Heima er bezt - 01.09.2006, Page 37
A leiðinni niður að ánni gengu menn á eigin hraða hverjyrir
sig, en eftir að komið varyfir ána, héldum við hópinn.
Fararstjórinn Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, er hér
að vaða yfir ána í dalnum, sem við þurftum að fara yfir
til að komast að skriðjöklinum.
Horft niður af jöklinum, tveir ferðalanganna í forgrunni.
svo fór að ég féllst á að fara með tvo veiðimenn í einu út á
inníjarðarflóann. Bægslagangurinn í þeim var svo mikill að
báturinn tók á sig sjó, en engin ausa um borð í bátnum. En
þegar lcomið var að hinum var Bjöm farinn og þeir ætluðu
alveg að ganga yfir mig með fyrirskipunum en gátu samt
ekki komið sér saman um hvert skyldi halda. Annar vildi út
á djúpið en hinn nær árósnum, en ég átti fullt í fangi með að
rétta bátinn af, því veiðikappið var á svo háu stigi. Ég reri
ýmist hálfa leið nær djúpinu eða stutta leið nær árósnum,
unz mér hugkvæmdist að róa í hringi og líta á klukkuna. Þá
samþykktu þeir loks að ég reri strax til lands.
Það voru nokkuð þreyttir menn sem báru sjálfir aflann
og stikuðu upp að gistihúsinu skömmu áður en nafnakallið
fór fram fyrir Brattahlíðarferðina.
Það tók póstbátinn aðeins um tíu mínútur að flytja
okkur að litla viðlegupallinum fyrir framan árósinn hjá
Brattahlíðarhvamminum. Þar var minnsta korta- og
minjagripabúð sem ég hafði séð, enda aðeins pláss fyrir
afgreiðslumanninn innan dyra. A leiðinni hafði Björn sagt
sögu landnámsins þarna á nokkrum tungumálum og hafði
náð að fanga athygli ferðamanna.
„Fylgið mér“, sagði Bjöm um leið og hann sté í land. Þar
var víðast grasvöxtur og svo til jafnþéttur uppi á hæðunum
sem annars staðar. Við áðum á háa lækjarhólnum, þar sem
sagt er að Þjóðhildur, eiginkona Eiríks landnámsmanns,
hafi reist kapellu, en hún hafði tekið kristna trú og vildi
sýna það í verkum sínum.
„Komið og sjáið“, sagði Bjöm og benti brosandi í
norðvestur. Þar sáum við eina brekkurótarsvæðið þar sem
sást i bergklappir undir gmnnum jarðvegi. Við læddumst
þangað, barmafull af eftirvæntingu og fómm hægt yfír til
að missa ekki af neinu. Brátt numum við staðar þar sem
við sáum móta fyrir tveimur bæjarrústum er vom þama í
Heimaerbezt 461