Heima er bezt - 01.09.2006, Side 25
til þess og líka til hins að ryðja henni til
rúms.
VII.
Nú víkur sögunni aftur til Elíasar Howe. Nótt
og nýtan dag braut hann heilann um vélina. I
tómstundum sínum var hann óþreytandi við
alls konar tilraunir og rannsóknir varðandi
viðfangsefnið. Nálar og önnur fyrirferðarlítil
hjálpargögn, sem hann gat borið í vösunum,
hafði hann alltaf við höndina, svo að hann
gæti gripið til þeirra og notað hverja stund,
sem til félli.
Hann gerði margar frumsmíðar, en enga
þeirra var hann ánægður með og hætti við
þær ófullgerðar. Hann var þaulkunnugur
margs konar tóvinunvélum, og sú þekking veitti honum
mikinn stuðning. í fyrstu saumavélarfrumgerðinni, sem hann
lauk við, hafði hann nál með auga á miðjunni í líkingu við
veljarskyttuna, sem var honum alltaf ofarlega í huga um þessar
mundir. Þessi fyrsta vél hans var ekki nothæf, en E. Howe
var samt vongóður um það, að hann væri á réttri leið.
Þegar hér var komið, sagði hann lausri stöðu sinni í
vélaverksmiðju þeirri, sem áður er nefnd, og flutti heim til
föður síns. Þar hélt hann tilraunum sínum áfram. Faðir hans
reyndist honum vel, studdi hann rneð ráðum og dáð og hvatti
hann til að láta ekki hugfallast, þegar á móti blés.
VIII.
Um þessar mundir var E. Howe kominn inn á sömu braut og
Hunt með saumavélarhugmynd sína. Samt er talið ósennilegt,
að honum hafí verið kunnugt um tilraunir fyrirrennara síns.
Sagan segir, að draumur, sem E. Howe dreymdi, hafí orðið
til þess, að honum hugkvæmdist að breyta gerð nálarinnar frá
því, sem hann hafði áður hugsað sér, og eftir á varð honurn
ljóst, að það hafði í fyrstu staðið í vegi fyrir því, að hann
næði æskilegum árangri, hve nálin hafði verið óheppileg.
Hann dreymdi það, að honum fannst hann standa íjötraður
á höndum og fótum frammi fyrir
Indíánahöfðingja, er sat í hásæti, málaður
og íjöðrum skreyttur. Höfðinginn skipaði
honum að ljúka við saumavélina þegar
í stað, sagðist að öðrurn kosti láta drepa
hann. E. Howe þóttist vita, að hann gæti
alls ekki orðið við kröfu höfðingjans, hve
feginn sem hann vildi. Honum voru allar
bjargir bannaðar vegna ijötranna og hann
gat hvorki hrært legg né lið. Þá skipaði
höfðinginn mönnum sínum að umkringja
hann og drepa hann. Þeir ruddust fram,
vopnaðir löngum spjótum, sem voru
með gat ofan við oddinn. Spjótunum
lögðu þeir í síður honum. - Hann æpti hástöfum, og við
það vaknaði hann.
Draumurinn var svo ljós og lifandi, að E. Howe fannst engu
líkara en að þetta hefði gerzt í raun og veru. En einkennilegast
fannst honum þetta gat, sem hafði verið ofan við oddinn á
öllum spjótunum. Honum fannst þetta hljóta að vera bending
til sín. Og nú lét hann gera nál með tveimur grópum eftir
endilöngu, hvoru á móti öðm, og rétt ofan við oddinn á henni
setti hann augað - í stað þess að hafa það á henni miðri, eins
og áður. - Þetta reið baggamuninn. Skömmu síðar - í október
1845 - hafði E. Howe lokið smíði nothæfrar saumavélar. Hún
saumaði stangasaum, eins og allar venjulegar saumavélar
enn í dag, og gerði 300 nálspor á mínútu.
Þessi fyrsta saumavél E. Howes var bæði úr tré og járni
og mundi þykja allt annað en fögur smíði nú á tímum.
Ari síðar fékk E. Howe einkaleyfí fyrir uppgötvun
sinni.
En ekki var öll nótt úti enn hjá E. Howe. Um þetta leyti
steöjaði ólánið að honum í ríkum mæli. Ullarverksmiðja
föður hans brann til kaldra kola með þeim afleiðingum,
\ i v . • Yt*
______________
Heima er bezt 449