Heima er bezt - 01.09.2006, Side 32
Þá er stakan, sem hér fer á eftir, þokkalega kveðin.
Dularmögn frá eldri öldum
óspi/lt þögnin dró að sér.
Rímuð sögn af römmum völdum
rökkurfögnuð veitti mér.
Sveinbjöm orti vísur um skáldkonuna skagfirsku, Ólínu
Jónasdóttur, sem var systir ágæts hagyrðings, er mig langar
til að koma síðar að í þessum þætti, en hann hét Hallgrímur
Jónasson. Ólína var hagyrðingur mánaðarins hjá mér fyrir
nokkru. Vísur Sveinbjamar um Ólínu:
Fyrir norðan fjöllin breið
frétti ég af brögum,
þar sem bæði heil og heið
hugsun réði lögum.
Þegar lýður lék sér að
Ijóðsins gullinbrotum,
æðri heildir úr þeim kvað
Olína frá Kotum.
Spekilítil spáin mín
spyr því fram á veginn,
hvort hún lifi listin þín
líka hinu megin.
Næstu vísu lærði ég strax eftir að Sveinbjörn kvað hana.
Þar kemur fyrir lýsingarorð, sem ég hef ekki heyrt fyrr:
Siðabótum eyðir ótt;
iðar fótum glaður.
Biður snót um náð í nótt
niðurljótur maður.
Önnur vísa eftir Sveinbjöm, og ég lærði nýorta á sínum tíma,
er sannarlega með hans handbragði, ef svo má að orði kveða:
Dagur bjartur, hægt og hljótt,
heim að dyrum gengur.
Þó er eins og þessi nótt
þyrfti að endast lengur.
Morgunn, nefnast vísur þær, sem Sveinbjöm orti sem
ungur maður:
Er við glaum af sterkum straumi
strit í taumi flest.
Þessu gaum ég gaf í draumi,
greip þar nauman frest.
Mína lund ég einn við undi,
engu bundinn var.
I þann mund hjá sævarsundi
saman fundum bar.
Nærri sjóar léttu lói
landið bjó þér svið,
þar sem glóuð grös í mói
glöggt þér hlógu við.
Utanfrá við eyju bláa
allir þrá um skeið.
Dægur þá við drauma smáa
Dröngum hjá ég beið.
Að lokum eru tvær vísur úr rímu eftir Sveinbjöm um
Helgu Bárðardóttur:
Atti hörpu hún og kunni
hennar þræði blítt að slá.
Söng hún Ijóð um allt, er unni,
ein við foss í djúpri gjá.
Þar við Ijóð hún löngum undi,
leikur strengja gleði jók.
Straumafall á fiúðum dundi,
fossinn sjálfur undir tók.
Ég hefi kynnt vísur og erindi eftir Sveinbjöm Beinteinsson,
skáld og allsherjargoða.
Dægurljóð
Þá er september kominn, ekki ber á öðru. En þó að þessi
mánuður beri haustið í sér, á hann sínar björtu hliðar. Eða
minnast ekki margir þessara ljóðlína Stefáns frá Hvítadal:
Eg erfrelsaður, feigð;
ég hef faðmað og /cysst.
Undir septembersól
brosti sumarið fyrst.
Og fyrst ég er tekinn að minnast á haustið, rifjast upp
ljóð, sem ég orti á æskuárum um þessa árstíð, og hefst með
þessu erindi.
Já, oft er indælt á haustin,
þó allt sýnist fölnun háð.
Uppskeran er það, sem gleður,
- unnin sumarsins dáð.
Og landið er Ijómandi fagurt,
og leiðindi hverfa á braut.
I haustsins hljóðlátu skuggum
er hugurinn jjarri þraut.
Og áfram með haustið. Muna ekki margir eftir Ijóðinu
enska, sem þannig hefst: „Darling, I am growing old“? Á
íslensku hefur þetta ljóð birst, og er það þannig, en höfundinn
veit ég ekki um, því miður.
456 Heima er bezt