Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 63
Sviðsmynd úr Gústi Jónu Jóns.
Gústi: Hva, við erum skussar við hliðina á
þeim.
Ókunn: Og hvar er ekki pottur brotinn? Er ekki
fleira í ólestri en vegakerfið?
Gústi: Það hefði ég haldið.
Ókunn.: Og þá komum við að kjarna málsins:
verður þjóðin ekki að vera sjálfri sér samkvæm
í þessum efnum?
Gústi: f þessum efnum sem öðrum. Það segi ég.
Ókunn.: Og ef við látum þá sjá um vegagerðina,
er þá ekki rökrétt að þeir sjái um ýmislegt
fleira?
Gústi: Jú, jújú, það er rökrétt. Það finnst mér.
Ókunn.: Og ef það er rökrétt, sem við erum
sammála um, hvað eigum við þá að láta þá
gera fieira? Hvað er mest í ólestri? Og á hvaða
sviðum eru þeir færastir?
Gústi: Það verður að byggja fieiri og stærri
hótel. Aukinn ferðamannastraumur þýðir
aukin verslun, og aukin verslun þýðir aukin
hagsæld fyrir þjóðina alla.
Ókunn.: Sammála. Þeir gætu byggt hótel á
nokkrum vel völdum stöðum.
Gústi: Já, okkur vantar stórt og vandað hótel á
ísafirði.
Ókunn.: En er ekki þrátt fyrir allt ekki ýmislegt
meira aðkaliandi en vegir og hótel? Varla
grotnar samfélagið að innan þó þetta bíði enn
í nokkur ár, eða hvað?
Gústi: Ne-ei...
Ókunn.: En það morknar ef ekki er gerð gang-
skör að því að uppræta alla þá spillingu og
lausung sem hefur grafið um sig á síðustu
árum. Þar þurfum við aðstoð - ef við ætlum
ekki að farast sem þjóð.
Gústi (efins): Spillingu... þú meinar?...
Ókunn.: Geirfinnsmálið, til dæmis. Hvað sýnir
okkur betur spillinguna í þessu landi? Og
hvernig hefur rannsóknarlögreglan staðið sig?
Gústi.: Hún hefur bara alls ekkert staðið sig.
Ókunn.: Einmitt! En þarna hefðu þeir getað
hjálpað okkur. Bandaríska alríkislögreglan
FBI...
Gústi: Já, sú kann nú tökin á því.
Ókunn.: Sú fremsta í heimi. En okkar sú slak-
asta. Ekki bara rannsóknarlögreglan, heldur
lögreglan yfirleitt. Eða hvernig færi fyrir okk-
HLJÓÐABUNGA
63