Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Side 21

Heima er bezt - 01.09.2006, Side 21
ekki með hausinn á móts við lendina á honum. I það sinn teygði hann sig svo á skeiðinu að 8 fætur virtust vera undir honum og pilsfaldurinn á reiðpilsi móður minnar strauk götuna. Það er ekki úr vegi að láta fljóta með hér frásögn af því þegar faðir minn sótti ljósmóðurina Steinunni Guðmundsdóttur í Þorgeirsstaðahlíð, sem í daglegu tali var nefnd Geirshlíð. Það er áður komið fram að ég er fæddur 1931, í janúar. í þann tíma voru mikil snjóþyngsli og þungfært, tíðir hríðarbyljir og mjög dimmir. Er birta tók af degi þann 15 janúar kom nágrannakona foreldra minna, Elín Jóna Snorradóttir á Svalbarða, að Oddstöðum, eins og hún hafði gert vikurnar á undan til að hjálpa móður minni við húsverkin. Þennan morgun var veðurútlit ískyggilegt, kolsvartur bakki á norðurhimni, illúðlegur í meiralagi. Er Elín Jóna hugðist halda heim á leið að Svalbarða um hádegisbil, var kominn hríð, ekki mjög dimm í fyrstu en ágerðist fljótt, svo að hún hætti við að fara. Leið nú dagurinn fram yfir miðdegiskaffi. Var þá sýnt að ég vildi komast í heiminn. Þá var kominn iðulaus norðan stórhríð svo ekki sá á hönd sér. Brá faðir minn við og lagði á hesta sína, og var Bursti þar á meðal, enda ætlaður undir ljósmóðurina einhesta. Skemmst er af því að segja að faðir minn hvarf út í hríðina kom að Geirshlíð og tók Steinunni, sem var með töskuna tilbúna, átti aðeins eftir að klæðast reiðpilsinu og treyjunni. Á ótrúlega stuttum tíma frá því að hann hvarf út í hríðina af Oddstaðahlaðinu, var hann kominn með ljósmóðurina að Oddstöðum. Oð hún í bæinn og allt að rúmi móður minnar, klakabrynjuð með kuldaslóðann á eftir sér. Þá var ég fæddur og búið að gera mér og móður minni til góða. Sá Elín Jóna um það. Er Steinunn sá að ég var fæddur og allt virtist í lagi óskaði hún eftir því að fara til baka í hvelli, sem var gert. Það eina sem faðir minn sagði um þessa ferð var, að hann hafði farið beinustu leið báðar leiðir um svæði sem var kennileitalaust með öllu og mýrar með keldum hér og hvar, og þar á meðal þá alræmdu keldu Miðskógskelda, svo betra var að vera öruggur á stefnunni og vita hvar átti að krækja fyrir ófæru og hvar ekki. Ekki vildi faðir minn telja að Bursti hefði verið eftir sig eftir þessa ruddabrúkun, öðru nær. Móðir mín hafði oft orð á því að sér hefði þótt innkoma Steinunnar ljósmóður í baðstofuna, klakabrynjuð eins og hún var, kuldaleg í meira lagi. Ritað í janúar 2006. Stjarnfræðingar telja plánetur í apríl-maí hefti „Heima er bezt“ nú í ár birtist eftir mig samantekt um vanda stjarnfræðinga varðandi fjölda reikistjarna í sólkerfi okkar. Á alþjóðafundi stjarnfræðinga í Prag var hinn 24. ágúst úrskurðað að fullgildar plánctur eða reikistjörnur í sólkerfínu skuli héðan í frá teljast átta - Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Plútó var færður niður um sess og telst nú smápláneta. Örnólfur Thorlacius Á léttu nótunum í lítilli borg nokkurri kallaði saksóknari sitt fyrsta vitni fyrir í réttarhöldum, virðulega og móðurlega, eldri konu. Hann sneri sér að henni og spurði: „Frú Birna, þekkir þú mig?“ Hún svaraði: „Já, hvort ég þekki þig, Brynjólfur Vilhjálmsson, ég hef þekkt þig síðan þú varst lítill drengur og hreinskilnislega sagt þá hefur þú orðið mér til mikilla vonbrigða. Þú skrökvar, heldur framhjá konunni þinni, ráðskast með fólk og baktalar það. Þú heldur þú sért mikill karl, en þú hefur ekki einu sinni gáfur til gera þér grein fyrir því að þú munt aldrei ná neitt lengra en lélegur dópsali. Já, ég þekki þig sko.“ Saksóknarinn var agndofa og vissi ekki hvemig hann ætti að bregðast við þessu, en brá svo á það ráð að benda yfír salinn og spyrja: „Frú Bima, þekkir þú verjand- ann?“ Hún svaraði aftur: „Ó, já ég geri það nú líka. Ég hef þekkt Tómas Brjánsson síðan hann var unglingur. Ég var vön aó passa hann fyrir foreldra hans og hann hefur líka valdið mér vonbrigðum. Hann er latur, hleypidómafullur og á við drykkjuvandamál að stríða. Hann getur ekki myndað eðlileg tengsl við nokkum mann og lögfræðistörf hans er einhver þau lélegustu sem þekkjast í öllu landinu. Ó, já, ég þekki hann.“ Á þessari stundu lamdi dómarinn hamrinum í borðið, krafðist þagnar, og kallaði báða lögfræðingana að borðinu til sín. Svo hvíslaði hann hótandi: „Ef annar hvor ykkarspyr hana hvort hún þekki mig, þá mun sá hinn sami verða tafarlaust dæmdur í fangelsi fyrir lítilsvirðingu við réttinn.“ Heima er bezt 445

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.