Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 20

Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 20
Asmundur Uni Guðmundsson: Minmng ur frumbernsku Það kann vel að vera, að til lítils sé að setja á blað minningar úr frumbernsku sinni, með orðum foreldra sinna og síðar síns sjálfs, eftir að aldur og þroski gaf tilefni til. Þó liðin séu 74 ár frá fœðingu minni, hafa orð foreldra minna setið í hugskoti mínu og orðið œ áleitnari eftirþví sem árin hafa liðið. Þeir sem eiga þess kost að lifa og hrœrast í sveitastörfum á barnsaldri, þegar lífið er að mótast, og eftir það, búa að þeirri mótun a/Ia ævi, þófáir kunni að meta það eins og vert er og sumir aldrei. r fyrsta ári mínu í þessari jarðvist í fardögum vorið 1931, fluttu foreldrar mínir, þau Guðmundur Pálmi Asmundsson bóndi og k.h. Málmfríður Jóhannsdóttir húsfreyja, frá Oddstöðum í Miðdölum, en þar er ég fæddur, að Krossi i Haukadal. Höfðu þau búið á Oddstöðum í eitt ár, en voru að fara aftur að Krossi í annað sinn. A Oddstöðum var tveggja stafgólfa baðstofa í þá tíð, með þremur rúmstæðum og var rúm foreldra minna innst hægra megin, en systir mín, sem var 5 árum eldri, svaf í rúminu á móti, en þeim megin var uppgangan úr bæjargöngum í baðstofuna á móti staka rúminu. Bæjargöngin voru ekki löng en dimm og fremur þröng. Eg mun hafa verið í fangi föður míns á leiðinni og verið eitthvað vakandi er farið var yfir Saurstaðaháls, sem liggur á milli Miðdala og Haukadals. Faðir minn átti brúnan hest, Bursta að nafni (því miður er enginn mynd til af hestinum). Þennan hesti sótti ég mjög eftir að brúka eftir að ég gat farið hjálparlaust með hest. Hann var mikið söðulbakaður, sem kallað var, og tvífextur, með grósku mikið fax og tagl, mikill skeiðari og fljótur. Tilsýndar virtust 8 fætur vera undir klámum á skeiðinu, en dúnmjúkur töltari á hægri ferð, sem sumir kölluðu hýruspor, bylgjaðist þá faxið upp í fang þeim sem sat í hnakknum, því reisingin var sú mesta sem ég hef séð á einum hesti. Eitthvað mun ég hafa verið vakandi á leiðinni og hjalað og skríkt í þeirri viðleitni að ná taki á þessu fyrirbæri sem var að strjúkast um andlitið í takt við tölthreyfmgu hestsins, án þess að hafa árangur. Bursti var aðalreiðhestur móður minnar er hún fór af bæ, sem ekki var oft. Reið hún ævinlega í söðli enda var Bursti með afbrigðum traustur söðulhestur. Fékk kann margar ruddaferðir eftir ljósmæðrum á þeim tíma, því ávallt var komið til föður míns til að fá Bursta lánaðan undir ljósmóðurina, sem allar voru af þeirri kynslóð sem reið í söðli. Er móðir mín brá sér bæjarleið var hún ævinlega í peysufötum eða upphlut, og í reiðpilsi utanyfir og svokallaðri reiðtreyju ystri fata. Stytti hún þá peisufatapilsið allmikið undir reiðpilsið, sem var mjög mikið rykkt og náði niður á skóvarp, efnismikið og þykkt. Það var reiðtreyjan líka en fremur aðskorin. Söðullinn var með rauðleitu áklæði með skrautbólum á jöðmm með sólarmynstri með gæraskinn til hlífðar. Einhverju sinni er ég var um 6 til 7 ára, fóra foreldrar mínir í útreiðartúr á sunnudegi með kunningja fólki sínu, sem þau höfðu ekki séð mjög lengi. I þessum hópi vom ungir piltar sem bámst mikið á og töldu sína hesta þá bestu og fljótust stökkhesta sem til væra, en gerðu lítið úr öðram hestum og töldu þá vekringa, alfarið ómögulega til alls. Farið var nokkuð greitt og var Bursti framarlega í hópnum á sínu skeiði. Dettur þá þessum piltum í hug að hleypa undir Bursta og hleypa honum upp af skeiðinu, eða skilja hann eftir, sem var ætlunin. Létu þeir verða af þessu en Bursti bætti þá við ferðina án þess að fípast, svo að stökkhestarnir náðu 444 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.