Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Side 45

Heima er bezt - 01.09.2006, Side 45
Herra Fjallström er á að gizka miðaldra maður, fremur fríður sýnum og gjörvilegur, mildur á svip en alvarlegur, og býður af sér góðan þokka. Hugur hans virðist eingöngu bundinn við aksturinn, og Svanhvít unir þögninni vel. Stræti borgarinnar eru senn á enda, og nýtt, framandi útsýni blasir við augum hinnar íslenzku hjúkrunarkonu. Víð flatlendi með snotrum bændabýlum, skógivaxnir lundir og akurlendi. Fénaður dreifir sér um hinar víðu lendur og nærir sig á fölnuðum gróðri jarðarinnar, í kyrrð hins milda haustsdags. Flest minnir þetta á íslenzka sveit. En Svanhvít saknar þó eins, sem hún þráir að sjá, hin háu og tignarlegu fjöll. En í skjóli glæstra fjalla hefír hún alið aldur sinn að mestu. Sveitina þrýtur og vegurinn liggur um eyðilegt land. Herra Fjallström hefir ekið þögull fram til þessa, en nú lyftir hann sér upp í sætinu og segir glaðlega: „Finnst yður þetta ekki löng leið?“ „Jú, nokkuð löng“. „Eruð þér orðnar þreyttar?“ „Nei, síður en svo“. „Við erum nú senn komin heim. Doktor Jörgensen sagði mér að þér væruð frá Islandi, og þér emð fyrsti Islendingurinn, sem ég hefi séð, mér vitanlega“. „Jæja, þó em nokkuð margir landar mínir hér í Danmörku“. „Emð þér búnar að dvelja hér lengi?“ „Síðan snemma í vor“. „Hafíð þér nokkuð ferðazt um landið?“ „Nei, ég hefi aðeins séð nokkum hluta af höfuðborginni. Annað ekki fyrr en nú í dag. Ég hefí lítinn tíma haft frá námi mínu til ferðalaga“. „Vitanlega. Nú höfum við ekið um danska sveit, og þér hafíð séð aðstöðuna þar að nokkru leyti. Hvemig lízt yður á hana?“ „Vel, það minnir mig að mörgu leyti á sveitina mína heima á Islandi, en ég sakna ijallanna“. Herra Fjallström brosir. „Já, þau búa víst yfír mikilli tign, íslenzku fjöllin, ég hefí séð málverk af íslenzku fjallalandslagi og það var mjög tilkomumikið“. „Þó getur enginn málari túlkað til fulls tign þeirra, eins og meistarinn sjálfur hefír gert þau á íslenzkri fold“. „Það er nú svo um öll mannanna verk, hversu vel sem þau em gerð, að þau verða aðeins endurskin af sköpunarkrafti Guðs“, segir herra Fjallström með djúpri lotningu. Svanhvít virðir hinn danska herramann fyrir sér á ný, og henni fellur hann mjög vel í geð. Þau aka niður að ströndinni, og við þeim blasir stórt og reisulegt höfðingjasetur, umkringt háum garði. Það er ekki líkt neinum venjulegum sveitabæ, þó þar sé auðsjáanlega rekinn stór búskapur, heldur minnir það Svanhvíti einna helzt á aðalssetur, eins og hún hefír lesið um þau í erlendum skáldsögum. Herra Fjallström segir: „Þá emm við nú komin heim. Ég vona að þér kunnið vel við yður hér, þó heimilið sé á afskekktum stað“. „Það skiptir mig litlu máli þennan tíma, mér þykir fallegt hér við ströndina, og hafíð er svo blátt og heillandi“. „Já, á svona kyrrlátum dögum er hafíð okkar slétt og fagurt, en það á líka til ægilegar myndir, það þekkjum við, sem höfum alið allan okkar aldur hér við ströndina". Herra Fjallström stöðvar vagninn við garðshliðið, og þau Svanhvít og hann stíga út úr vagninum. Herra Fjallström segir alúðlega: „Ég er yður mjög þakklátur fyrir það, að þér skylduð vilja koma hingað og hjúkra móður minni, fröken Svanhvít. Gjörið þér svo vel“. Hann opnar garðshliðið og þau fylgjast að inn á hið fomglæsta, ríkmannlega höfðingjasetur. * * * Svanhvít stendur við sjúkrabeð frú Fjallström og hjúkrar henni af mikilli nákvæmni. Gamla frúin hressist óðum, og Svanhvít gleðst yfír góðum árangri af starfí sínu. Hún unir sér vel á hinum kyrrláta, afskekkta stað. Þar er allt mjög ríkmannlegt, en í fornum stíl. Þjónustufólkið er roskið og virðulegt og hefír flest starfað lengi á heimili frú Fjallström. Svanhvít kynnist því lítið, nema Anný, ráðskonu gömlu frúarinnar. Þær eiga töluvert saman að sælda, og Svanhvít vinnur brátt hylli hennar og vináttu. Frú Fjallström er orðin gömul kona, virðuleg og ættstór, en dálítið sérlunduð og einræn í hugsun. Svanhvít skilur svo undur vel lyndiseinkenni gömlu frúarinnar, og leggur sig alla fram til þess að þóknast henni, enda ávinnur hún sér fljótt óskipta virðingu hennar og traust. Frú Fjallström þykir vænt um hina íslenzku hjúkrunarkonu og er henni mjög eftirlátur sjúklingur. Herra Fjallström kemur oft að sjúkrabeði móður sinnar til þess að vita um líðan hennar, og Svanhvíti dylst það ekki, að mjög miklir kærleikar eru á milli þeirra mæðginanna, enda er herra Fjallström einkasonur gömlu frúarinnar, og hefir dvalið alla sína ævi heima á ættaróðali forfeðra sinna. Hinir mildu haustdagar rísa bjartir og hlýir og líða hljóðlátir inn í skugga nýrrar nætur, en sérhver þeirra færir heilsu frú Fjallström nýjan sigur, og Svanhvít er forsjóninni þakklát. Frú Fjallström er farin að hafa fótavist daglega og byrjuð að koma út í garðinn sér til hressingar, meðan veður er blíðast um hádaginn. Svanhvít fylgir gömlu fn'inni og styður hana hvert sem hún fer, en hún vonar að brátt verði gamla frúin það vel hress, að á hjúkrun hennar verði ekki lengur þörf, og að hún geti farið að búast til heimterðar, til Islands. Mildur, sólbjartur haustdagur hjúpar hina dönsku grund og haf. Frú Fjallström situr í dagstofu sinni ásamt Svanhvíti, og nýtur hvíldar að lokinni heilsubótargöngu sinni úti í garðinum. Svanhvít hefur valið sér sæti við stofugluggann og horfír út. Við augum hennar blasir ströndin og hafið safírblátt, slétt og sólgullið í hinni djúpu kyrrð. Svanhvít horfir heilluð um stund út á hið óendanlega haf. Innan skamms á hún langa leið fyrir höndum á hinum víðu vegum þess. Langt úti fyrir ströndinni sér hún nokkur skip á siglingu, og flest stefna þau Heima er bezt 469

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.