Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 51

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 51
Engar glæður andkaldari ég þekki. Upphafið hverfur í dimmbláan, veglausan geiminn, hæst upp í svala og starandi stjarnanna mekki, þaðan sem heyra má óslitinn, einradda seiminn þess anda, er að eilífu logar, en brennur þó ekki. Hvað varðar þig um synduga mannsins syni? Þú sýnir þig aðeins á frosttæru, heiðskýru kveldi, þér óar við fáfengileikans fallna kyni, en færð þér mjallhvítan jökultindinn að vini og unir fjarrænn í ósnortnu hreinleikans veldi. Vetur í Bolungarvík Brött gnæfa fjöllin með trónandi tinda tíguleg, sveipuð óveðursskýjum. Andsvalar hryðjur með ýlfrandi vinda endalaust ryðja fram hljómkviðum nýjum. Þó mæla sumir, að seyðurinn kaldur sé samur og jafn um gjörvallan aldur. Sviptast og æða harðskeyttar hríðar herðir svo vindinn að stríkkar á taugum. Moldina skefur um mjallhvítar hlíðar mikið er þykknið svo sér vart úr augum. Samfella dimmhvít er himinn og hauður, helfrosin áin og fossbúinn dauður. Brimbrjótinn lemja öldurnar æfar, ofstopafyllri en nokkuð á jörðu. Stórhöggan hramminn þær hefja upp kræfar hriktir í mörgu við atlotin hörðu. Særokið fýkur um stéttanna flúðir freyðandi malbik og tjargaðar búðir. Hér undir snarbröttum, fannhvítum fjöllum finnst mér sem staður sé búinn oss öllum, staður, sem börnin sín verndar og vefur vistir og amstur og takmark þeim gefur. Handan við veturinn langan, svo langan Ijúft brosir sumar með grósku og angan. > HLJÓÐABUNGA 51

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.