Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 42

Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 42
með traustu faðmlagi og heitum kossi, svo leiðast þau inn í bæinn. * * * Degi er tekið að halla. Húsfreyjan í Nesi fylgir ferðafólkinu úr hlaði. Hún ætlar að ganga með því niður á þjóðveginn. Æskuvinkonurnar leiðast arm í arm en þeir nafnarnir teyma gæðingana. í fyrstu ríkirþögn í hópnum en svo hallar Sigga sér þéttar upp að vinkonu sinni og segir hlýjum rómi: - Ég þakka þér, Sigrún mín, meira en orð fá lýst, fýrir komuna hingað að Nesi á þessu sumri og alla þín góðu og ómetanlegu hjálp. - Sú hjálp var nú léttvæg á móti allri þinni aðstoð veturinn er ég lá hér heima sem veikust forðum daga. Og sennilega hefði ég aldrei augum litið æskusveitina mína aftur ef þú hefðir ekki skrifað mér á síðastliðnu vori og óskað eftir aðstoð minni í bamsburðartilfelli, en slíkri bón frá bestu vinkonu getur enginn neitað, svarar Sigrún þungt hugsi. Sigga brosir glaðlega. - Ég játa að mér fannst þetta dálítið frekt, að skrifa þér og biðja þig að koma með barn þitt alla leið vestan af íjörðum til að mæta duttlungum mínum, þar sem hægt var að fá hérna í næsta nágrenni út á Flúðum, nóg af kaupakonum. En ég iðrast þess ekki nú á þessum brottfarardegi þínum frá Nesi, að hafa skrifað þér bréf, segir Sigga af djúpri sannfæringu. Sverrir Karlsson hefur hlustað hljóður á þetta tveggja kvenna tal en honum var orðið ljóst áður hverjum bæri að þakka það að Sigrún kom heim í sveitina þeirra að nýju. Hann rífur sinn þagnarmúr: - Ég frétti fyrir skömmu Sigga mín, að ég ætti þér að þakka að Sigrún kom heim í sveitina okkar á þessu sumri... - O... blessaður vertu, grípur Sigga fram í, - Guð hefði á einhvem hátt leitt ykkur saman þótt ég hefði ekki skrifað vinkonu minni og beðið hana að koma heim. En þú varst nokkuð ofarlega í huga mínum, gamli æskufélagi, á meðan ég skrifaði það bónorðsbréf. Sigga kímir glettnislega, líkt og í þá daga er vor æskunnar speglaðist í augum hennar. - Og þessa bréfritun vildi ég geta endurgoldið þér við verðugt tækifæri góða vinkona, svarar Sverrir Karlsson og rödd hans er næstum klökk af þakklæti og gleði. Þau eru nú komin niður á þjóðveginn og leiðir skilja. Kveðjustundin er þmngin gagnkvæmri og fölskvalausri vináttu. Sigga snýr ein heim að Nesi létt í spori. Hvað gefúr lífínu meira gildi en að geta lagt homstein að hamingju annarra? Sigrún stígur léttilega á bak Fáki sínum og hleypir honum á skeið fram veginn. Enn sem fyrr finnur hún hans þýðu, þróttmiklu fjörtök þótt aldurinn sé orðinn nokkuð hár. En hún ætlar ekki að slíta samfylgdinni við son sinn og elskhuga, hún stöðvar Fák og bíður þeirra. Samferðamennimir ná henni brátt. Sverrir Karlsson beinir gæðingi sínum að hlið Sigrúnar og spyr léttum rómi: - Finnst þér Fákur þinn ekki halda kostum gæðingsins nokkuð vel þrátt fyrir árin mörgu, Sigrún mín? - Jú, svo sannarlega. Honum hefúr hreint ekkert farið aftur. Auðfundið er á öllu að hann hefur notið alls þess besta á meðan ljarlægðin aðskildi okkur, svarar hún og brosir þakklát til spyrjandans. - Ég vildi láta Fáki þínum líða vel eftir föngum. Hann var mér einkar kær, mínar sælustu minningar vom tengdar honum, segir Sverrir og endurgeldur bros hennar. * * * Djúp kyrrð ríkir yfír veldi náttúrunnar. Hnígandi sól slær gullnum geislastöfúm á heiðdjúpan himin og iðgræna jörð. Hreppstjórasetrið á Hamraendum kemur nú í sjónmál í faðmi blárra íjalla. Sigrún virðir fyrir sér þetta verðandi framtíðarheimili þeirra mæðginanna og víst er það glæsilegt að sjá, umvafið dýrð sumarkvöldsins. En þar hafa orðið miklar breytingar frá því hún kom þangað síðast fyrir mörgum áram. Gamli bærinn horfinn og stórt nýtísku steinhús risið skammt ffá gmnni hans. En litla vinalega sveitakirkjan, með háa, hvíta krossinn, stendur enn óbreytt í fagurgrænu túni og bendir áttavilltum á veg lífsins. Ferðafólkið ríður í hlað á Hamraendum og stígur af baki fararskjótum sínum. Gömlu hreppsstjórahjónin koma þegar út á hlað til þess að fagna syni sínum, verðandi eiginkonu hans og nafna. Sverrir kastar brosandi kveðju á foreldra sína. Þorgerður snýr sér að Sigrúnum opnum faðmi og segir innilegum rómi: - Komdu sæl, Sigrún Björnsdóttir, og vertu hjartanlega velkomin að Hamraendum. - Þakka þér fyrir Þorgerður, komdu blessuð og sæl, svarar Sigrún þýtt og rólega og mætir augum Þorgerðar en þau blika full af támm. Sigrúnu bregður lítið eitt og hik kemur á hana. Þorgerður skynjar hvað henni líður og segir hljóðlega: - Misskildu mig ekki Sigrún, þetta em fagnaðartár móðurhjartans, sem best þekkti og skildi harmsögu sonarins kæra, sem nú er að baki. Þorgerður brosir gegnum tárin og þær fallast í faðma. Karl hefur heilsað Sverri litla og boðið hann velkominn á meðan að konumar hafa skipst á kveðjum og faðmlögum. Hann heilsar nú Sigrúnu, að vísu ekki með támm sökum karlmennsku sinnar, en gerir henni Ijóst að föðurhjarta hans fagnar einnig á þessari stundu. Og Sigrún fínnur ótvírætt að hún er velkomin að Hamraendum. Þorgerður faðmar Sverri litla og heilsar honum eins og nákomnum ættingja. Hún er oft búin að horfa á fallegu myndina af honum á náttborði nafna hans og óskað þess að hann væri kominn til þeirra. Henni er fyrir löngu farið að þykja vænt um þennan dreng. Móttökunni á hlaðinu er lokið. Þorgerður býður ferðafólkinu að ganga í bæinn. - Þakka þér fýrir mamma mín, svarar Sverrir. - En við Sigrún ætlum fyrst að bregða okkur aðeins frá smástund. Svo snýr hann sér að nafna sínum og spyr föðurlega: - Viltu koma með okkur mömmu þinni ljúfurinn minn eða fara inn á nýja heimilið þitt í fylgd foreldra minna? - Ég vil fara inn með þeim, svarar drengurinn. - Þið mamma verðið ekkert lengi í burtu. Þetta gleður gömlu hjónin að heyra, þau taka brosandi 90 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.