Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Page 38

Heima er bezt - 01.02.2006, Page 38
Fyrstu vordægur. Ljósið loftin fyllir og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagamir lengjast og dimman flýr í sjó; bráðum syngur lóan í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. Þá flettir sól af fjöllunum fannanna strút; í kaupstað verður farið og kýmar leystar út. Báðum glóey gyllir geimana blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Við ljóð Tómasar samdi Gylfí Þ. Gíslason lagboða, sem iðulega heyrast í ljósvakaíjölmiðlum okkar. Þekktast mun vera „Ég leitaði blárra blóma“, sem birtist í fyrstu ljóðabók skáldsins „Við sundin blá“, er út kom 1925. Ég geri ráð fyrir, að flestir lesenda HEB kunni þetta ljóð, en sé svo ekki, ræð ég þeim til að læra það. Að eiga ljóð í huganum er auður, sem ekki lækkar í gildi, þótt árin líði. Ég birti hér annað ljóð eftir Tómas, sem Gylfi samdi lag við. Það heitir Tryggð Hér sit ég einn og sakna þín. Með sorg í hjarta drekk ég vín. Og mánaljósið líkfölt skín á legubekkinn minn. Og aleinn sit ég þar íþetta sinn. Hve ást þín mig á örmum bar. Hve innileg vor gleði var, er saman tvö við sátum þar, svo saklaus, góð og hrein, sem fuglar tveir, er syngja á sömu grein. Og alltaf skal ég að því dást, að enn skuli mitt hjarta þjást, af sömu þrá og sömu ást, þótt sértu farin burt, þótt sértu farin fyrir viku burt. Hún þykir fágœtþessi dyggð. Eg þekki enga slíka tryggð. En tíminn lceknar hugans hryggð og hylur gömul sár, en sumum nægir ekki minna en ár. Síðasta erindi þessa ljóðs finnst mér bera af. Já, ástin er stundum enginn leikur. Engin sorg er dýpri en sú, sem bundin er ást. Það hafa margir reynt. Mundi ljóð þetta hrífa hug manns svipað, ef það væri í lausu máli? Ég efa það. Við megum ekki glata stuðlum og rími úr máli okkar. Að lokum er hér átthagaljóð. Það er eftir Sigurbjöm Stefánsson, er var einmitt hagyrðingur mánaðarins, sem nú er að hverfa í tímans haf. Ljóðið hans Sigurbjöms er ekki langt, en lýsir vel ást hans og aðdáun á heimaslóðum hans, Oslandshlíðinni, sem er sveit í Skagafírði austanverðum, ekki langt frá Hofsósi. Heimhugur - Oslandshlíð Fór ég víða fótum tveim, fennir í slóð og spora. Alltaf þyngistþráin heim, þegar fer að vora. Stundum þó í stormi og hríð standi höllum fótum, ég hef tengst þér, Oslandshlíð, óslítandi rótum. Ef ég missti œskuþrá og innri Ijósmyndþína, skaðlegur væri skorinn þá skurður á lífæð mína. Þátturinn verður ekki lengri að þessu sinni, en koma tímar, koma ráð. Eitthvað er í pípunum. Mig vantar ljóð, helst dægurljóð, ort undir skemmtilegum og ijörlegum lögum. Fólk hefur gaman af að riija upp lagboða frá yngri áram sínum. Og átthagaljóð hljóta enn að fínnast í fórum ykkar. Ég þakka vinsamleg bréf og kveðjur. Lifíð heil. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík, audbras@simnet. is 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.