Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 30

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 30
Árið 1899 bjó Whitehead í Pittsburgh, og þá um sumarið prófaði hann flugvél, sem knúin var gufuvél. Með honum í för var Louis nokkur Darvarich, sem virðist hafa verið eins konar kyndari við gufuketilinn. Hann staðfesti þátttöku sína í þessu ævintýri skriflega árið 1934. Því mióur lauk fluginu á húsvegg. Kyndarinn brenndist af gufu og lenti á spítala en Whitehead slapp ómeiddur. Slökkviliðs- maður, sem kallaður var á vettvang, staðfesti þessa atburðarás síðar og bar þá kennsl á Whitehead á ljósmynd. Whitehead hélt ótrauður áfram tilraunum sínum og hlaut til þeirra 300 dala styrk frá áhugasömum velunnara. Árið 1901 var hann kominn með flugvél, sem hann kallaði nr. 21, rennilega einþekju með dúk á bambusgrind og vængi með 36 feta (11 metra) vænghaf, sem í flutningi mátti leggja saman líkt og leðurblökuvængi. I þessu tóli voru tvær léttar gufúvélar, sem Whitehead hafði hannað og smíðað. Vélamar gengu fyrir asetílengasi, sem framleitt var úr kalsíumkarbíði, og hægt var að tempra snúningshraðann með því að breyta þrýstingnum á gasinu sem streymdi inn í strokka vélarinnar. Svo er að skilja á heimildum að önnur vélin hafí knúið hjól flugvélarinnar við flugtak, en svo hafí gasþrýstingnum verið beint inn í hina vélina, sem sneri tveimur skrúfúm. Hinn 18. ágúst 1901 var í sunnudagsblaðinu Bridgeport Herald frétt um það að útgefandi blaðsins hefði ásamt tveimur samstarfsmönnum Whiteheads fylgst með því hinn 14. ágúst þegar Whitehead prófaði flugvél sína fyrst mannlausa, með ballest í flugmanns stað, en settist síðan við stjómvölinn og flaug nr. 21 í nokkurra feta hæð. Hann sneiddi fimlega hjá kastaníutrjám sem í vegi vom, stöðvaði svo hreyflana og lenti vélinni mjúklega eftir um hálfrar mílu flug. Vitnum ber ekki fyllilega saman um framhaldið, en hann er sagður hafa flogið alls fjórum sinnum skakkafallalaust þá um daginn. Frá þessu var einnig greint í bandarísku blöðunum New York Herald og Boston Transcript, og tíðindin bámst til Evrópu, þar sem þeirra var getið í fréttablaði loftskipsmanna í Vínarborg, Wiener Luftschijfer Zeitung. Einnig fara sögur af vellánaðri Alberto Santos Dumont. flugferð Whiteheads 17. janúar 1902 í nýrri flugvél, nr. 22, sem gekk fyrir bensínhreyfli. Mönnum ber ekki saman um áreiðanleika þessara frásagna. Gagnrýnendur, en þeirra háværastir em bandarískir velunnarar Wrightbræðra, vefengja heimildimar, þar sem í frásögnunum sé margt mótsagnakennt og reyfaralegt. Bent er á að sagan um ferðina árið 1899, með kyndara sem mokað hafi eldsneyti undir ketil gufuvélarinnar, „bregði upp dásamlegri mynd samkvæmt ágætustu hefðum amerískra ýkjusagna“ (paints a wonderfulpicture in the best tradition of theAmerican tall tale). Ekki þykir heldur trúverðug sagan í Bridgeport Herald af því þegar nr. 21 lenti óskemmd eftir mannlaust flug með 220 pund af sandi í flugmanns stað.1 En Gustav Weisskopf á sér líka áhrifamikla stuðningmenn. Hann var sem fyrr segir ættaður frá Bæjaralandi, en þeir sem þar búa em að sögn jafnsannfærðir um eigið ágæti og móðurfrændur mínir í Þingeyjarsýslu hér á Islandi. I fæöingarborg Weisskopfs, Leutershausen, 1 Þessi gagnrýni er sótt í pistil frá Wright Bros. Aemplane Co\ http://www.first-to-fly.com/His- tory/History of Airplane/Whitehead.htm er starfandi „Flugsögurannsóknastofnun Gustavs Weisskopf “, die Flughistorische Forschungsgemeinschaft Gustav Weifikopf og á vegum hennar hefur meðal annars verið smíðuð eftirmynd af tlugvél hans, nr. 21, og henni verið flogið með góðum árangri. Virðist þar með sannað að flugvél hans geti á sínum tíma hafa látið að stjóm, en það hefur verið gagnrýnt, að eftirmyndin hafi, eins og eftirmynd Curtiss af Aerodrome Langleys, verið knúin hreyflum af nýrri gerð. I tengslum við þjóðminja- og byggðasafn í Leutershausen er deild til minningar um brautryðjandastarf Weisskopfs, das Flugpionier-Gustav- Weifikopf-Museum. Þar má sjá skjöl, Ijósmyndir, bækur, tímarit og starfhæf líkön af hreyflum hans, sem og eftirgerðina af nr. 21, sem áður var getið.2 Wrightbræður neituðu sem fyrr segir að afhenda flugvél sína Smithsonsafninu í Washington nema tryggt væri að safnið og rannsóknastofnun Smithsons viður- kenndu þá sem frumkvöðla í flugi. Að bræðrunum báðum látnum, árið 1948, settu erfmgjanir það sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir afhendingunni, að hvorki Smithsonstofnunin né nokkrar deildir er undir hana heyrðu mættu tengja nokkra flugvél, líkan eða teikningu, ffá tímanum fyrir flug flugvélar Wrightbræðra 1903, við tæki er flogið hefði með mann og látið að stjóm. Ef frá þessu væri vikið, hefði stofnunin fyrirgert rétti sínum til að sýna flugvélina. Vegna þess hve voldug Smithson- stofnunin er, má segja að með þessu sé það borin von að Weisskopf/Whitehead - eða nokkur annar meintur frumherji í flugi - fái sanngjama umfjöllun í Bandaríkjunum um mannað flug fyrir árslok 1903. Mér fannst ýmislegt forvitnilegt en sumt jafnffamt óljóst í sögu Weisskopfs, svo ég skrifaði stofnun hans í Leutershausen og bað um upplýsingar, einkum um líkanið af flugvél Weisskopfs. Annar tveggja forstöðumanna stofnunarinnar, Matthias Lechner, sendi mér langt og ítarlegt svar. Þar rekur hann þá afarkosti, sem fulltrúar Smithsonstofnunarinnar urðu að fallast á til að fá flugvél Wrightbræðra 2 Sjá greinargerð frá stofnun Weisskopfs í Leu- tershausen: http://www.weisskopf.de/ 78 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.