Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 10
þjóðfélag í nýju ljósi, þar sem fátt eitt skortir og ofát og bruðl
virðist vera að sliga fólk. Okkur brá í brún, þegar við komum
til Afríku og hörmungarnar blöstu við. I Mapútó er mikið
um betl, og tók á að sjá gamalt og sjúkt fólk með betlistaf.
Þetta var ekki fólk, sem hafði „farið illa að ráði sínu“, heldur
voru þetta einstæðingar, sem voru of veikburða til að sjá
sér farborða. I Mósambík reynir ijölskyldan að styðja við
bakið á þeim veiku og gömlu, og þeir, sem engan eiga að,
eru mjög illa staddir. Það er skelfilegt að horfa upp á betl
og fólk leitandi í sorpi eftir mat eða einhverju nýtilegu. Því
er ekki hægt að venjast.
Teljið þið, að þið hafið lært eitthvað af dvölinni í
Mósambík?
- Við lærðum ótal margt af dvölinni, og þá ekki
aðeins um íbúa þriðja heimsins, heldur einnig um íbúa
Vesturlanda, sem vissulega hafa það mismunandi gott,
en í það heila gætu látið margt gott af sér leiða, með því
einu að skera niður örlítið brot af sinni neyslu.
Stundum heyrist sagt, að fátækt fólk sé glatt og
hamingjusamt í sínu allsleysi og ekki þjakað af veraldlegum
áhyggjum. Þetta er ekki rétt. Veraldlegar áhyggjur verða
fyrst þrúgandi þar sem ekkert er að hafa. Mæður.
A grœnmetismarkaði Mapútó.
Eruð þið nokkuð að hugsa um að bregða ykkur á nýjan
leik suður eftir?
- Þessa dagana er það ekki á dagskrá, en það er aldrei að
vita, hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef annað tækifæri gæfist,
væri vissulega freistandi að skella sér. Dvöl í Mósambík
er ævintýri.
Ég þakka þetta fróðlega og skemmtilega viðtal. Væntanlega
munu myndir, sem viðtalinu fylgja, upplýsa lesandann um
þetta ijarlæga land og lífið þar.
Þegar hjónin lögðu í þetta mikla ævintýri, setti ég saman
stutt ljóð og las þeim heima í stofunni á Lynghaga 24.
Leiðarljóð til Önnu Friðriksdóttur og Guðmundar Guðmunds-
sonar, við för til Mósambík 2001.
Nú leggið þið í langa ferð
um loftsins breiða veg,
og fáið iitið fólksins mergð,
sem finnst þar margvísleg.
En ísland bíður ykkar þó
við endað tímabil.
Þið haldið ykkar hugarró,
en hlakkið mikið til
að líta aftur íslands fjöll
og œttlands hraun og grund.
Eg vona, að dvölin verði öll
til vegs- oggleðji lund.
Svo kveð égykkur, heiðurshjón,
er hverfið bak við ský.
Þið gistið aftur gamla Frón,
— og gleði vaknar ný.
Og við heimkomu Guðmundar setti ég saman eftirfarandi
erindi:
Nú ertu kominn í einum rykk
til Islands köldu stranda,
úr mollunni þarna í Mósambik;
hún mátti þér ei granda.
Þið komuð til baka, ei kusuð frest,
Þið komuð til Islands, því heima er bezt.
Þar allt er, sem heitast unnið.
Þótt margt sé fagurt í Mapútó,
er mesta yndið heima þó,
og allt, sem þið eigið, kunnið.
En gott var að kynnast góðri þjóð,
þó grædduð ei fé í digran sjóð
en veittist þar margt að vita.
Og andann lokkaði Island svalt;
þar liti í hafi var lífið allt
og ávöxtur ykkar svita.
Þóttýmsum sýndist það einskœr þraut
í órafarlœgð að halda á braut
frá ástkærum ættarhögum,
þið komuð heim auðugri á ýmsa lund
á Islands mœðra- og feðragrund
að eyða þar ævidögum.
Sett saman í júlí 2006
434 Heima er bezt