Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 35

Heima er bezt - 01.09.2006, Síða 35
Bjarni Th. Rögnvaldsson: Ferðasaga 1967 Það er Guðsgjöf að fá að hlakka til komandi daga og að vera að fást við uppbyggjandi verkefni. Og það með hugprýði og sanngjörnum metnaði. Nú er það staðreynd að ferðalög til annarra landa kalla á góðan undirbiining. Þetta fékk ég að reyna sumarið 1967, þegar ég ákvað að halda í ferðalag til Eiríksfjarðar á Grænlandi með Ferðafélagi Islands. r g fékk að vita að Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur yrði fararstjóri í þessari ferð. Hann kenndi mér í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar tuttugu ámm fyrr og hafði eitt sinn komið mér til hjálpar þegar mér var meinað að sinna skyldum mínum sem hringjari skólans. Hann hafði reyndar oft hvatt okkur til að gera allt vel og með jákvæðu hugarfari. Ég hlakkaði vissulega til ferðarinnar, en þegar við lentum í hvössum vindstrengjum yfir Grænlandi og allt lék á reiðiskjálfi, leist mér alls ekki á blikuna. Varð ég beinlínis hræddur er flugmenn lækkuðu flugið mjög snögglega til að komast á réttunr stað niður úr skýjaþykkninu yfir Stómsléttu og Brattahlíðarsvæðinu. Farþegarnir, sem voru frá löndum austan og vestan Atlantshafsins, fögnuðu óspart þegar þeir stigu á grænlenska gmnd í glaða sólskini með vestansvalann í fangið og stórbrotið landslag á báðar hendur. Ain rann í nokkrum kvíslum og Björn blotnaði stundum í fœturna við að hjálpa fólki yfir þær. IV ^ -iJy AV S iy rX - i| . i i - vi '' w ▼' W -,Xa- B ■ R'c • • -i- 'kv' 4V-- trjfij;

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.