Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 22
y
Sigurður Helgason:
Þannig varð
saumavélin til
Urn t>órn
r
- Nei, því miður, herra minn. Eg
hef hvorki löngun né tœkifœri til að
skipta mér af þrjónavélum, en efþér
getið fundið upp vél til að sauma
með, þá skal ekki standa á mér.
Eigandi vélaverksmiðju einnar
í borginni Boston í Bandaríkjum
Norður-Ameríku kvaddi mann, sem
komið hafði til fundar við hann í
sölumiðstöð verksmiöjunnar, með
þessum orðum.
Gesturinn varð fár við og fór
leiðar sinnar.
Þetta var árið 1841.
Verksmiðjueigandinn sneri sér að ungum, fölleitum manni,
sem vann hjá honum og var þama nærstaddur:
- Heyrðir þú það, sem ég sagði við piltinn, spurði hann.
- Segðu mér annars eitt, Elías. Ætli þú gætir ekki fundið upp
vél, sem væri hægt að láta saurna með jöfnum og fallegum
nálsporum? Þú, sem ert svo snjall vélamaður.
Elías Howe rétti úr sér og leit á húsbónda sinn.
- Ég hefði ekkert á móti því að reyna það, svaraði hann
og hélt síðan áfram vinnu sinni.
II.
A daginn átti Elías Howe
allt of annríkt við starf
sitt í vélasölunni til þess
að geta sökkt sér niður í
umhugsunarefnið, sem
húsbóndi hans hafði bent
honum á. En á kvöldin,
þegar hann var kominn
heim og sat hjá konu sinni
í eldhúskytrunni þeirra
og horfði á hana, þar sem
hún laut ofan yfir sauma
sína við dauft og flöktandi
kertaljósið, hugsaði hann
því meira um það. Þau áttu
ekki lampa, og hún hafði
fengið sér þessa vinnu til að auka tekjur þeirra lítið eitt.
Þeim veitti ekki af því.
Einu sinni stakk hún sig í fingur á nálinni og felldi niður
saumana, meðan hún saug blóðið úr stungunni. Um leið
varð henni litið á mann sinn.
Um hvað ert þú að hugsa, Elías, spurði hún
vingjarnlega.
- Ég er að hugsa um það, svaraði hann, - að þú þyrftir
ekki að vinna þér um megn, ef þú hefðir vél til að sauma
þetta með og fengir líka meira í aðra hönd á miklu skemmri
tíma.
Kona hans brosti, beit saumþráðinn úr nálarauganu og
446 Heima er bezt