Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Side 29

Heima er bezt - 01.09.2006, Side 29
er ein vallardagslátta innan þessa gerðis, en Hádegislækurinn að sunnan og Kvamingsdalsáin að neðan afmarka hvamminn á tvo vegu. Garðurinn bendir til fastrar búsetu, en búsældarlegt er hér ekki þar sem heyskapur er næsta lítill nema sótt hafi verið út og niður á fyrrgreinda velli, nokkur hundmð metra vegalengd. Staðhættir koma vel heim við að hér hafi verið sel um tíma, þótt garðurinn vísi til fastrar búsetu. Nafn þessara rústa er nú týnt, en best að gefa þeim nafnið Hádegissel. Gottskálk prestur Jónsson í Glaumbæ nefnir selstöðu í landi Valadals um 1562 í sambandi við landskuldir Amfínns bónda í Valadal og skráir að ef hann sjálfur nýti sellandið geti Amfinnur ekki klagað Ijármann sinn þótt engjar hans og hagar kunni að beitast.4 Líklegt er að Gottskálk Glaumbæjarprestur haft nytjað Hádegissel. Það er a.m.k. í nálægð við bithaga Valadalsbónda. Valadalssel (65°27'978/19°36'060) er við sýslumörk frammi á Kvamingsdal í 400 m hæð yfir sjó, neðan undir mynni Selgils sem jafnframt er á sýslumörkum. Þar er allhár hóll og á honum selrústir, mjög glögg ummerki mannvistar, en veggjaskil reyndar ekki svo skýr. Rúst selkofanna er 8 m löng og 3-4 á breidd en nokkmm metrum utar og ofar undir brekkunni em mjaltakvíamar, og þó óglöggar. Hér er vænt selland og grösugt norður eftir, en auðvelt og ffeistandi sýnist hafa verið að lauma búsmalanum fram fýrir lækinn í næstu sýslu og land nágrannans sem verið hefur víðs fjarri en selið er um að bil 10 metra frá sýslumörkum. Þúfnavellir (65°27'695/19°36'005. Hæð 400 m.y.s.) Frá Selgili er um það bil hálfur kílómetri fram að Faxagili. Er undirhlíðin og undirlendið vel grösugt á þeirri leið og heitir Selhlíð. Hér er dalurinn einna víðastur og gróðurmestur. Munnmæli telja að Bergsstaðaprestur hafi á fýrri öldum náð þessum landsparti frá Valadal undir Bergsstaði og þar með færðust sýslumerkin sem fýrrum munu hafa verið við Faxagil. En allt ffarn að lokum byggðar í Valadal var þetta land smalað af Valadalsmönnum sem fóm jafnan fram að Faxagili og í Skarðsflóa þar fýrir ofan.5 I vitnisburðarbréfi ffá 1402 um landamerki Valadals votta tveir menn að þeir hafi heyrt sér eldri menn sverja að Valadalur ætti Kvamingsdal og selförina er þar stendur. Jafnframt hefðu þeir heyrt að Ormur prestur Magnússon á Bergsstöðum hefði leigt þessa selför að Valadalsmönnum og goldið fýrir. 6 Þetta er ótvíræð vísbending um að farið sé að villa eignarhaldið á fýrrgreindum hluta Kvamingsdals um 1400 og landið hafi eftir þetta komist undir Bergsstaði. Fram undir mynni Faxagils er glögg húsatóft og í henni mikið af hellugrjóti, líkt og hmnin varða. Gijóthlaðnar undirstöður veggja sjást glöggt, einkum að sunnan. Þetta virðist rúst af litlu húsi (65°27’695/l 9°36'005). Tóftin ber þess merki að hún sé ekki mjög gömul. Lítið og hrunið vörðubrot er skammt sunnar og ofar. Upp og út frá tóftinni er fremur slétt graslendi eins og grund og er í því sem næst hornréttan vinkil eins og þama hafi verið sléttað land. Undirlendi er hér nokkurt en þó stutt upp að fjallsbrekkunni og verða ekki með vissu greindar fleiri húsarústir ofan við gmndina. Hér glittir í efstu brún Hádegisfoss i Hádegisgili en kollur Hádegishnjúks t.h. Maður stendur á húsatóftum í hvamminum neðan við gilið. Selgil í hliðinni t.h. á sýslumörkum Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. A norðurbrún Sellœkjar neðan við mynni gilsins eru tóftir Valadalssels. Horft norður eftir Kvarningsdal. Jón Gissurarson bóndi í Víðimýrarseli stendur við tóftarbrot á ÞúfnavöIIum. Sel gil í fjallshlíðinni beryfir kollinn á Jóni. í lítilli móatotu við ármótin, þar sem Faxalækur kemur í Kvamingsdalsána, er mjög fom, ferhyrnd rúst í lyngmóa frammi á árbakkanum (65°27'669/19°36'008). Sunnar og ofar, upp við hlíðarrætur, rétt ofan við þurran farveg Faxalækjar, em tvær aðskildar rústir og verður ekki fullyrt hvers eðlis þær em. Sú ytri er greinileg húsatóft en ekki stór (65°27'668/19°35'912). Fremri rústin er stærri og ógreinilegri (65°27'658/19°35’899). Heimaerbezt 453

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.