Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 59
Einn þeirra, sem er til vegna þinnar tilveru,
sóöalegur gamall lögreglufantur,
hélt þeim forvitnu frá og hreytti útúr sér:
,,Burt meö ykkur, bastaröar!"
Síöan kom sjúkrabíll og fór meó Zucchetto.
Fólkið týndist burt og eftir uröu
aðeins fáeinar tætlur hér og þar. Knæpueigandinn
í hverfinu haföi þekkt hann og tjáöi aðkomumanni
aö Zucchetto hefði endaö lífshlaup sitt undir sporvagni.
Fáum dögum síðar kom rööin aö þér.
Zucchetto var einn margra sauða í þinni rómversku og kristnu hjörö,
drykkjuræfill, sem átti ekkert athvarf,
og reikaöi vinafár um nætur, tókst einhvern veginn aö skrimta,
hver veit hvernig?
Þú þekktir hann aldrei, fremur en alla hina auönuleysingjana
Kannski er þaö full langt gengiö aö spyrja
hvers vegna fólk eins og Zucchetto verðskuldaði ekki umhyggju þína.
Til eru hryggöarbæli, þar sem mæöur og börn
lifa í löngu föllnu ryki, í leðju liöinna tíma.
Ekki langt frá bústaö þínum, þar sem sjá má
hina glæstu dómkirkju heilags Péturs
er einn þessara staöa, undir sundurgrafinni grjóthæö,
milli síkisins og nýrra skrauthýsa: Gelsomino...
fjöldi ömurlegra bygginga,
ekki hús, heldur svínastíur.
Eitt orð frá þér var nóg, örlítil bending,
en þú gafst aldrei þessa bendingu, mæltir aldrei þetta orö.
Þaö var enginn aö biöja þig aö fyrirgefa Marx!
Ómælisaldan sem falliö hefur yfir kynslóðirnar í þúsundir ára
aöskildi þig frá honum, frá hans trú;
er aldrei minnst á meðaumkun í þínu húsi?
í þinni tíö hefðurðu séö fjöldann
hafast viö í kvíum og stíum.
Synd er ekki aö gera eitthvað rangt - og þú vissir þaö.
Aö framkvæma ekki hiö góöa - þaö er synd.
Öll þau góöverk sem þú gast gert, léstu ógerö.
Þú ert heimsins mesti syndari.
Hallur Páll þýddi
HLJÓÐABUNGA
59