Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 11

Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 11
Zeiss-ljóssmásjár frá því um 1880, svipaðar þeirri sem Willard Fiske gaf Lærða skólanum í Reykjavík. SMASJARRANNSOKNA Jónas Hallgrímsson Mér datt fyrst í hug að skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson hefði komið þar nærri. Hann stundaði rannsóknir á Islandi í fímm sumur. Fyrstu rannsóknaferðina, sumarið 1837, fór hann á eigin vegum, en síðan, sumurin 1839 til 1842, var hann við rannsóknir á vegum Hafnarháskóla og styrktur af honum. Þessum ferðum er lýst í heildarútgáfu á verkum Jónasar frá árinu 1989, með orðum Jónasar og skýringum ritstjóra verksins. Af ferðalýsingunni má lesa að Jónas hefúr haft með sér „ágætis sjónpípu“ og kvikasilfurshitamæla. Þar með var auk venjulegra mæla hámarksmælir, sem festi á súlu sinni allt að 140 stiga hita á Reamurkvarða (175° C), og nýttist meðal annars við mælingu á hita vatns í iðrum hvera. Ekki verður séð að skáldið hafi ráðið yfir loftvog, en fyrir daga Jónasar gekk annað skáld og náttúrufræðingur, Eggert Ólafsson, með slíkt tól, fyrirferðar- mikla pípu með kvikasilfri, á fjöll til að mæla hæð þeirra. á íslandi Fyrir nokkrum áratugum var ég spurður að því, hvenœr Islendingar hefðu farið að nota smásjár til rannsókna. Fátt varð um svör, en ég fór að velta þessu fyrir mér. Ekki hef ég komist að endanlegri niðurstöðu, en vissar grunsemdir hef ég samt, sem ég œtla að reifa hér. Örnólfur Thorlacius Ég þóttist brátt sjá að Jónas hefði ekki haft með sér smásjá á ferðum sínum um landið. Hann skoðaði hér bæði plöntur og dýr og safnaði sýnum til greiningar, en hvergi sé ég þess merki að hann hafi leitað að örverum. Auk þess safnaði hann fjölda sýna af berg- og steintegundum, sem hann sendi eða hafði með sér til stofnana Háskólans í Kaupmannahöfn. Ekki er ólíklegt að sum þeirra hafi verið grannskoðuð í smásjá, en hér á landi hefur það ekki verið gert. Þegar skyggnst er í sögu ljóssmásjár- innar má ráða að á þessum tíma, á fyrri hluta nítjándu aldar, hefur þetta tæki verið næsta frumstætt, en jafnframt dýrt og vandmeðfarið og trúlega einkum verið í höndum sérfræðinga sem lögðu sig eftir beitingu þess og verkun sýna til skoðunar. Gríðarleg framför verður svo í gerð smásjárinnar þegar á öldina líður. Þá fara eðlisfræðingar að hanna heppilega gerðir af linsum með því að reikna gang geisla gegnum þær og fella saman gler með mismunandi brothlutfalli og upphelja þannig ýmsar villur eða Heimaerbezt 435

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.