „hopp“ en stýrt flug, en landar hans hafa heiðrað minningu þessa fmmkvöðuls með minnismerki í Waitohi, og með ffímerkjum með mynd af honum og flugvél hans. Bandarískur sérvitringur, Lyman Wiswell Gilmore (1874-1951), kvaðst hafa flogið gufuknúinni flugvél, eigin hönnun og smíði, hinn 15. maí 1902. Til eru ljósmyndir af flugvél Gilmores, en engin af henni á flugi. Hann var argur sóði, gekk til dæmis í sama frakkanum jafnt vetur sem sumar og ekki lagði ávallt af honum þekkilegan þef. Eftir að Gilmore var nauðugur færður úr frakkanum og aflúsaður, var frakkinn brenndur og í vösum hans öll skjöl sem sannað hefðu getað staðhæfíngar hans um flug. Þýskur maður, Karl Jathro (1873- 1933), smíðaði flugvél með eins strokks sprengihreyfli sem „hoppaði" allt að 60 metra og upp í um þriggja metra hæð hinn 18. ágúst 1903. Síðastur þeirra sem hér verða nefndir, og sagðir era hafa smíðað vélknúna flugvél og stjórnað henni áður en Wrightbræður komu fram með Flyer sinn, er þýskur maður, sem fluttist til Bandaríkjanna og starfaði þar. Gustav(e) weiGkopf/ Whitehead Gustav Albin Weisskopf fæddist 1. janúar 1874 í Leutershausen í Bæjaralandi og lést 10. október 1927 í Fairfield í Ohio í Bandaríkjunum, 53 ára. Hann ólst upp í föðurhúsum í Leutershausen og að foreldrunum látnum þar nærri, í Ansbach, hjá afa sínum og ömmu. A unglingsaldri fór hann til Hamborgar þar sem hann var tekinn nauðugur (,,sjanghæaður“) á seglskip 1888. Hann sigldi svo um heimshöfin, bjó um skeið í Brasilíu og fluttisttil Bandaríkjannatvítugur, 1894. Þar breytti hann nafni sínu í Whitehead og stafaði skímamafh sitt auk þess Gustave. I Bandaríkjunum vann hann meðal annars fyrir hollvinafélag flugs í Boston að smíði svifflugna, sem að sögn vom ekki beysnar; þó er heimild fyrir því að ein þeima hafí tekist á loft og svifið stuttan spöl. Einnig snríðaði hann flugdreka fyrir fyrirtæki í New York. Þegar Whitehead gekk i hjónaband í Buffalo 1897 skráði hann sig á vígsluvott- orðið senr „loftfara" (aeronaut). Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.