Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 26

Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 26
að hann varð að flytja heiman að með konu sína og bam, slyppur og snauður. Æskuvinur hans, Georg Fisher að nafni, hljóp þá undir bagga með honum um stundarsakir, þó að hann væri sjálfur snauður maður og ekki aflögufær. Leið svo árið, að E. Howe gat ekki gert sér neitt úr uppgötvuninni. Enginn fékkst til að líta við henni. Þá fór hann til Englands og þar tókst honum að selja hana. Síðan dvaldist hann þar í fáein ár. Um þetta leyti missti hann konu sína og harmaði hana mjög. Hann hafði alltaf vonað, að vélin kæmi þá og þegar til að hvíla hana frá saumunum, og með því hafði hann hughreyst sjálfan sig, þegar kona hans hafði orðið að vinna sér um megn til að bægja frá þeim sámstu neyðinni. Nú fannst honum allt sitt erfíði vera unnið fyrir gíg. Það var enskur verksmiðjueigandi, Whilliam Thomas að nafni, sem keypti einkaréttinn að uppgötvun E. Howe. Síðan fékk hann einkaleyfi fyrir framleiðslu vélanna í Englandi, en réttindi þau, sem E. Howe hafði tryggt sér í Bandaríkjunum, voru óbreytt þar eftir sem áður. W. Thomas átti að greiða 5600 kr. alls fyrir uppgötvunina, þar af voru 1800 kr. greiddar samtímis. Afganginn átti E. Howe svo að fá smám saman, eftir því sem framleiðslu vélanna miðaði áfram, en úr því varð lítið annað en svik. Þá var og gert ráð fyrir því, að E. Howe ynni hjá W. Thomas að endurbótum á vélinni, og heppnaðist honum von bráðar að auka afköst hennar, þar til hún saumaði 700 nálspor á mínútu. Dvölin í Englandi var E. Howe bæði ill og ánægjusnauð. Hann varð fyrir margvíslegum vonbrigðum og gremjuefnin skorti sízt. Öðru hverju lá við, að hann örvænti og legði árar í bát. Að lokum var honum bolað frá störfum við smíði vélanna. Fór hann þá aftur vestur um haf jafn fátækur og hann hafði komið. Þegar E. Howe kom heim að lokinni Englandsdvölinni, voru margir þar vestra famir að hagnýta sér uppgötvun hans í heimildarleysi og srníða saumavélar eftir hans fyrirmynd. Var þar fremstur í flokki fyrrverandi leikari, Isaai M. Singer að nafni. Átti það síðar fyrir honum að liggja að endurbæta saumavélina til muna og stuðla manna mest að útbreiðslu hennar hjá almenningi með því að framleiða ódýrar og hentugar vélar. E. Howe blandaðist ekki hugur um það, að allar þessar nýju saumavélar væru eftirlíkingar og þótti freklega gengið á rétt sinn. Einkaleyfi hans var ekki orðið enn nema fjögra ára gamalt. En það var síður en svo, að hann ætti hægt um vik að reka réttar síns. Fátækt hans og umkomuleysi vora of mikil til þess. Hann var nógu kunnugur verksmiðjueigendunum, sem hér áttu hlut að máli, til þess að vita, að þeir vora engin lömb að leika sér við, og að þeir mundu einskis láta ófreistað til að kúga hann. Samt höfðaði hann mál gegn þeim, og eftir miklar og harðar deilur staðfestu dómstólamir uppgötvunarrétt hans á saumavélinni. Eftir það fékk E. Howe ákveðið gjald fyrir hveija vél, sem gerð var í Bandaríkjunum, þar til einkaleyfi hans féll úr gildi, og allt í einu urðu tekjur hans eitthvað um tvær milljónir króna á ári. Loks kom að því, að E. Howe skorti ekki fé. Auðæfin hlóðust að honum, þó að hann væri mjög örlátur við alls konar mannúðar og menningarstofnanir. Og þegar þrælastríðið hófst í Bandaríkj unum (1861) gerði hann út heila hersveit, fæddi hana, klæddi og vopnaði að öllu leyti af eigin fé. Utbreiðsla saumavélanna óx líka hröðum fetum með hverju árinu sem leið. Árið 1872, þegar einkaleyfistíma hans lauk, seldu sex stærstu saumavélaverksmiðjur í Bandaríkjunum 700 000 vélar árlega. Þar að auki stofnaði hann sjálfur saumavélaverksmiðju 1863, sem varð þegar í stað stórgróðafyrirtæki. E. Howe andaðist árið 1867, aðeins 48 ára að aldri. Ævi hans var stríðssöm og örðug, en lífsstarf hans bar svo góðan ávöxt, að mikill hluti þeirra manna, sem lifað hafa á jörðinni, síðan hann var uppi, hafa verið og era i þakkarskuld við hann. Svo mjög hefur uppgötvun hans, saumavélin, létt mönnum lífsbaráttuna. Mörg höndin hefði verið og væri þreyttari án hennar. 450 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.