Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 39
^ Hjálmarsson: Papýrus og pappír Nú á tímum er pappír svo mikið notaður og til svo margvíslegra þarfa að við gætum vart hugsað okkur að vera án hans. Og heitið á þessari nauðsynjavöru er líka svo hversdagslegt að vart mundi það hvarfla að okkur að það væri komið úr máli Forn-Egypta á bökkum Nílarfljóts, ef við ekki vissum betur. En þótt pappír sé ákaflega algengur og í daglegri notkun um víða veröld, þá er hann tiltölulega nýlega kominn til sögunnar, því að varla munu það vera nema 5-6 aldir síðan fólk um norðanverða Evrópu kynntist honum að marki. Fólk hafði nefnilega tileinkað sér bókstafagerð og ritlist löngu áður en það vissi af pappírnum og skrifað þá á ýmis önnur efni. Nægir í því sambandi að benda á handritin okkar frá miðöldum sem skrifuð voru á blöð úr skinni er verkað hafði verið sérstaklega til slíkra nota. Þegar í fornöld náði papýrusjurtin mikilli útbreiðslu sem hentugt efni til skrifta. Papýrus er seíjurt, skyld stör, og þrífst best í votlendi og í heitu loftslagi. Leggirnir á jurt þessari eru allgildir og geta orðið nokkurra metra háir. Upphaflega óx papýrusjurtin aðeins á heitustu landsvæðum Afríku, en snemma á | öldum var hún flutt til Egyptalands, þar sem hún dafnaði með ágætum ' á bökkum Nílarfljóts. Efni það sem notað var til skrifta var ekki unnið úr blöðum jurtarinnar, heldur úr stönglum hennar sem flett var í sundur. Innan í stönglunum eru bastríkar himnur sem lagðar voru þvert á hverja aðra og síðan pressaðar saman. Límefnið í himnunum var svo sterkt að úr þessu mynduðust arkir sem gjarna voru undnar upp á sívöl kefli. Á slíkar arkir hófú menn snemma að skrifa og teikna og urðu papýrusarkimar brátt það efni sem langmest var notað til ritstarfa í fomöld. Og þegar Egyptum hafði lærst að búa til þessar papýmsarkir, höfðu menn fengið í hendumar gnægðir af tiltölulega ódýru og handhægu efni til ritstarfa. En arkir þessar voru viðkvæmar og aðeins hægt að skrifa á aðra hlið þeirra, þar sem blekið vildi lita í gegnum efnið. Papýrusjurtin reyndist gagnleg til fleiri þarfa en ritstarfa, því að menn notuðu hana líka til að flétta úr henni reipi og bönd eða riða úr henni körfur. Og sakir mikils flotefnis í efni þessu var það jafnvel notað til að gera úr því báta og skip. Framleiðsla og verslun með papýms varð snemma á öldum mikilvæg tekjulind hjá Forn-Egyptum og gættu þeir þess vandlega að halda vinnsluaðferðunum leyndum, svo að aðrar þjóðir lærðu ekki listina við gerð efnisins. Þessi einokun Egypta varð til þess að þeir gátu haldið verðlagi á því tiltölulega háu. Það hafði síðan þær afleiðingar að víða um lönd reyndu menn að notast við ýmis önnur efni til ritstarfa sinna. Til dæmis byrjuðu menn afar snemma að nota dýraskinn til skrifta. Sú notkun jókst mjög eftir að tekist hafði að finna upp aðferðir til að hreinsa skinnin, gera þau lyktarlaus og láta þau fá ljósa og jafnvel hvíta áferð. Þannig verkað skinn nefndist pergament í höfuðið á borginni Pergamon í Litlu-Asíu, þar sem þessar verkunaraðferðir höfðu verið fundnar upp og þróaðar um það bil tveimur öldum fyrir Krist. I suðlægum löndum notuðu menn helst skinn af « K'Jml^ a. r~i*°v Mvy1 cT.tóv.jj.f-isvi ÍNI o tK> X NJ WÍH CpYTJ .4lÍN ^ rr-orxnnfx*. r tCTÍ . , S-«h.--3s «1 ‘P«!p,V .Swir ■cpkwWM'i P-V* E.OINÍ,.1 Fleimaerbezt 87

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.