Heima er bezt - 01.09.2006, Page 2
Þau þekktust
Við höfum í Myndbroti, verið að birta gamlar myndir,
sem teknar voru fyrir um 50 árum, af fólki í önn dagsins,
án þess að vita nokkur frekari deili á myndunum. Svo
skemmtilega vill til að sumir lesenda blaðsins hafa
stundum kannast við fólk og tilefni myndanna og látið
okkur vita. Svo var t.d. um mynd sem við birtum í 2. tbl.
þessa árs og við birtum upplýsingar um í 4.-5. tbl.frá fólki
sem kannaðist við stað og fólk sem á myndinni var.
Nú hefur þetta gerst aftur varðandi mynd sem við birtum
í myndbroti 3. heftisins á árinu, en hún sýndi fólk með
heybandslest sem var að koma heim að hlöðudyrum.
Herdís Kristjánsdóttir hafði samband við okkur og
gaf nánari upplýsingar um myndina. Hún var tekin árið
1952, afheybandslest á Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi.
Ljósmyndari var Þorvaldur Agústsson frá Asum í sama
hreppi. A myndinni er Guðbjörg Amundadóttir, fædd 1925,
á hesti sem heitir Vinur, og með henni Guðrún Ingólfsdóttir,
dóttir hennar, fædd 1949.
Hitt fólkið á myndinni er talið frá hægri, Sigrún
Guðmundsdóttir, sem var gestkomandi á staðnum
þegar myndin var tekin, og að öllum líkindum Amundi
Jónsson, bóndi á Minna Núpi, fæddur 1887, og Margrét
Amundadóttir, fædd 1925.
Hlaðan, sem sést á gömlu myndinni, er til enn í dag,
og til gamans, tók Herdís nýja mynd af þeim mœðgum,
Guðbjörgu og Guðrúnu, 54 árum eftir að sú fyrri var tekin,
á sama stað, fyrir framan gömlu hlöðuna.
MYNDBROT
Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum
eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda
okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka?