Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 16

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 16
Það er á valdi Alþingis hvort landið heldur efnahagslegu sjálfstæði sfnu eða glatar því. það á eftir sér langa dræsu afleiðinga. Ekki skal ég neita því að gaman er að hafa mikið vöruúrval í verslunum, og ekki er heldur vafi á því að innflutningshöft geta verið þung í vöfum og boðið heim misnotkun eins og aðrar reglur og lög. En ég óttast að þessi tegund frelsis geti orðið of dýru verði keypt, nefnilega að það kunni að kosta þjóðina efnahagslegt- og þar með stjórn- málalegt sjálfstæði sitt. Það er enginn vafi á því að efnahagslegt sjálfstæði íslands er veik- ara nú en það var í kringum 1960, og öryggis- leysið og ráðleysið í efnahagsmálum virðist sjaldan hafa verið meira. Það er ljóst að erfitt yrði fyrir íslenska ríkisstjórn að taka aftur upp innflutningshömlur" vegna óhemjulegs þrýst- ings frá fjármálarisum heimsins; EFTA, EBE og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem allir hafa tekið af okkur skuldbindingar um hið gagn- stæða. Ekki má heldur gleyma þeim þrýstingi sem kemur innan frá, því óneitanlega hafa vissir þjóðfélagshópar hér á landi hag af innflutningsfrelsinu. —Þó má spyrja hvort ríkisstjórn sem hefði þor til að höggva á þennan hnút, ríkisstjórn sem takmarkaði inn- flutning og gengist um leið fyrir markvissri iðnaðaruppbyggingu sem gerði landið betur sjálfbjarga, yrði ekki affarasælust fyrir þjóð- ina. —Myndi ekki slík stjórn hljóta stuðning frá alþýðu landsins? Því efnahagslegt sjálfstæði er ekki bara tilfínningamál og þjóðernisrómantík eins og sumir láta í veðri vaka, heldur er það skilyrði þess að við sem erum ung og börnin okkar getum lifað mannsæmandi lífi í þessu landi. Tromsö, 28. feb. 1978. Einar Eyþórsson Helstu heimildir: Cheryl Payer: „The Debt Trap“ London 1974 (um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn). Teresa Hayter: „Pengemakt og avmakt“ Oslo 1971 (umAlþj. bankann). Kristján Friðriksson: „Farsœldarrikið og manngild- isstefnan “ Rvík. 1974. Peter B. Kenen o. fl. „International Economics“ New Jersey 1971. Hagvangur h/f: „ Opinberar aðgerðir og atvinnu- lífið 1950-1970“ Rvk. 1974. Jón Sigurðsson: „Islenskur iðnaður og friverslun- arsamningarnir“ Fjármálatiðindi nr. 2 1977. Próf. Leif Johansen: „Krisen i verdensökonomien”, Timaritið Sosialökonomen nr. 2 1976. „De store gár aldn konkurs“ Dagbladet Osló 11.2. 1978 Einar Eyþórsson: „Fjárfesting eða krossfesting“ (Hljóðabunga 1976) og „Af áliðju og annarri iðju“ (Timinn 28.1. 1977) Einnig visast til: Tore Thonstad: „Har Norge for ápen ökonomi?“ Tidskrift, Oslo 1975. 16 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.