Heima er bezt - 01.02.2006, Side 31
til sýningar og hér heíur verið greint frá.
Hann heldur svo áfram:
Við höfum aldrei haldið því fram að eftirmynd
okkar af hinni frægu flugvél Whiteheads, nr.
21, hafí gengið fyrir sams konar asetílenhreyfli
og hann hannaði og smíðaði. Við notuðum
UL-hreyfla og drógum úr afli þeirra og orku
til jafns við hreyfla Whiteheads frá 1901.
Þetta var gert til að tryggja öryggi flugmanns
og komast hjá spjöllum eða eyðileggingu á
flugvélinni. Með því að draga úr vélarafli til
jafns við það sem Whitehead réð yfír gátum
við á fullnægjandi hátt sýnt fram á að hægt
hefði verið að fljúga tæki hans og hafa stjóm
á því að vissu marki.
Það er meira en sagt verður um þá eftirmynd
sem sýnd var, þegar fagnað var aldarafmæli
flugs í Bandaríkjunum í desember 2003.
í framhaldinu bendir Lechner á það,
að ekkert líkan af Kitty Hawk Flyer-
tvíþekjunni frá 1903 hafi verið nákvæm
eftirmynd, enda hafí Wrightbræður
ekki skilið eftir sig neinar teikningar
af flugvélinni. Það sem á eftir fer hefiir
Lechner eftir William J. O’Dwyer, fv.
majór í bandaríska flughemum:
Tækið [sem sett varupp á Smithsonsafninu
á aldarafmælinu] er smíðað eftir „fáeinum
leifum" úr flakinu frá 17. desember 1903. Mest
af upphaflegu grindinni setti Orville saman
í skyndingu við gerð líkansins sem sent var
Vísindasafhinu í Lundúnum 1927. Það var svo
tekið sundur og geymt í neðanjarðarbyrgi í
Bretlandi í síðari heimsstyrjöldinni, og
var ranglega skráð sem „frumgerð" þegar
Smithsonstofnunin tók við því frá erfingjum
Orvilles. Þetta líkan var svo tekið sundur og
endurgert með enn frekari ónákvæmni fyrir
flutninginn frá Smithsonbyggingunni í hið nýja
safn Flug- og geimferðasafnsins í Washington.
Og enn var því breytt til undirbúnings fyrir
aldarafmælissýninguna.
Og Lechner hefur þetta eftir sér-
fræðingum á vegum bandarískrar ftug-
og geimflugsstofnunar í Kalifomíu,
American Institute of Aeronautics and
Astronautics), sem smíðuðu eftirmynd
af flugvél Wrightbræðra til flugs á
aldarafmælinu:
Nákvæm eftirmynd hefði verið mjög
óstöðug og háskalegt að ftjúga henni. ...
Við viljum ekki drepa okkur, og ætlum að
breyta flugeiginleikunum (aerodynamics)
Percy Pilcher á vængjum „Hauks “
síns 1897.
að loknum prófum í vindgöngum. í
stað kvíslarinnar (the cradle) verður
stýrisstöng, eins og í sumum nútímaflug-
vélum, og nýtísku hreyfill mun knýja tvær
loftskrúfur.
Mér virðist, að störf Weisskopfs að
flugmálum hafi ekki, fremur en störf
Langleys, breytt neinu um framgang
fluglistar. Sýnt hefur verið fram á
að flugtæki beggja geta flogið með
endurbættum hreyflum. En ef trúa
má fréttum í bandarískum blöðum og
vitnisburði samtímamanna (sem ýmsir
telja að vísu ótrúverðugar heimildir, eins
og komið hefur hér fram), hefúr Weisskopf
það fram yfír Langley, að honum tókst
að fljúga og lenda flugvél sinni. Og
þá ber honum vissulega heiðurssess í
flugsögunni.
Hvenær náðu Wrightbræður
tökum á fluginu?
Eins og hér hefur komið fram, hefur verið
vefengt að Flyer þeirra Wrightbræðra hafi
fúllnægt ítrustu kröfum um „flug undir
fullri stjórn“ fremur en „hopp“. Lengsti
samfelldi flugtíminn var innan við mínútu
og ljóst er að tækið var viðkvæmt fyrir
sviptivindum. Því hefur líka verið haldið
fram að Flyer hafí ekki tekist á loft fyrir
eigin vélarafli, heldur hafí flugvélinni
verið skotið upp með valslöngu (catapult),
eins og svifflugum þeirra fram að þeim
tíma. Þessu mótmæla stuðningsmenn
bræðranna, og telja að næg vitni séu
að sjálfstæðu flugtaki, þótt vissulega
hafi Wrightbræður stundum slöngvað
vélknúnum flugvélum á loft til að spara
tíma og orku.
Nútímatæknimenn telja ósennilegt að
vélarafl Flyers hafl nægt til flugtaks og
flugs nema í einkar hagstæðum vindi,
enda eru eftirgerðu flugvélamar, sem
flogið var í tilefni aldarafmælisins í
Bandaríkjunum, með mun öflugri og
fullkomnari hreyflum.
Líka hefúr verið fundið að því, að
Wrightbræður sýndu ekki opinberlega
flugvél á lofti fyrr en 1908, og í bréfí
þeirra til stjómar Bandaríkjahers frá
árinu 1905, þarsemþeirbjóðahemum
afnot af flugvélum sínum, em hvorki
teikningar né lýsingar af þeim tólum
sem í boði eru.
Bræðumir héldu hins vegar áfram
tilraunum sínum eftir 1903, og þeir fúll-
nægðu án efa öllum kröfum til fúllfleygra
og stýranlegra flugvéla síðar.
Santos Dumont
Sumir vilja miða staðfest upphaf á
flugi Wrightbræðra við árið 1908,
þegar þeir sýndu fyrst flugvél á flugi
opinberlega. Miðað viðþá tímasetningu
(og ef staðhæfmgar um flug Weisskopfs
em ekki teknar gildar) kemur brasil-
ískur maður, Alberto Santos Dumont
(1873-1932), sterklega til greina sem
fyrsti flugvélasmiður og flugmaður
sögunnar.
Santos Dumont fæddist í Brasilíu,
yngsti sonur auðugs kaffiekrueiganda
af frönskum ættum. Faðirinn féll af hesti
og slasaðist og fluttist til Evrópu árið
1891 ásamt konu sinni og yngsta syni.
Alberto var sendur í háskóla í París, þar
sem hann lagði stund á raunvísindi og
vélfræði. Hann hóf uppfmningaferil sinn
á gerð þriggja hjóla keppnisbifhjóla, en
fékk brátt áhuga á flugi og sendi fyrsta
loftbelg sinn á loft 1898. Á eftir komu
fleiri og stærri loftbelgir og síðan stýranleg
loftför. Árið 1901 vann hann til verðlauna
með loftskipi, sem hann stýrði kringum
Eiffeltuminn, og skipti verðlaunafénu,
100.000 frönkum, á milli verkamanna,
sem hjá honum störfúðu, og betlara.
Umferðin í París hefur þá ekki verið
jafnþung og nú, og Santos Dumont, sem
var léttlyndur ungur maður, átti það til að
skella sér óvænt í loftskipi niður á götur
borgarinnar, kannski bara til að fá sér
kaffi á einhverjum veitingastaðnum.
Þegar Santos Dumont hafði náð valdi
á gasfylltum loftskipum sneri hann sér
árið 1906 að gerð flugvéla sem þyngri
Heimaerbezt 79