Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 13
skrifaði ég honum og sagði
honum frá; leið svo langur
tími. Þá einn dag - við vorum
þá í Þorlákshúsi - og var
Þorvaldur Thoroddsen staddur
hjá okkur (6. september 1881),
þá kemur stúlka frá rektor með
öndina í hálsinum og biður
mig að koma fljótt, það sé
eitthvað komið, sem ég verði
að taka við. Eg brá við skjótt
- mig grunaði eitthvað - og
fór til rektors - þar liggur þá
mikroskopið á gólfínu, allt í
stykkjum, og ýmislegt þar til
heyrandi dót í kring - rektor
hafði tekið allt þetta upp úr
kassanum og beiddi mig nú að taka þetta
sem fljótast burtu. Ég fór náttúrlega
heim með þetta, en þótti samt fyrir, þar
sem Fiske hafði sent skólanum þetta,
en ekki mér prívat, eins og hann alltaf
hafði boðizt til, því það er allt annað að
nota sína eigin eign eða að hafa hlut að
láni, sem verður tekinn, þegar minnst
varir. Samt sem áður var ég feginn að
geta notað þennan sjónauka, enda lá ég
nú ekki á liði mínu að nota hann, ég
fann með honum fjölda smákvikinda,
bæði í læknum, sjónum og mógröfum,
og teiknaði allt jafnóðum. Svo hafði
ég fengið góðar bækur um notkun
sjónauka, og þær stúderaði ég mikið.
En þegar ég hætti við skólann, þá varð
ég að skila sjónaukanum, en þá tók ég
það til bragðs, að ég skifaði Nachet í
París, einum helsta opticus í Frakklandi,
og beiddi hann um sjónauka, sem mér
væri hentugur. Svo leið langur tími,
þangað til ég fékk loks þann sjónauka
(30. júní 1882), hann kostaði 149 kr.
65 aura, en burðargjald 10 krónur og
90 aura! Þótti mér ekki lítið vænt um
þetta. (Dægradvöl, bls. 278-279.)
Fyrsta
rannsóknasmásjáin á
íslandi?
Mér hefur dottið í hug að smásjáin sem
Fiske gaf Lærða skólanum hafi verið
fyrsta tæki sinnar tegundar, sem nýttist
til rannsókna á Islandi. Raunar játa ég
að ég hef ekki kannað þessa sögu til
hlítar og vel má vera að einhvers hafi
fyrr flutt hingað smásjá og notað við
Benedikt Gröndal.
rannsóknir. En smásjáin frá Fiske er til
- eða meginhluti hennar. I tækjageymslu
Menntaskólans í Reykjavík er í
vönduðum viðarkassa nítjándu aldar
smásjá úr gljáandi messingi, auðkennd
framleiðanda, CARLZEISS JENA. Með
smásjánni eru nokkrar linsur (viðfangs-
gler, „objektíf4) með mismunandi
stækkun, meðal annars olíuídýfulinsa
sem trúlega stækkar 90 til 100 sinnum,
og augngler sem margfalda þá stækkun
um eða yfir tífalt. (Raunar er stækkunin
ekki skráð á viðfangsglerin, eins og nú
tíðkast; í þess stað stendur brennivídd
linsukerfisins, en út frá henni má
reikna stækkunina ef þekkt er lengd
geislabrautar smásjárinnar, sem ég
veit því miður ekki, tækið
er greinilega sniðið eftir
öðrum staðli en nú tíðkast
í þeim efnum.)
Nokkrir fylgihlutir eru
í kassa smásjárinnar, en
ljósþéttir undir viðfangsborði
hennar er því miður
horfinn.
Fullljóst er að þetta er tækið
sem Benedikt Gröndal greinir
frá, því á málmplötu á fæti
smásjárinnar er letrað að hún
sé gjöf til skólans frá Willard
Fiske.
En ekki er jafnljóst hvort
þetta er fyrsta smásjáin sem
notuð var til rannsókna á Islandi. A
nítjándu öld var - eins og síðan - völ
á ómerkilegum linsukerfum sem náðu
óskýrum myndum af þröngu sviði og
nýttust vart nema sem leikföng. Benedikt
greinir frá slíkum tólum, sem hann hafi
lítil not haft af:
Ég fann þá einu sinni í Thomsons
búð lítinn sjónauka, sem ég keypti fyrir
30 krónur, sem var „snyderi“, þar sem
hann kostaði einungis 8 eða 10 krónur,
eftir því sem ég komst að seinna; með
þessu þraukaði ég fyrst; seinna keypti
Jón Hjaltalín (sem þá var í Edinborg)
annan sjónauka fyrir mig fyrir ca 1 £,
ónógan samt; Jón Þórarinsson keypti
hann af mér. En lítið fann ég með þessum
verkfærum. (Dægradvöl, bls. 278.)
I læknasafninu á Nesstofú á
Seltjarnamesi em engar gamlar smásjár
en nokkrar em þar á skrá, og engin
eldri en sú sem hér er fjallað um. Ekki
er fúllleitað; vel má vera að heimildir
megi fínna um eldri smásjár hérlendis.
En þessi stutta saga stendur samt fyrir
sínu.
Heimildir
Benedikt Gröndal. Dýraríki Islands. Teikningar
eftir Benedikt Gröndal gerðar á árunum 1874-1905
ásamt formála og tegundaskrá höfundar. Steindór
Steindórsson frá Hlöðum ritar eftirmála. Bókaútgáfan
Örn og Örlygur hf. 1975.
Benedikt Gröndal. Dægradvöl. Ingvar Stefánsson
sá um útgáfuna. Mál og menning 1965.
Jónas Hallgrímsson. Ritverk. Ritstjórar Haukur
Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson
Svart á hvítu 1989.
Heimaerbezt 437