Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Side 28

Heima er bezt - 01.09.2006, Side 28
 Grunnteikning af byggðaminjum á Kárafitjum með túngarði og tóftaleifum. sunnan undir allmiklu melasvæði sem kallast Miðdegismeiar. Þar er Kársstekkur, sem svo er nú nefndur, í vallgrónum hvammi í 300 metra hæð yfír sjávarmáli. Greinilega sést fyrir fomum vallargarði að norðan upp með melnum. Er kemur upp á holtið sveigir hann til suðurs, víða rofinn og sums staðar með öllu horfmn en þó má fylgja honum suður að skurðenda þar sem hann þverbeygir niður að ánni. Framan við þennan garð er talsverður útauki þar sem annar garður kemur upp frá ánni norðan við mel þann er gengur fram að árgilinu og sveigir síðan til norðurs út að skurðendanum og á árbakkanum er gildur vallargarður á löngum parti. Húsarústir em á mörgum stöðum sem vísar ótvírætt á fombýli og má slá því föstu að hér hafi verið fombýlið Kárafitjar. Síðar hefur verið byggður á staðnum stekkur ffá Valadal, þótt langur sé stekkjarvegurinn, og þá farið að kalla Kársstekk. Stekkinn sjálfan ber hæst á grónum hrygg i landinu og er hann glöggur, 11-12 m langur með lítilli lambakró að ofan en fáum metrum neðan við hann mótar fyrir mjög fomum tóftum. Gróið túnstæði innan vallargarðs er á annan hektara á stærð, a.m.k 4 dagsláttur, en sumt af því mýrlendi. Beint niður undan Kársstekk er lítill foss í ánni og heitir Kársstekksfoss. Hann féll áður óbrotinn af einum stalli, en í stórflóði 1994 braut svo mikið úr brúninni, að fossinn breyttist stórlega og er nú í tveimur þrepum. Asgeirsvellir. I Móðarsþætti greinir frá Gunnari nokkmm er bjó á Asgeirsvöllum „í dal þeim sem enn nú kallast Kvamingsdalur.“ 2 Þáttur þessi er vissulega skáldskapur, staðfærður í þekkt umhverfí til kunnra ömefna. Bærinn Alfgeirsvellir er reyndar yst á Efribyggð austan megin Ijallgarðsins og var stundum ritað Asgeirsvellir. Er nafnið því næsta tortryggilegt á Kvamingsdal, en Argilsvellir mundi ríma vel við staðhætti. Víðlendur valllendismór er út og niður frá mynni Kvamingsdals sem virðist vel byggilegur. Engar mannvistarleifar verða þó greindar með vissu á þessu svæði utan lítil kofatóft í dragi því sem gengur frá graslendinu útvestur að ánni og em einungis um 10 metrar fram á gilbrún. Flatlendið er ekki ólíklegt bæjarstæði, Kárstekksfoss í Kvarningsdalsá neðan við bœjarstœði Kárafitja. að vísu mjög nálægt Kárafitjum, og hvergi er fremur hægt að tala um velli á Kvamingsdal en einmitt hér. Þó má furðu gegna ef húsaminjar heillar jarðar hafa máðst af yfirborðinu. Hádegissel (65°28'980/19°36'816. Hæð 350 m). Hádegislækur kemur eftir Hádegisgili úr Hádegisdal milli Móðólfsfells að norðan og Hádegishnjúks og Víðirfells að sunnan og vestan. Neðarlega í gilinu er allhár foss sorfmn í bergið. Um hann orti Magnús Gíslason á Vöglum eftirfarandi vísu undir yflrskriftinni: Foss á Kvamingsdal: Beisla mátt þinn mun ei neinn, meitlaður hátt í steinum. Kveður dátt í dalnum einn dag og nátt í leynum. 3 Lítill en djúpur hvammur er utan við lækinn, neðst ofan við mót lækjarins og Kvamingsdalsár, og eðlilegt væri að telja hér mynni Kvamingsdals en heimildir flestar virðast þó telja dalinn niður að Miðdegismelum eða niður fyrir þá þar sem áin kemur fram úr gili sínu. I þessum hvammi em rústir af u.þ.b. 12 m löngu húsi og því nær 4 m á breidd. Sunnan við á gilbarminn kunna að vera aðrar rústir, e.t.v. af litlum kvíum eða kofa. Hvammurinn hefur verið algirtur með garði sem glögglega sést ofarlega í hvamminum þar sem hann fer upp á melbrúnina að norðan en þar er hann óljós og að nokkm veðraður burtu með öllu. Að utan og neðan sést hvar hann liggur niður melinn sem lítill hryggur niður að ánni. Lauslega áætlað 452 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.