Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Side 4

Heima er bezt - 01.09.2006, Side 4
Guðjón Baldvinsson Agœtu tésendur. Nú hallar sumri, nætumar lengjast, gróðurinn fölnar, mýs og menn búa sig undir veturinn með því koma vetrarforða sínum í hús, og tryggja sér afkomu í harðari tíð, sem vænta má framundan. Svona er gangur lífs og tíðar, allt frá upphafi vega. Árstíðamar hafa hver fyrir sig sinn svip og sjarma og nokkuð er misjafnt hvað hverjum og einum þykir best. Sjálfsagt er nú sumarið óumdeilt, flestum hlýtur að vera það einna kærast, ekki síst hér á hjara norðursins, þar sem okkar heimkynni em. Þá er hlýjast, bjartast og veðurfarið yfirleitt all vinsamlegt. Vorin og haustin em svo tími breytinganna, annars vegar þegar allt kviknar á ný og færist í aukana, öllu lífi til betmnar og viðurværis, og hins vegar haustin, þegar náttúran dregur ýmislegt í athafnasemi sinni saman, menn og dýr búa sig undir harðari kjör, og að „þreyja Þorrann, eins og máltækið segir. Ég er í þeirra hópi sem þykir haustið ein áhrifaríkasta árstíðin, og kannski í bland sú tregafyllsta. Þegar þetta hefur borist í tal hef ég stundum heyrt undmnarraddir viðmælendanna, sem undrast það að mönnum geti þótt haustið skemmtilegra en vorið, þegar allt er að kvikna til lífsins og fæðast og eflast. Ég er samt ekki frá því að jafnvel fleiri ljóð og söngvar hafí verið samin um haustið en vorið, án þess þó að mér sé kunnugt um nokkra rannsókn á því. Haustið er líka oft táknrænt í lífi manna, það mætti líkja æviferli mannsins við árstíðimar, rnenn eiga sitt vor, sumar og haust á ævinni, hvað veturinn táknar í því er ekki gott að segja, en líklega dauðann. Það leiðir eiginlega af sjálfu sér. Þegar haustar í ævi fólks, þá horfír það gjaman til baka til vors og sumars ævi sinnar, stundum með söknuði, og rifjar upp bjarta og góða sumardaga. Það sama gerum við oft á hausti árstíðarinnar, okkur verður ljóst að nú em björtu og hlýju dagamir liðnir í bili, og við tekur harðari tíð. Eitt órækasta merkið um það em fallandi lauf, sem berast með haustvindinum framhjá glugga og dymm, á götum og stéttum. Haustlitir gróðursins em líka heillandi í fallvaltleika sínum, og margir njóta þess að horfa á þá þegar tími þeirra stendur sem hæst. Mér er sagt að Japanir iðki þetta öðrum þjóðum fremur og að það að horfa á haustlitina hafi verið mjög vinsæl iðja hjá þeim öldum saman. Haustið í Japan mun heijast í lok september, líkt og hjá okkur, og verða fyrst sýnilegt í gróðurfarinu á norðurhluta landsins og færast svo suður eftir því þar til það hefur náð að breiðast yfir suðurhlutann í lok nóvember, svolítið eftir því hvemig veðrið er þann tímann. Þeir hafa meira að segja skipulagt hausttíðina fyrir heimafólk og ferðamenn, þannig að vitað sé hvenær best sé að skoða haustlitina í hinum og þessum almenningsgarði, fjallasvæði, eða á vinsælum og fallegum stöðum. Við á Islandi þekkjum öll hauststillumar sem gjaman koma á þessum tíma, og hversu fallegt og tært loftið getur verið við þær aðstæður. En líklega em það fallandi lauftn sem einna fyrst koma upp í hugann hjá fólki þegar hugsað er til haustins, og nú orðið á Islandi líka, því svo skógi vaxið er landið orðið, miðað við það sem áður var. Það em ekki bara menn og dýr sem búa sig undir komandi vetur heldur gróðurinn líka í heild sinni. Þegar dagamir styttast verður ekki næg birta fyrir trén til þess að halda fæðuverksmiðju sinni gangandi, sem einna helst virkar í gegnum laufblöðin og þau búa sig undir hvíld og vetur, nreð því að fella laufin. Þegar grænkan hverfur þá koma í ljós þessir undirliggjandi rauðu, gulu og brúnu litir, sem okkur þykja svo fallegir. Sá er þó munurinn á hausti ævinnar og hausti náttúmnnar, að hjá náttúrunni vitum við að það mun vora á ný, og við njótum sumarsins aftur og getum kannski bætt um betur frá því sem við lifðum síðasta sumar. Hausti ævinnar fylgir meiri óvissa, við vitum ekki með vissu hvenær sumarið birtist okkur aftur í hennar ferli, og hvenær við getum bætt um og gert jafnvel betur en við náðum á yfirstandandi vegferð. Haustið er því í margvíslegum skilningi tími undirbúnings og endurmats á öllum sviðum, í senn tregafullt og angurvært, en þó nær alltaf fallegt og sneisafullt af reynslu, sem ber með sér von um endurkomu bjartra daga, gnægða náttúrunnar, leikja og nýrra ævintýra. 428 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.